Vara við að sumarfrí valdi tekjumissi frá veðmálum Sindri Sverrisson skrifar 12. febrúar 2024 11:01 Gera hefur þurft hlé á Íslandsmótinu í fótbolta vegna þátttöku Íslands á stórmótum en skiptar skoðanir eru á því hvort að festa eigi sumarfrí í sessi. vísir/Hulda Margrét Tillaga Leikmannasamtaka Íslands um að knattspyrnufólk á Íslandi fái sumarfrí ár hvert virðist falla í nokkuð grýttan jarðveg hjá nefndum Knattspyrnusambands Íslands. Það er meðal annars talið valda tekjumissi vegna veðmálaréttinda. Það styttist óðum í ársþing KSÍ sem haldið verður í Úlfarsárdal þann 24. febrúar. Á þinginu verður meðal annars kosið um nýjan formann, þar sem í kjöri eru Guðni Bergsson, Vignir Már Þormóðsson og Þorvaldur Örlygsson. Einnig verður kosið um nokkrar tillögur og þar á meðal er sú tillaga LSÍ að gert verði sumarhlé á keppnistímabilinu hjá meistaraflokkum á Íslandi. Lagt er til að hléið vari í að minnsta kosti fjórar vikur, þannig að leikmenn og þjálfarar fái að minnsta kosti 14 daga frí auk undirbúningstíma fyrir seinni hluta keppnistímabilsins. Bent er á að gera hafi þurft sumarhlé á Íslandi vegna þátttöku þjóðarinnar á stórmótum landsliða, og að þetta fyrirkomulag sé meðal annars notað í Svíþjóð. Athugasemdir vegna tillögunnar hafa borist bæði frá mótanefnd KSÍ og frá knattspyrnu- og þróunarnefnd KSÍ. Síðarnefnda nefndin er stuttorð og segir að tillagan feli í sér að niður falli fjórar vikur af fótbolta á stuttu íslensku sumri, og að huga þurfi að áhrifunum á þau lið sem ekki séu með góða vetraraðstöðu. Getraunir skilja tekjum fyrir félögin Í umsögn mótanefndar segir að það sé mat nefndarinnar að fjögurra vikna hlé sé ekki gott fyrir mótin á Íslandi. Það myndi valda því að byrja þyrfti fyrr og enda seinna en nú er, en að mörg félög hafi ekki yfir að ráða gervigrasi og þyrftu því að spila hluta móts á öðrum völlum en sínum heimavelli. Það skjóti skökku við að spila ekki þegar vellir á Íslandi séu í sínu besta standi. Þá bendir nefndin á að það skapi tekjur fyrir íslensk félög að veðjað sé á leiki þeirra, í gegnum sölu á veðmálaréttindum, og að þegar spilað sé á Íslandi yfir hásumarið sé lítið annað framboð fyrir getraunaheiminn af leikjum í öðrum löndum. Auk þess veltir mótanefnd upp þeirri spurningu hvaða áhrif sumarfrí hefði á áhorfendafjölda. KSÍ Íslenski boltinn Besta deild karla Besta deild kvenna Tengdar fréttir Vilja breyta reglum eftir mál Arnars Stjórn Íslensks Toppfótbolta hefur lagt fram tillögu til ályktunar á ársþingi KSÍ síðar í mánuðinum. Tillagan kemur til eftir kærumál vegna leikbanns Arnars Gunnlaugssonar á síðustu leiktíð. 11. febrúar 2024 08:00 Afar ólíkar tillögur KSÍ og ÍTF um kjörgengi Ljóst er að stjórn KSÍ (Knattspyrnusambands Íslands) er á öndverðum meiði við stjórn ÍTF (Íslensks toppfótbolta) hvað varðar kjörgengi stjórnarmanna KSÍ. Tvær ólíkar tillögur liggja fyrir ársþingi KSÍ sem fram fer eftir rúmar tvær vikur. 9. febrúar 2024 14:19 Vignir verður með í formannsslagnum Nú er orðið ljóst að hið minnsta þrír bjóða sig fram til formanns Knattspyrnusambands Íslands á ársþinginu sem fram fer eftir rúmar tvær vikur. 9. febrúar 2024 10:02 „Ætla ekki að vera inni á skrifstofu KSÍ milli níu og fimm alla daga“ Vignir Már Þormóðsson, sem hefur yfir að skipa mikilli reynslu af störfum innan knattspyrnuhreyfingarinnar, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns KSÍ á komandi ársþingi sambandsins. 9. febrúar 2024 12:16 Mest lesið Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Íslenski boltinn „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Enski boltinn Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Fleiri fréttir Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Júlíus: Ógeðslega sætt Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Valgeir Lunddal með stoðsendinguna í mikilvægu marki Messi í argentínska landsliðshópnum Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Sjá meira
