Margbrotnaði en stefnir strax á mót: „Hélt á hendinni og hún hékk á skinninu“ Sindri Sverrisson skrifar 8. febrúar 2024 08:31 Daði „skaði“ Erlingsson lenti í alvarlegu slysi í september á síðasta ári og var nokkra mánuði á sjúkrahúsi og í endurhæfingu. Instagram/@dadiskadi Akstursíþróttamaðurinn Daði Erlingsson fótbrotnaði, handarbrotnaði og braut rifbein, í alvarlegu torfæruhjólaslysi síðasta haust, og við tók mánuður á sjúkrahúsi og fjórtán vikur á Reykjalundi í endurhæfingu. Hann hefur samt þegar sett stefnuna á mót í Tyrklandi í október. Daði, sem er fyrrverandi Íslandsmeistari í „enduro“ torfæruhjólaakstri, tjáði sig um slysið í nýjum hlaðvarpsþáttum um motocross sem nefnast MX hetjusögur. Slysið varð í nágrenni Geysis í Haukadal í september síðastliðnum, þar sem Daði var staddur ásamt hópi manna sem vildu leika sér á torfæruhjólum sínum. View this post on Instagram A post shared by Daði Erlingsson "Skadi" (@dadiskadi) „Við vorum að fara að hjóla svaka rólegan túr, og ég var nýbyrjaður að hjóla aftur eftir hnémeiðsli sem ég lenti í. Þetta átti bara að vera voða kósý túr. Við vorum þrettán saman og keyrðum þarna línuveg frá bústaðnum, og vorum að beygja inn slóða inn í einhvern skóg. Við stoppuðum hjá slóðanum að bíða eftir öllum,“ segir Daði skaði, eins og hann er kallaður, í fyrrnefndum hlaðvarpsþætti. Mætti félaga sínum á blindhæð Daði fór sjálfur að sækja þrjá úr hópnum sem dregist höfðu aftur úr og skömmu síðar klessti hann á félaga sinn með fyrrgreindum afleiðingum. „Ég fór yfir eina litla blindhæð og fann þá þrjá þarna, með eitt hjól sem fór ekki í gang. Ég sneri þá við og fór aftur upp á blindhæðina, og mætti þar Benna félaga mínum. Við mætumst á blindhæðinni, sjáum hvorn annan og erum búnir að klessa saman á innan við sekúndu,“ segir Daði. Daði Erlingsson, fyrir miðju, í spjalli við þá Eið Orra Pálmarsson og Odd Jarl Haraldsson í þættinum MX hetjusögur.Spotify/MX hetjusögur Annar þáttastjórnenda, Oddur Jarl Haraldsson, spyr þá á hvaða hraða þeir hafi verið þegar slysið varð. „Við vitum það ekki en ég var að fara að stoppa uppi á hæðinni til að veifa þeim öllum – hélt að þeir væru bara að bíða. Benni var ekki á einhverri bilaðri ferð. Ég held að ég hafi verið á svona 40 en hann kannski á 50-60. Þetta var alla vega eins og að fara á 100 km/klst á vegg. Við bombuðumst saman og lágum bara í hrúgu með hjólin okkar. Hann steinrotaðist, en spratt svo upp eins og engispretta og spurði hver hefði lent í slysi,“ segir Daði sem hélt meðvitund allan tímann og þurfti að þjást í ansi langan tíma áður en þyrla flutti hann á sjúkrahús. View this post on Instagram A post shared by Daði Erlingsson "Skadi" (@dadiskadi) Með hönd og fót lafandi í einn og hálfan tíma áður en þyrla kom „Ég man eiginlega allt of mikið eftir öllu. Löppin fór í tætlur og höndin fór líka í tætlur. Ég hélt bara á hendinni og hún hékk á skinninu, lyfti löppinni upp og cross-skórinn hangir bara á skinninu. Nokkur rifbein voru brotin, og gat á lunganu. Þannig sat ég í grenjandi rigningu og roki í einn og hálfan tíma, á meðan við biðum eftir þyrlunni, og við þurftum að rífast um að fá þyrluna því þeir ætluðu fyrst bara að senda sjúkrabíl þarna upp á heiði,“ segir Daði sem í þættinum minnir mótorhjólafólk á að fara varlega við blindhæðir. Hann losnaði úr fjórtán vikna endurhæfingu þann 13. desember síðastliðinn og er eins og fyrr segir þegar búinn að setja stefnuna á keppnisferð til Tyrklands í október, á Sea2Sky keppnina. Þannig kveðst Daði vilja setja pressu á sig um að komast sem fyrst í sitt fyrra form, en útilokar ekki að þurfa að bíða til ársins 2025 með að keppa á mótinu. Viðtalið við Daða má heyra í MX hetjusögum, sem motocrosskapparnir Oddur Jarl Haraldsson og Eiður Orri Pálmarsson sjá um, með því að smella hér. Akstursíþróttir Mest lesið Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Fleiri fréttir Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Walker fer til Burnley Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Max Verstappen nær ráspól á Silverstone Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Jamie Gittens til Chelsea fyrir tæpar 50 milljónir Ísland fór létt með Bosníu á u-18 Eurobasket Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Jafntefli í Íslendingaslag í Noregi Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum Sjá meira
