„Mörg sérsambönd ósátt á hverju einasta ári“ Valur Páll Eiríksson skrifar 7. febrúar 2024 23:30 Andri Stefánsson, framkvæmdastjóri ÍSÍ. Vísir/Arnar Forystufólk innan Knattspyrnusambands Íslands er ósátt við að fá engu fé úthlutað úr Afrekssjóði ÍSÍ sjöunda árið í röð. Víða ber á ósætti vegna fjárskorts. Framkvæmdastjóri ÍSÍ segir sambandið gera sitt besta við að sækja fé frá ríkinu, en á meðan kostnaður eykst hjá sérsamböndum stendur styrkur ríkisins í stað. Jörundur Áki Sveinsson, yfirmaður knattspyrnusviðs sagði við Vísi í dag að líklega þyrfti að skera niður í starfi unglingalandsliða á komandi ári vegna hallareksturs. Gagnrýni KSÍ byggir hvað helst á því að lunginn af fénu sem Afrekssjóður dreifir er kominn frá ríkinu, eða 392 af 512 milljónum. Ósanngjarnt sé að fótboltinn sé tekinn út fyrir sviga meðan aðrar íþróttagreinar eru styrktar. Andri Stefánsson, framkvæmdastjóri ÍSÍ, segir ákvörðun fyrri ára standa, að vegna stórra styrkja KSÍ frá erlendum samböndum, FIFA og UEFA, sé þörfin einfaldlega meiri hjá öðrum, minni sérsamböndum. „Það er hlutverk afrekssjóðs að fylgja reglunum. Reglunum sem eru settar eru meðal annars mótaðar af þeim áherslum sem koma frá sérsömböndum, þær eru mótaðar af ákveðinni sögu. Það er horft til þess að knattspyrnan er með gífurlega fjármuni nú þegar. Það er líka hlutverk stjórnar að forgangsraða í verkefni og það eru ekki alltaf allir sammála. En niðurstaðan er þessi,“ segir Andri. Skiptingin ójöfn HSÍ fékk lang hæstu fjárhæðina úr sjóðnum í ár, tæplega 85 milljónir króna. Fimleikasambandið tæpar 50 milljónir, Sundsambandið tæplega 40, Frjálsíþróttasambandið um 38 milljónir, körfuboltinn 34 og Skíðasambandið örlítið minna en það. Þessar fjárhæðir dugi samböndunum hins vegar skammt. „Þau eru mörg sérsamböndin sem eru ósátt á hverju einasta ári yfir sínum úthlutunum. Ég hef alltaf sagt að ef allir eru jafn ósáttir þá erum við að gera eitthvað rétt því það er ekki hægt að gera öllum til geðs. Það þurfa allir meiri pening í þetta starf,“ „Miðað við fólksfjölda þá ættum við ekki að eiga allt þetta frábæra íþróttafólk sem er að standa sig svona vel alþjóðlega. Það er bara ein kaka sem við erum að skipta og við þurfum einhvern veginn að uppfylla það að hjálpa öllum,“ segir Andri. Utanaðkomandi aðstæður kalli á hærra framlag Upphæðina sem ríkið greiðir í Afrekssjóð hefur staðið í stað undanfarin ár. Verðbólga og hækkandi kostnaður erlendis frá geri mörgum erfitt fyrir. „Upphæðin sem kemur inn hefur lækkað í verðgildi en einnig lækkað örlítið síðustu ár. Hún hækkaði vel frá 2016 til 2019. Kostnaður allra sérsambanda er að aukast, fagmennska er að eflast með meiri kröfum erlendis frá,“ „Flugverð er að hækka gífurlega, við sjáum það í samanburði erlendis. Við þurfum alltaf að fara miklu lengri leiðir, hvort sem það er knattspyrna eða aðrar íþróttagreinar, þá erum við í mjög sérstöku umhverfi,“ segir Andri. Samkeppni við aðra eftir ríkisstuðningi En er ekki hlutverk ÍSÍ einmitt að þessi kaka stækki og þrýsta á hærri fjárhæðir frá ríkinu, sérstaklega þegar aðstæður líkt og þær sem Andri nefnir eru uppi? „Jú, og við erum búin að vera að kalla eftir hækkunum í langan tíma. Við erum bara einn hluti af samfélaginu og það eru allir að kalla eftir meiri stuðningi. Við vonumst eftir því að það sé hlustað á okkur,“ „Það þarf meiri pening í þetta starf, því að þetta er einn af hornsteinum samfélagsins,“ segir Andri. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. ÍSÍ KSÍ Tengdar fréttir Ósátt við ÍSÍ: „Kaldar kveðjur“ Yfirmaður knattspyrnusviðs KSÍ gagnrýnir úthlutun úr Afrekssjóði ÍSÍ. KSÍ hefur ekki fengið úthlutað úr sjóðnum á sjöunda ár. 7. febrúar 2024 13:16 Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Eir Norðurlandameistari en fékk of mikla hjálp til að fá metið Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur í Garðabæ Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sjá meira
