Með „krónískan kökk í hálsinum“ að forgangsraða fólki til að bjarga undan sprengjuregni í Rafah Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. febrúar 2024 14:09 Þær Bergþóra, Kristín og María eru staddar í Kaíró. Þær gáfust upp á biðinni og reyna nú að bjarga sem flestum dvalarleyfishöfum frá Gasa. Aðsend Fjölskyldan sem þrjár íslenskar konur björguðu frá Gasa á dögunum hafa fengið grænt ljós frá Alþjóðafólksflutningastofnun Sameinuðu þjóðanna (IOM) um að ferðast. María Lilja Þrastardóttir er stödd í Egyptalandi ásamt rithöfundunum Kristínu Eiríksdóttur og Bergþóru Snæbjörnsdóttur. Þeim blöskraði aðgerðaleysi stjórnvalda og ákváðu að halda út á eigin vegum og reyna að bjarga fólki frá Gasa sem hefur dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameininga. María segir að líklegt sé að fjölskyldan komist til Íslands í nótt. Þegar fréttastofa náði tali af Maríu voru þær staddar í Kaíró á stöðufundi um næstu skref. Staðan verður sífellt erfiðari en Ísraelsher hefur aukið þungann í árásum sínum á Rafah - þar fjöldinn allur af óbreyttum borgurum hefur leitað skjóls. „Við erum farnar að finna fyrir örlítilli þreytu, en við erum samt hvergi nærri hættar. Við getum ekki snúið baki við öllu þessu fólki,“ segir María. Þreytan sem konurnar finna fyrir er ekki síst tilkomin vegna andlega álagsins. „Við finnum það alveg á eigin skinni. Maður er hérna með krónískan kökk í hálsinum. Það sem við erum að gera er að forgangsraða fólki og börnum eftir veikindum af því að við náum ekki öllum út í einu.“ Þeim líði skelfilega með að velja á milli fólks sem eigi sama rétt. „Við erum á þeim stað núna að við þurfum að velja eina og eina fjölskyldu því við höfum ekki diplómataréttindi, við þurfum að fara eftir öðrum leiðum. Við erum að tala um að við erum að raða litlum einstaklingum, börnum, og forgangsraða þeim eftir veikindum.“ María bendir á að í hópi þeirra barna sem bíði eftir björgun sé langveik þriggja ára stúlka. „Það er dagaspursmál hvenær lífsnauðsynlegu lyfin hennar klárast. Svo erum við með ungan dreng sem er svo mikið slasaður að hann liggur bara. Fyrir hafði hann misst annað nýrað í sprengjutilræði Ísraelshers og það er svo ofboðslega sárt að þurfa að segja þessi næst en hinn þarf að bíða og þetta er ólýsanlega sár og vond tilfinning eins og það er síðan gott og gefandi þegar þetta gengur upp eins og gerðist núna þegar við fengum fyrstu fjölskylduna í hendur,“ útskýrir María. Þær María, Kristín og Bergþóra furða sig allar á því hversu hægt íslensk stjórnvöld hreyfa sig í málinu sér í lagi í ljósi þeirrar neyðar sem ríkir á Gasa. Aukinn þungi í árásum Ísraelshers í borginni Rafah bæti síðan gráu ofan á svart. Þær vita ekki til þess að nein hreyfing sé komin á málið. „Nei, og það er alveg ofboðslega skrítið til þess að hugsa að hér höfum við ráðuneyti sem að ég veit bara fyrir víst að er stútfullt af ofboðslega sérhæfðu, menntuðu, kláru fólki sem kann þetta. Þetta er það sem þau kunna þannig að maður veltir fyrir sér hvers vegna í ósköpunum þessi töf? Hvar stoppar þetta? Því það getur engin sagt mér að þetta klára og vel menntaða fólk kunni ekki að bregðast við þessum aðstæðum, að það sé bara endalaust að funda og labba í sömu hringina.