Hjalti Einarsson, stofnandi VHE, er látinn Kristján Már Unnarsson skrifar 12. febrúar 2024 13:50 Hjalti Einarsson vélvirki í skemmunni á jörðinni Bæ á Bæjarnesi við norðanverðan Breiðafjörð. Baldur Hrafnkell Jónsson Hjalti Einarsson vélvirki er látinn, 85 ára að aldri. Hjalti er kunnastur fyrir að hafa byggt upp VHE, eitt stærsta iðnfyrirtæki landsins. Þá varð hann fyrir þeirri lífsreynslu níu ára gamall á bænum Reyðará á Siglunesi að vera lykilvitni í rannsókn mannskæðasta flugslyss á Íslandi en hann er talinn vera sá síðasti sem sá á lofti flugvélina sem fórst í Héðinsfirði með 25 manns árið 1947. Hjalti fæddist á Siglufirði þann 11. apríl árið 1938 en ólst upp á Reyðará. Hann lærði vélvirkjun og vélstjórn á Siglufirði og á Akureyri en flutti árið 1963 í Hafnarfjörð. Árið 1971 stofnaði hann ásamt eiginkonu sinni, Kristjönu G. Jóhannesdóttur, Vélaverkstæði Hjalta Einarssonar í bílskúr við heimili þeirra í Hafnarfirði. Þau fluttu síðar á Melabraut í Hafnarfirði þar sem þau héldu áfram að byggja upp fyrirtækið, með vélaverkstæðið á neðri hæðinni en íbúð fjölskyldunnar á efri hæðinni. Fyrirtækið hlaut síðar nafnið VHE og óx upp í það að verða það stærsta á sínu sviði hérlendis. Þegar Hjalti og Kristjana drógu sig úr daglegum rekstri tóku börnin þeirra þrjú við fyrirtækinu, Unnar Steinn, Hanna Rúna og Einar Þór, undir forystu elsta barnsins, Unnars, sem varð aðaleigandi. Um tíma störfuðu hjá því um 550 manns, auk 150 til 200 undirverktaka, og var VHE stundum nefnt stærsta ósýnilega fyrirtæki Íslands. „Það var stefna hjá mér að láta ekkert á þessu bera. Þá er maður ekkert að segja of mikið,“ sagði Hjalti í þættinum „Um land allt“, sem Stöð 2 gerði árið 2014 um uppbyggingu fjölskyldufyrirtækisins. Þáttinn má sjá hér: Þau Hjalti og Kristjana áttu það sammerkt að koma frá afskekktum sveitabæjum sem hlutu þau örlög að verða eyðijarðir. Kristjana er fædd og uppalin á Bæ á Bæjarnesi við norðanverðan Breiðafjörð en Hjalti kom frá Reyðará á Siglunesi. Þau hjónin fjölluðu um það hlutskipti að sjá æskuslóðirnar verða að eyðibyggð í öðrum þætti „Um land allt“, sem sjá má hér: Hjalti lýsti því í frétt Stöðvar 2 þegar hann sá flugvélina þennan örlagaríka dag, 29. maí árið 1947, fljúga mjög lágt yfir Siglunes og hverfa inn í þoku skömmu áður en hún rakst á Hestfjall í Héðinsfirði, aðeins tvo kílómetra frá Reyðará þar sem Hjalti bjó. Hjalti lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi þann 3. febrúar síðastliðinn. Hann lætur eftir sig eiginkonu, þrjú börn, ellefu barnabörn og fjögur barnabarnabörn. Andlát Um land allt Hafnarfjörður Fjallabyggð Reykhólahreppur Áliðnaður Tengdar fréttir Eyðijörð á Vestfjörðum orðin að frístundabýli Afskekkt eyðibýli, sem áður dröbbuðust niður sökum þess að enginn vildi búa þar, hafa hvert af öðru lifnað á ný. 24. nóvember 2014 20:30 Vill heyja eyðijarðir fyrir úlfalda í Dubai Íslendingar ættu að heyja eyðijarðir fyrir úlfalda í Dubai og fá þannig fjórfalt hærra verð fyrir heyið. 