Daði, sem er fyrrverandi Íslandsmeistari í „enduro“ torfæruhjólaakstri, tjáði sig um slysið í nýjum hlaðvarpsþáttum um motocross sem nefnast MX hetjusögur. Slysið varð í nágrenni Geysis í Haukadal í september síðastliðnum, þar sem Daði var staddur ásamt hópi manna sem vildu leika sér á torfæruhjólum sínum. View this post on Instagram A post shared by Daði Erlingsson "Skadi" (@dadiskadi) „Við vorum að fara að hjóla svaka rólegan túr, og ég var nýbyrjaður að hjóla aftur eftir hnémeiðsli sem ég lenti í. Þetta átti bara að vera voða kósý túr. Við vorum þrettán saman og keyrðum þarna línuveg frá bústaðnum, og vorum að beygja inn slóða inn í einhvern skóg. Við stoppuðum hjá slóðanum að bíða eftir öllum,“ segir Daði skaði, eins og hann er kallaður, í fyrrnefndum hlaðvarpsþætti. Mætti félaga sínum á blindhæð Daði fór sjálfur að sækja þrjá úr hópnum sem dregist höfðu aftur úr og skömmu síðar klessti hann á félaga sinn með fyrrgreindum afleiðingum. „Ég fór yfir eina litla blindhæð og fann þá þrjá þarna, með eitt hjól sem fór ekki í gang. Ég sneri þá við og fór aftur upp á blindhæðina, og mætti þar Benna félaga mínum. Við mætumst á blindhæðinni, sjáum hvorn annan og erum búnir að klessa saman á innan við sekúndu,“ segir Daði. Daði Erlingsson, fyrir miðju, í spjalli við þá Eið Orra Pálmarsson og Odd Jarl Haraldsson í þættinum MX hetjusögur.Spotify/MX hetjusögur Annar þáttastjórnenda, Oddur Jarl Haraldsson, spyr þá á hvaða hraða þeir hafi verið þegar slysið varð. „Við vitum það ekki en ég var að fara að stoppa uppi á hæðinni til að veifa þeim öllum – hélt að þeir væru bara að bíða. Benni var ekki á einhverri bilaðri ferð. Ég held að ég hafi verið á svona 40 en hann kannski á 50-60. Þetta var alla vega eins og að fara á 100 km/klst á vegg. Við bombuðumst saman og lágum bara í hrúgu með hjólin okkar. Hann steinrotaðist, en spratt svo upp eins og engispretta og spurði hver hefði lent í slysi,“ segir Daði sem hélt meðvitund allan tímann og þurfti að þjást í ansi langan tíma áður en þyrla flutti hann á sjúkrahús. View this post on Instagram A post shared by Daði Erlingsson "Skadi" (@dadiskadi) Með hönd og fót lafandi í einn og hálfan tíma áður en þyrla kom „Ég man eiginlega allt of mikið eftir öllu. Löppin fór í tætlur og höndin fór líka í tætlur. Ég hélt bara á hendinni og hún hékk á skinninu, lyfti löppinni upp og cross-skórinn hangir bara á skinninu. Nokkur rifbein voru brotin, og gat á lunganu. Þannig sat ég í grenjandi rigningu og roki í einn og hálfan tíma, á meðan við biðum eftir þyrlunni, og við þurftum að rífast um að fá þyrluna því þeir ætluðu fyrst bara að senda sjúkrabíl þarna upp á heiði,“ segir Daði sem í þættinum minnir mótorhjólafólk á að fara varlega við blindhæðir. Hann losnaði úr fjórtán vikna endurhæfingu þann 13. desember síðastliðinn og er eins og fyrr segir þegar búinn að setja stefnuna á keppnisferð til Tyrklands í október, á Sea2Sky keppnina. Þannig kveðst Daði vilja setja pressu á sig um að komast sem fyrst í sitt fyrra form, en útilokar ekki að þurfa að bíða til ársins 2025 með að keppa á mótinu. Viðtalið við Daða má heyra í MX hetjusögum, sem motocrosskapparnir Oddur Jarl Haraldsson og Eiður Orri Pálmarsson sjá um, með því að smella hér.
Akstursíþróttir Mest lesið Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Fleiri fréttir Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Walker fer til Burnley Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Max Verstappen nær ráspól á Silverstone Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Jamie Gittens til Chelsea fyrir tæpar 50 milljónir Ísland fór létt með Bosníu á u-18 Eurobasket Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Jafntefli í Íslendingaslag í Noregi Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum Sjá meira