“ María segir að stjórnvöld verði að fara að bregðast við. Þetta snúist um klukkutíma en ekki daga í ljósi aukinnar ákefðar í árásum á Rafah. „Það verður ekki hægt að bjarga fólki í gegnum þessi landamæri ef íslensk stjórnvöld fara ekki að girða sig í brók og vinna vinnuna sem þau voru sannarlega kjörin til þess að sinna þá hafa þau líf allra þessara barna á samviskunni,“ segir María. Palestína Egyptaland Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Segir ljóst að stjórnvöld skorti pólitískan vilja til að hjálpa Íslenskur lögfræðingur segir að það sé mikil synd að íslensk stjórnvöld sjái sér ekki fært að aðstoða dvalarleyfishafa að komast út úr Gasa og gagnrýnir misvísandi upplýsingar ráðamanna í málinu sem hann segir að hafi ekki pólitískan vilja til að hjálpa. Í dag hafa hundruð boðað komu sína á mótmæli við Alþingishúsið. 5. febrúar 2024 13:24 Hafnar kröfum um vopnahlé og spáir fullnaðarsigri Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael hafnaði í dag vopnahléstillögu Hamas. Þá sagði hann fullnaðarsigur á Gasa væntanlegan á næstu mánuðum. 7. febrúar 2024 23:08 Ætla að sækja fleiri fjölskyldur frá Gasa Þrjár íslenskar konur sem sóttu í gær fjölskyldu, með dvalarleyfi á Íslandi, og fluttu frá Gasasvæðinu og yfir til Egyptalands ætla að halda áfram að bjarga börnum af svæðinu á meðan íslensk stjórnvöld funda um ástandið. Solaris samtökin hafa efnt til söfnunar til að koma fólki frá svæðinu. 7. febrúar 2024 13:42 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Sjá meira
María Lilja Þrastardóttir er stödd í Egyptalandi ásamt rithöfundunum Kristínu Eiríksdóttur og Bergþóru Snæbjörnsdóttur. Þeim blöskraði aðgerðaleysi stjórnvalda og ákváðu að halda út á eigin vegum og reyna að bjarga fólki frá Gasa sem hefur dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameininga. María segir að líklegt sé að fjölskyldan komist til Íslands í nótt. Þegar fréttastofa náði tali af Maríu voru þær staddar í Kaíró á stöðufundi um næstu skref. Staðan verður sífellt erfiðari en Ísraelsher hefur aukið þungann í árásum sínum á Rafah - þar fjöldinn allur af óbreyttum borgurum hefur leitað skjóls. „Við erum farnar að finna fyrir örlítilli þreytu, en við erum samt hvergi nærri hættar. Við getum ekki snúið baki við öllu þessu fólki,“ segir María. Þreytan sem konurnar finna fyrir er ekki síst tilkomin vegna andlega álagsins. „Við finnum það alveg á eigin skinni. Maður er hérna með krónískan kökk í hálsinum. Það sem við erum að gera er að forgangsraða fólki og börnum eftir veikindum af því að við náum ekki öllum út í einu.“ Þeim líði skelfilega með að velja á milli fólks sem eigi sama rétt. „Við erum á þeim stað núna að við þurfum að velja eina og eina fjölskyldu því við höfum ekki diplómataréttindi, við þurfum að fara eftir öðrum leiðum. Við erum að tala um að við erum að raða litlum einstaklingum, börnum, og forgangsraða þeim eftir veikindum.“ María bendir á að í hópi þeirra barna sem bíði eftir björgun sé langveik þriggja ára stúlka. „Það er dagaspursmál hvenær lífsnauðsynlegu lyfin hennar klárast. Svo erum við með ungan dreng sem er svo mikið slasaður að hann liggur bara. Fyrir hafði hann misst annað nýrað í sprengjutilræði Ísraelshers og það er svo ofboðslega sárt að þurfa að segja þessi næst en hinn þarf að bíða og þetta er ólýsanlega sár og vond tilfinning eins og það er síðan gott og gefandi þegar þetta gengur upp eins og gerðist núna þegar við fengum fyrstu fjölskylduna