Það styttist óðum í ársþing KSÍ sem haldið verður í Úlfarsárdal þann 24. febrúar. Á þinginu verður meðal annars kosið um nýjan formann, þar sem í kjöri eru Guðni Bergsson, Vignir Már Þormóðsson og Þorvaldur Örlygsson. Einnig verður kosið um nokkrar tillögur og þar á meðal er sú tillaga LSÍ að gert verði sumarhlé á keppnistímabilinu hjá meistaraflokkum á Íslandi. Lagt er til að hléið vari í að minnsta kosti fjórar vikur, þannig að leikmenn og þjálfarar fái að minnsta kosti 14 daga frí auk undirbúningstíma fyrir seinni hluta keppnistímabilsins. Bent er á að gera hafi þurft sumarhlé á Íslandi vegna þátttöku þjóðarinnar á stórmótum landsliða, og að þetta fyrirkomulag sé meðal annars notað í Svíþjóð. Athugasemdir vegna tillögunnar hafa borist bæði frá mótanefnd KSÍ og frá knattspyrnu- og þróunarnefnd KSÍ. Síðarnefnda nefndin er stuttorð og segir að tillagan feli í sér að niður falli fjórar vikur af fótbolta á stuttu íslensku sumri, og að huga þurfi að áhrifunum á þau lið sem ekki séu með góða vetraraðstöðu. Getraunir skilja tekjum fyrir félögin Í umsögn mótanefndar segir að það sé mat nefndarinnar að fjögurra vikna hlé sé ekki gott fyrir mótin á Íslandi. Það myndi valda því að byrja þyrfti fyrr og enda seinna en nú er, en að mörg félög hafi ekki yfir að ráða gervigrasi og þyrftu því að spila hluta móts á öðrum völlum en sínum heimavelli. Það skjóti skökku við að spila ekki þegar vellir á Íslandi séu í sínu besta standi. Þá bendir nefndin á að það skapi tekjur fyrir íslensk félög að veðjað sé á leiki þeirra, í gegnum sölu á veðmálaréttindum, og að þegar spilað sé á Íslandi yfir hásumarið sé lítið annað framboð fyrir getraunaheiminn af leikjum í öðrum löndum. Auk þess veltir mótanefnd upp þeirri spurningu hvaða áhrif sumarfrí hefði á áhorfendafjölda.
KSÍ Íslenski boltinn Besta deild karla Besta deild kvenna Tengdar fréttir Vilja breyta reglum eftir mál Arnars Stjórn Íslensks Toppfótbolta hefur lagt fram tillögu til ályktunar á ársþingi KSÍ síðar í mánuðinum. Tillagan kemur til eftir kærumál vegna leikbanns Arnars Gunnlaugssonar á síðustu leiktíð. 11. febrúar 2024 08:00 Afar ólíkar tillögur KSÍ og ÍTF um kjörgengi Ljóst er að stjórn KSÍ (Knattspyrnusambands Íslands) er á öndverðum meiði við stjórn ÍTF (Íslensks toppfótbolta) hvað varðar kjörgengi stjórnarmanna KSÍ. Tvær ólíkar tillögur liggja fyrir ársþingi KSÍ sem fram fer eftir rúmar tvær vikur. 9. febrúar 2024 14:19 Vignir verður með í formannsslagnum Nú er orðið ljóst að hið minnsta þrír bjóða sig fram til formanns Knattspyrnusambands Íslands á ársþinginu sem fram fer eftir rúmar tvær vikur. 9. febrúar 2024 10:02 „Ætla ekki að vera inni á skrifstofu KSÍ milli níu og fimm alla daga“ Vignir Már Þormóðsson, sem hefur yfir að skipa mikilli reynslu af störfum innan knattspyrnuhreyfingarinnar, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns KSÍ á komandi ársþingi sambandsins. 9. febrúar 2024 12:16 Mest lesið Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Íslenski boltinn „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Enski boltinn Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Fleiri fréttir Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Júlíus: Ógeðslega sætt Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Valgeir Lunddal með stoðsendinguna í mikilvægu marki Messi í argentínska landsliðshópnum Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Sjá meira
Vilja breyta reglum eftir mál Arnars Stjórn Íslensks Toppfótbolta hefur lagt fram tillögu til ályktunar á ársþingi KSÍ síðar í mánuðinum. Tillagan kemur til eftir kærumál vegna leikbanns Arnars Gunnlaugssonar á síðustu leiktíð. 11. febrúar 2024 08:00
Afar ólíkar tillögur KSÍ og ÍTF um kjörgengi Ljóst er að stjórn KSÍ (Knattspyrnusambands Íslands) er á öndverðum meiði við stjórn ÍTF (Íslensks toppfótbolta) hvað varðar kjörgengi stjórnarmanna KSÍ. Tvær ólíkar tillögur liggja fyrir ársþingi KSÍ sem fram fer eftir rúmar tvær vikur. 9. febrúar 2024 14:19
Vignir verður með í formannsslagnum Nú er orðið ljóst að hið minnsta þrír bjóða sig fram til formanns Knattspyrnusambands Íslands á ársþinginu sem fram fer eftir rúmar tvær vikur. 9. febrúar 2024 10:02
„Ætla ekki að vera inni á skrifstofu KSÍ milli níu og fimm alla daga“ Vignir Már Þormóðsson, sem hefur yfir að skipa mikilli reynslu af störfum innan knattspyrnuhreyfingarinnar, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns KSÍ á komandi ársþingi sambandsins. 9. febrúar 2024 12:16