Hjalti Einarsson, stofnandi VHE, er látinn Kristján Már Unnarsson skrifar 12. febrúar 2024 13:50 Hjalti Einarsson vélvirki í skemmunni á jörðinni Bæ á Bæjarnesi við norðanverðan Breiðafjörð. Baldur Hrafnkell Jónsson Hjalti Einarsson vélvirki er látinn, 85 ára að aldri. Hjalti er kunnastur fyrir að hafa byggt upp VHE, eitt stærsta iðnfyrirtæki landsins. Þá varð hann fyrir þeirri lífsreynslu níu ára gamall á bænum Reyðará á Siglunesi að vera lykilvitni í rannsókn mannskæðasta flugslyss á Íslandi en hann er talinn vera sá síðasti sem sá á lofti flugvélina sem fórst í Héðinsfirði með 25 manns árið 1947. Hjalti fæddist á Siglufirði þann 11. apríl árið 1938 en ólst upp á Reyðará. Hann lærði vélvirkjun og vélstjórn á Siglufirði og á Akureyri en flutti árið 1963 í Hafnarfjörð. Árið 1971 stofnaði hann ásamt eiginkonu sinni, Kristjönu G. Jóhannesdóttur, Vélaverkstæði Hjalta Einarssonar í bílskúr við heimili þeirra í Hafnarfirði. Þau fluttu síðar á Melabraut í Hafnarfirði þar sem þau héldu áfram að byggja upp fyrirtækið, með vélaverkstæðið á neðri hæðinni en íbúð fjölskyldunnar á efri hæðinni. Fyrirtækið hlaut síðar nafnið VHE og óx upp í það að verða það stærsta á sínu sviði hérlendis. Þegar Hjalti og Kristjana drógu sig úr daglegum rekstri tóku börnin þeirra þrjú við fyrirtækinu, Unnar Steinn, Hanna Rúna og Einar Þór, undir forystu elsta barnsins, Unnars, sem varð aðaleigandi. Um tíma störfuðu hjá því um 550 manns, auk 150 til 200 undirverktaka, og var VHE stundum nefnt stærsta ósýnilega fyrirtæki Íslands. „Það var stefna hjá mér að láta ekkert á þessu bera. Þá er maður ekkert að segja of mikið,“ sagði Hjalti í þættinum „Um land allt“, sem Stöð 2 gerði árið 2014 um uppbyggingu fjölskyldufyrirtækisins. Þáttinn má sjá hér: Þau Hjalti og Kristjana áttu það sammerkt að koma frá afskekktum sveitabæjum sem hlutu þau örlög að verða eyðijarðir. Kristjana er fædd og uppalin á Bæ á Bæjarnesi við norðanverðan Breiðafjörð en Hjalti kom frá Reyðará á Siglunesi. Þau hjónin fjölluðu um það hlutskipti að sjá æskuslóðirnar verða að eyðibyggð í öðrum þætti „Um land allt“, sem sjá má hér: Hjalti lýsti því í frétt Stöðvar 2 þegar hann sá flugvélina þennan örlagaríka dag, 29. maí árið 1947, fljúga mjög lágt yfir Siglunes og hverfa inn í þoku skömmu áður en hún rakst á Hestfjall í Héðinsfirði, aðeins tvo kílómetra frá Reyðará þar sem Hjalti bjó. Hjalti lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi þann 3. febrúar síðastliðinn. Hann lætur eftir sig eiginkonu, þrjú börn, ellefu barnabörn og fjögur barnabarnabörn. Andlát Um land allt Hafnarfjörður Fjallabyggð Reykhólahreppur Áliðnaður Tengdar fréttir Eyðijörð á Vestfjörðum orðin að frístundabýli Afskekkt eyðibýli, sem áður dröbbuðust niður sökum þess að enginn vildi búa þar, hafa hvert af öðru lifnað á ný. 24. nóvember 2014 20:30 Vill heyja eyðijarðir fyrir úlfalda í Dubai Íslendingar ættu að heyja eyðijarðir fyrir úlfalda í Dubai og fá þannig fjórfalt hærra verð fyrir heyið. 2. desember 2014 18:15 Flaug mjög lágt hjá Reyðará rétt áður en hún fórst í Héðinsfirði Hann var níu ára gamall þegar hann var sá síðasti til að sjá flugvélina sem fórst í Héðinsfirði fljúga mjög lágt yfir og hverfa inn í þoku. 25. nóvember 2014 20:45 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Sjá meira