Jörundur Áki Sveinsson, yfirmaður knattspyrnusviðs sagði við Vísi í dag að líklega þyrfti að skera niður í starfi unglingalandsliða á komandi ári vegna hallareksturs. Gagnrýni KSÍ byggir hvað helst á því að lunginn af fénu sem Afrekssjóður dreifir er kominn frá ríkinu, eða 392 af 512 milljónum. Ósanngjarnt sé að fótboltinn sé tekinn út fyrir sviga meðan aðrar íþróttagreinar eru styrktar. Andri Stefánsson, framkvæmdastjóri ÍSÍ, segir ákvörðun fyrri ára standa, að vegna stórra styrkja KSÍ frá erlendum samböndum, FIFA og UEFA, sé þörfin einfaldlega meiri hjá öðrum, minni sérsamböndum. „Það er hlutverk afrekssjóðs að fylgja reglunum. Reglunum sem eru settar eru meðal annars mótaðar af þeim áherslum sem koma frá sérsömböndum, þær eru mótaðar af ákveðinni sögu. Það er horft til þess að knattspyrnan er með gífurlega fjármuni nú þegar. Það er líka hlutverk stjórnar að forgangsraða í verkefni og það eru ekki alltaf allir sammála. En niðurstaðan er þessi,“ segir Andri. Skiptingin ójöfn HSÍ fékk lang hæstu fjárhæðina úr sjóðnum í ár, tæplega 85 milljónir króna. Fimleikasambandið tæpar 50 milljónir, Sundsambandið tæplega 40, Frjálsíþróttasambandið um 38 milljónir, körfuboltinn 34 og Skíðasambandið örlítið minna en það. Þessar fjárhæðir dugi samböndunum hins vegar skammt. „Þau eru mörg sérsamböndin sem eru ósátt á hverju einasta ári yfir sínum úthlutunum. Ég hef alltaf sagt að ef allir eru jafn ósáttir þá erum við að gera eitthvað rétt því það er ekki hægt að gera öllum til geðs. Það þurfa allir meiri pening í þetta starf,“ „Miðað við fólksfjölda þá ættum við ekki að eiga allt þetta frábæra íþróttafólk sem er að standa sig svona vel alþjóðlega. Það er bara ein kaka sem við erum að skipta og við þurfum einhvern veginn að uppfylla það að hjálpa öllum,“ segir Andri. Utanaðkomandi aðstæður kalli á hærra framlag Upphæðina sem ríkið greiðir í Afrekssjóð hefur staðið í stað undanfarin ár. Verðbólga og hækkandi kostnaður erlendis frá geri mörgum erfitt fyrir. „Upphæðin sem kemur inn hefur lækkað í verðgildi en einnig lækkað örlítið síðustu ár. Hún hækkaði vel frá 2016 til 2019. Kostnaður allra sérsambanda er að aukast, fagmennska er að eflast með meiri kröfum erlendis frá,“ „Flugverð er að hækka gífurlega, við sjáum það í samanburði erlendis. Við þurfum alltaf að fara miklu lengri leiðir, hvort sem það er knattspyrna eða aðrar íþróttagreinar, þá erum við í mjög sérstöku umhverfi,“ segir Andri. Samkeppni við aðra eftir ríkisstuðningi En er ekki hlutverk ÍSÍ einmitt að þessi kaka stækki og þrýsta á hærri fjárhæðir frá ríkinu, sérstaklega þegar aðstæður líkt og þær sem Andri nefnir eru uppi? „Jú, og við erum búin að vera að kalla eftir hækkunum í langan tíma. Við erum bara einn hluti af samfélaginu og það eru allir að kalla eftir meiri stuðningi. Við vonumst eftir því að það sé hlustað á okkur,“ „Það þarf meiri pening í þetta starf, því að þetta er einn af hornsteinum samfélagsins,“ segir Andri. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
ÍSÍ KSÍ Tengdar fréttir Ósátt við ÍSÍ: „Kaldar kveðjur“ Yfirmaður knattspyrnusviðs KSÍ gagnrýnir úthlutun úr Afrekssjóði ÍSÍ. KSÍ hefur ekki fengið úthlutað úr sjóðnum á sjöunda ár. 7. febrúar 2024 13:16 Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Eir Norðurlandameistari en fékk of mikla hjálp til að fá metið Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur í Garðabæ Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sjá meira
Ósátt við ÍSÍ: „Kaldar kveðjur“ Yfirmaður knattspyrnusviðs KSÍ gagnrýnir úthlutun úr Afrekssjóði ÍSÍ. KSÍ hefur ekki fengið úthlutað úr sjóðnum á sjöunda ár. 7. febrúar 2024 13:16