í hendur,“ útskýrir María. Þær María, Kristín og Bergþóra furða sig allar á því hversu hægt íslensk stjórnvöld hreyfa sig í málinu sér í lagi í ljósi þeirrar neyðar sem ríkir á Gasa. Aukinn þungi í árásum Ísraelshers í borginni Rafah bæti síðan gráu ofan á svart. Þær vita ekki til þess að nein hreyfing sé komin á málið. „Nei, og það er alveg ofboðslega skrítið til þess að hugsa að hér höfum við ráðuneyti sem að ég veit bara fyrir víst að er stútfullt af ofboðslega sérhæfðu, menntuðu, kláru fólki sem kann þetta. Þetta er það sem þau kunna þannig að maður veltir fyrir sér hvers vegna í ósköpunum þessi töf? Hvar stoppar þetta? Því það getur engin sagt mér að þetta klára og vel menntaða fólk kunni ekki að bregðast við þessum aðstæðum, að það sé bara endalaust að funda og labba í sömu hringina.“ María segir að stjórnvöld verði að fara að bregðast við. Þetta snúist um klukkutíma en ekki daga í ljósi aukinnar ákefðar í árásum á Rafah. „Það verður ekki hægt að bjarga fólki í gegnum þessi landamæri ef íslensk stjórnvöld fara ekki að girða sig í brók og vinna vinnuna sem þau voru sannarlega kjörin til þess að sinna þá hafa þau líf allra þessara barna á samviskunni,“ segir María.
Palestína Egyptaland Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Segir ljóst að stjórnvöld skorti pólitískan vilja til að hjálpa Íslenskur lögfræðingur segir að það sé mikil synd að íslensk stjórnvöld sjái sér ekki fært að aðstoða dvalarleyfishafa að komast út úr Gasa og gagnrýnir misvísandi upplýsingar ráðamanna í málinu sem hann segir að hafi ekki pólitískan vilja til að hjálpa. Í dag hafa hundruð boðað komu sína á mótmæli við Alþingishúsið. 5. febrúar 2024 13:24 Hafnar kröfum um vopnahlé og spáir fullnaðarsigri Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael hafnaði í dag vopnahléstillögu Hamas. Þá sagði hann fullnaðarsigur á Gasa væntanlegan á næstu mánuðum. 7. febrúar 2024 23:08 Ætla að sækja fleiri fjölskyldur frá Gasa Þrjár íslenskar konur sem sóttu í gær fjölskyldu, með dvalarleyfi á Íslandi, og fluttu frá Gasasvæðinu og yfir til Egyptalands ætla að halda áfram að bjarga börnum af svæðinu á meðan íslensk stjórnvöld funda um ástandið. Solaris samtökin hafa efnt til söfnunar til að koma fólki frá svæðinu. 7. febrúar 2024 13:42 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Sjá meira
Segir ljóst að stjórnvöld skorti pólitískan vilja til að hjálpa Íslenskur lögfræðingur segir að það sé mikil synd að íslensk stjórnvöld sjái sér ekki fært að aðstoða dvalarleyfishafa að komast út úr Gasa og gagnrýnir misvísandi upplýsingar ráðamanna í málinu sem hann segir að hafi ekki pólitískan vilja til að hjálpa. Í dag hafa hundruð boðað komu sína á mótmæli við Alþingishúsið. 5. febrúar 2024 13:24
Hafnar kröfum um vopnahlé og spáir fullnaðarsigri Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael hafnaði í dag vopnahléstillögu Hamas. Þá sagði hann fullnaðarsigur á Gasa væntanlegan á næstu mánuðum. 7. febrúar 2024 23:08
Ætla að sækja fleiri fjölskyldur frá Gasa Þrjár íslenskar konur sem sóttu í gær fjölskyldu, með dvalarleyfi á Íslandi, og fluttu frá Gasasvæðinu og yfir til Egyptalands ætla að halda áfram að bjarga börnum af svæðinu á meðan íslensk stjórnvöld funda um ástandið. Solaris samtökin hafa efnt til söfnunar til að koma fólki frá svæðinu. 7. febrúar 2024 13:42