2. desember 2014 18:15 Flaug mjög lágt hjá Reyðará rétt áður en hún fórst í Héðinsfirði Hann var níu ára gamall þegar hann var sá síðasti til að sjá flugvélina sem fórst í Héðinsfirði fljúga mjög lágt yfir og hverfa inn í þoku. 25. nóvember 2014 20:45 Mest lesið Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Hjalti fæddist á Siglufirði þann 11. apríl árið 1938 en ólst upp á Reyðará. Hann lærði vélvirkjun og vélstjórn á Siglufirði og á Akureyri en flutti árið 1963 í Hafnarfjörð. Árið 1971 stofnaði hann ásamt eiginkonu sinni, Kristjönu G. Jóhannesdóttur, Vélaverkstæði Hjalta Einarssonar í bílskúr við heimili þeirra í Hafnarfirði. Þau fluttu síðar á Melabraut í Hafnarfirði þar sem þau héldu áfram að byggja upp fyrirtækið, með vélaverkstæðið á neðri hæðinni en íbúð fjölskyldunnar á efri hæðinni. Fyrirtækið hlaut síðar nafnið VHE og óx upp í það að verða það stærsta á sínu sviði hérlendis. Þegar Hjalti og Kristjana drógu sig úr daglegum rekstri tóku börnin þeirra þrjú við fyrirtækinu, Unnar Steinn, Hanna Rúna og Einar Þór, undir forystu elsta barnsins, Unnars, sem varð aðaleigandi. Um tíma störfuðu hjá því um 550 manns, auk 150 til 200 undirverktaka, og var VHE stundum nefnt stærsta ósýnilega fyrirtæki Íslands. „Það var stefna hjá mér að láta ekkert á þessu bera. Þá er maður ekkert að segja of mikið,“ sagði Hjalti í þættinum „Um land allt“, sem Stöð 2 gerði árið 2014 um uppbyggingu fjölskyldufyrirtækisins. Þáttinn má sjá hér: Þau Hjalti og Kristjana áttu það sammerkt að koma frá afskekktum sveitabæjum sem hlutu þau örlög að verða eyðijarðir. Kristjana er fædd og uppalin á Bæ á Bæjarnesi við norðanverðan Breiðafjörð en Hjalti kom frá Reyðará á Siglunesi. Þau hjónin fjölluðu um það hlutskipti að sjá æskuslóðirnar verða að eyðibyggð í öðrum þætti „Um land allt“, sem sjá má hér: Hjalti lýsti því í frétt Stöðvar 2 þegar hann sá flugvélina þennan örlagaríka dag, 29. maí árið 1947, fljúga mjög lágt yfir Siglunes og hverfa inn í þoku skömmu áður en hún rakst á Hestfjall í Héðinsfirði, aðeins tvo kílómetra frá Reyðará þar sem Hjalti bjó. Hjalti lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi þann 3. febrúar síðastliðinn. Hann lætur eftir sig eiginkonu, þrjú börn, ellefu barnabörn og fjögur barnabarnabörn.
Andlát Um land allt Hafnarfjörður Fjallabyggð Reykhólahreppur Áliðnaður Tengdar fréttir Eyðijörð á Vestfjörðum orðin að frístundabýli Afskekkt eyðibýli, sem áður dröbbuðust niður sökum þess að enginn vildi búa þar, hafa hvert af öðru lifnað á ný. 24. nóvember 2014 20:30 Vill heyja eyðijarðir fyrir úlfalda í Dubai Íslendingar ættu að heyja eyðijarðir fyrir úlfalda í Dubai og fá þannig fjórfalt hærra verð fyrir heyið. 2. desember 2014 18:15 Flaug mjög lágt hjá Reyðará rétt áður en hún fórst í Héðinsfirði Hann var níu ára gamall þegar hann var sá síðasti til að sjá flugvélina sem fórst í Héðinsfirði fljúga mjög lágt yfir og hverfa inn í þoku. 25. nóvember 2014 20:45 Mest lesið Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Eyðijörð á Vestfjörðum orðin að frístundabýli Afskekkt eyðibýli, sem áður dröbbuðust niður sökum þess að enginn vildi búa þar, hafa hvert af öðru lifnað á ný. 24. nóvember 2014 20:30
Vill heyja eyðijarðir fyrir úlfalda í Dubai Íslendingar ættu að heyja eyðijarðir fyrir úlfalda í Dubai og fá þannig fjórfalt hærra verð fyrir heyið. 2. desember 2014 18:15
Flaug mjög lágt hjá Reyðará rétt áður en hún fórst í Héðinsfirði Hann var níu ára gamall þegar hann var sá síðasti til að sjá flugvélina sem fórst í Héðinsfirði fljúga mjög lágt yfir og hverfa inn í þoku. 25. nóvember 2014 20:45