Verðlaunahafar á ÓL í París fá hluta af Eiffelturninum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. febrúar 2024 12:01 Gull-, silfur- og bronsverðlaunapeningarnir á Ólympíuleikunum í París í sumar. @ Paris 2024 Sumarólympíuleikarnir fara fram í París í Frakklandi í sumar og verðlaunapeningarnir á leikunum verða mjög sérstakir. Keppt er að venju um gull, silfur og brons í fjölmörgum íþróttagreinum. Þetta verður í þriðja skiptið sem Ólympíuleikarnir fara fram í París en þeir voru þar líka fram árið 1900 og 1924. Í sumar verður því liðin heil öld síðan leikarnir voru síðast í höfuðborg Frakklands. 2024 Paris Olympic, Paralympic medals unveiled with Eiffel Tower pieces https://t.co/B8opxFQnqE pic.twitter.com/dLNltzCiJR— NBC OlympicTalk (@NBCOlympicTalk) February 8, 2024 Þekkasta kennileiti Parísarborgar er Eiffelturninn sem er á bakka árinnar Signu. Járnturninn var byggður fyrir heimssýninguna í París árið 1889 og er 324 metrar að hæð. Skipuleggjendur leikanna ákváðu að verðlaunahafar fá hluta af þessum heimsfræga turni. Lítill málmhluti úr sjálfum Eiffelturninum verður nefnilega grafinn í alla verðlaunapeningana. Paris 2024 : des morceaux de Tour Eiffel sur les médailles olympiques et paralympiques Information de @BaptisteDurieux pour #RTL pic.twitter.com/RQmQJ1V8OD— RTL France (@RTLFrance) February 8, 2024 Thierry Reboul, hönnunarstjóri leikanna, staðfestir þetta við Reuters fréttastofuna. „Eiffelturninn er mikilvægt kennileiti fyrir París og allt Frakkland. Þetta er tækifæri fyrir íþróttafólkið að taka lítinn hluta af París með sér heim,“ sagði Thierry Reboul. Málmhlutinn úr Eiffelturninum verður í miðju allra verðlaunapeninganna. Járnið kemur frá vinnu við endurbætur á turninum og hefur járnið síðan verið geymt á leynistað. Gríska gyðjan Nike verður aftan á verðlaunapeningnum og með henni verða Acropolis, háborg Aþenuborgar, og Eiffelturninn. L or olympique, le graal d une vie d un sportif de haut niveau !Chaque édition des Jeux a sa médaille Celle de #Paris2024 est française, rayonnante et unique avec un fragment de fer d origine de la tour Eiffel de 1889 !@Olympics @jeuxolympiques pic.twitter.com/prp23OXWUa— Paris 2024 (@Paris2024) February 8, 2024 Ólympíuleikar 2024 í París Ólympíuleikar Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Sjá meira
Þetta verður í þriðja skiptið sem Ólympíuleikarnir fara fram í París en þeir voru þar líka fram árið 1900 og 1924. Í sumar verður því liðin heil öld síðan leikarnir voru síðast í höfuðborg Frakklands. 2024 Paris Olympic, Paralympic medals unveiled with Eiffel Tower pieces https://t.co/B8opxFQnqE pic.twitter.com/dLNltzCiJR— NBC OlympicTalk (@NBCOlympicTalk) February 8, 2024 Þekkasta kennileiti Parísarborgar er Eiffelturninn sem er á bakka árinnar Signu. Járnturninn var byggður fyrir heimssýninguna í París árið 1889 og er 324 metrar að hæð. Skipuleggjendur leikanna ákváðu að verðlaunahafar fá hluta af þessum heimsfræga turni. Lítill málmhluti úr sjálfum Eiffelturninum verður nefnilega grafinn í alla verðlaunapeningana. Paris 2024 : des morceaux de Tour Eiffel sur les médailles olympiques et paralympiques Information de @BaptisteDurieux pour #RTL pic.twitter.com/RQmQJ1V8OD— RTL France (@RTLFrance) February 8, 2024 Thierry Reboul, hönnunarstjóri leikanna, staðfestir þetta við Reuters fréttastofuna. „Eiffelturninn er mikilvægt kennileiti fyrir París og allt Frakkland. Þetta er tækifæri fyrir íþróttafólkið að taka lítinn hluta af París með sér heim,“ sagði Thierry Reboul. Málmhlutinn úr Eiffelturninum verður í miðju allra verðlaunapeninganna. Járnið kemur frá vinnu við endurbætur á turninum og hefur járnið síðan verið geymt á leynistað. Gríska gyðjan Nike verður aftan á verðlaunapeningnum og með henni verða Acropolis, háborg Aþenuborgar, og Eiffelturninn. L or olympique, le graal d une vie d un sportif de haut niveau !Chaque édition des Jeux a sa médaille Celle de #Paris2024 est française, rayonnante et unique avec un fragment de fer d origine de la tour Eiffel de 1889 !@Olympics @jeuxolympiques pic.twitter.com/prp23OXWUa— Paris 2024 (@Paris2024) February 8, 2024
Ólympíuleikar 2024 í París Ólympíuleikar Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Sjá meira