Hjalti fæddist á Siglufirði þann 11. apríl árið 1938 en ólst upp á Reyðará. Hann lærði vélvirkjun og vélstjórn á Siglufirði og á Akureyri en flutti árið 1963 í Hafnarfjörð. Árið 1971 stofnaði hann ásamt eiginkonu sinni, Kristjönu G. Jóhannesdóttur, Vélaverkstæði Hjalta Einarssonar í bílskúr við heimili þeirra í Hafnarfirði. Þau fluttu síðar á Melabraut í Hafnarfirði þar sem þau héldu áfram að byggja upp fyrirtækið, með vélaverkstæðið á neðri hæðinni en íbúð fjölskyldunnar á efri hæðinni. Fyrirtækið hlaut síðar nafnið VHE og óx upp í það að verða það stærsta á sínu sviði hérlendis. Þegar Hjalti og Kristjana drógu sig úr daglegum rekstri tóku börnin þeirra þrjú við fyrirtækinu, Unnar Steinn, Hanna Rúna og Einar Þór, undir forystu elsta barnsins, Unnars, sem varð aðaleigandi. Um tíma störfuðu hjá því um 550 manns, auk 150 til 200 undirverktaka, og var VHE stundum nefnt stærsta ósýnilega fyrirtæki Íslands. „Það var stefna hjá mér að láta ekkert á þessu bera. Þá er maður ekkert að segja of mikið,“ sagði Hjalti í þættinum „Um land allt“, sem Stöð 2 gerði árið 2014 um uppbyggingu fjölskyldufyrirtækisins. Þáttinn má sjá hér: Þau Hjalti og Kristjana áttu það sammerkt að koma frá afskekktum sveitabæjum sem hlutu þau örlög að verða eyðijarðir. Kristjana er fædd og uppalin á Bæ á Bæjarnesi við norðanverðan Breiðafjörð en Hjalti kom frá Reyðará á Siglunesi. Þau hjónin fjölluðu um það hlutskipti að sjá æskuslóðirnar verða að eyðibyggð í öðrum þætti „Um land allt“, sem sjá má hér: Hjalti lýsti því í frétt Stöðvar 2 þegar hann sá flugvélina þennan örlagaríka dag, 29. maí árið 1947, fljúga mjög lágt yfir Siglunes og hverfa inn í þoku skömmu áður en hún rakst á Hestfjall í Héðinsfirði, aðeins tvo kílómetra frá Reyðará þar sem Hjalti bjó. Hjalti lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi þann 3. febrúar síðastliðinn. Hann lætur eftir sig eiginkonu, þrjú börn, ellefu barnabörn og fjögur barnabarnabörn.
Andlát Um land allt Hafnarfjörður Fjallabyggð Reykhólahreppur Áliðnaður Tengdar fréttir Eyðijörð á Vestfjörðum orðin að frístundabýli Afskekkt eyðibýli, sem áður dröbbuðust niður sökum þess að enginn vildi búa þar, hafa hvert af öðru lifnað á ný. 24. nóvember 2014 20:30 Vill heyja eyðijarðir fyrir úlfalda í Dubai Íslendingar ættu að heyja eyðijarðir fyrir úlfalda í Dubai og fá þannig fjórfalt hærra verð fyrir heyið. 2. desember 2014 18:15 Flaug mjög lágt hjá Reyðará rétt áður en hún fórst í Héðinsfirði Hann var níu ára gamall þegar hann var sá síðasti til að sjá flugvélina sem fórst í Héðinsfirði fljúga mjög lágt yfir og hverfa inn í þoku. 25. nóvember 2014 20:45 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Sjá meira
Eyðijörð á Vestfjörðum orðin að frístundabýli Afskekkt eyðibýli, sem áður dröbbuðust niður sökum þess að enginn vildi búa þar, hafa hvert af öðru lifnað á ný. 24. nóvember 2014 20:30
Vill heyja eyðijarðir fyrir úlfalda í Dubai Íslendingar ættu að heyja eyðijarðir fyrir úlfalda í Dubai og fá þannig fjórfalt hærra verð fyrir heyið. 2. desember 2014 18:15
Flaug mjög lágt hjá Reyðará rétt áður en hún fórst í Héðinsfirði Hann var níu ára gamall þegar hann var sá síðasti til að sjá flugvélina sem fórst í Héðinsfirði fljúga mjög lágt yfir og hverfa inn í þoku. 25. nóvember 2014 20:45