Hanna skartgripi í Dúbaí: Flughjón vilja verða veldi Stefán Árni Pálsson skrifar 12. febrúar 2024 20:01 Fjölskyldunni líður vel í Dúbaí. „Markmiðið er að afla tekna á meðan við sofum,“ segir Þóra Eiríksdóttir sem býr ásamt eiginmanni sínum, Hannesi Inga Guðmundssyni, og þremur börnum þeirra í arabíska furstadæminu Dúbaí. Þau fluttu þangað í desember 2011 eftir að Hannes fékk vinnu sem flugmaður hjá hinu virta flugfélagi Emirates. Heimsfaraldurinn hristi upp í þeim hjónum, en þá var fjölmörgum sagt upp hjá Emirates - eins og öðrum flugfélögum í heiminum. Hannes hélt vinnunni en launin voru skert um helming. Þá skapaðist skyndilegt svigrúm í lífi þeirra sem þau nýttu líklega betur en flestir. Þau stofnuðu heilsufyrirtæki, fóru að hanna skartgripi, hann fór að læra forritun, hún að skrifa barnabók og ótal margt fleira. „Ég er orðinn fertugur núna, en ég ætla aldrei að hætta að læra,“ segir Hannes. „Þú getur tekið bara eitthvað námskeið í eitt ár og opnað nýtt fyrirtæki og prófað það.“ Eftir Covid vildu þau ekki binda sig Í fyrsta þætti af fimmtu seríu af Hvar er best að búa? heimsækir Lóa Pind Aldísardóttir Þóru, Hannes og börnin þeirra þrjú til Dúbaí. Lífið og Covid kenndi þeim að engin ástæða væri til að binda sig við einn starfsferil í lífinu og þau eru því með fjölmörg járn í eldinum í dag. Enda ætla þau ekki að búa í Dúbaíað eilífu, planið er að flytja sig um set innan tíðar og þau vilja geta notið lífsins - án þess að Hannes þurfi að vera langdvölum frá heimilinu. „Okkur langar líka til að vera með svona fasteignaportfólíó og fjárfesta í eignum og að það verði svona eitt eggið í körfunni. Okkur langar ekki að gera bara eitthvað eitt. Okkur langar bara að vera með eitthvað veldi,“ segir Þóra sposk á svip. Þátturinn var á dagskrá Stöðvar 2 í gærkvöldi og má sjá brot úr honum hér að neðan. Klippa: Hanna skartgripi í Dubaí Í þáttaröðinni heimsækir Lóa fólk og fjölskyldur sem framfleytir sér á flugi, hönnun, örorkulaunum, fyrirlestrum um Spotify, almannatengslum og leikskólakennslu, verksmiðjuvinnu, skólavinnu og háskólakennslu, ferðaþjónustu á exótískum stöðumi, leiklist, heimspeki, þróunaraðstoð og býr í stórborgum, litlum borgum, sveit, húsbíl og strandbæ á Srí Lanka, Korfú og í Dúbaí, Finnlandi, Síerra Leóne, Frakklandi og Tókýó. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður 1. þáttar Ívar Kristján Ívarsson, klippingu annaðist Sigurður Kristinn Ómarsson hjá Obbosí. Framleitt af Lóu Production fyrir Stöð 2. Hvar er best að búa? Íslendingar erlendis Sameinuðu arabísku furstadæmin Mest lesið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið Fleiri fréttir Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin Sjá meira
Þau fluttu þangað í desember 2011 eftir að Hannes fékk vinnu sem flugmaður hjá hinu virta flugfélagi Emirates. Heimsfaraldurinn hristi upp í þeim hjónum, en þá var fjölmörgum sagt upp hjá Emirates - eins og öðrum flugfélögum í heiminum. Hannes hélt vinnunni en launin voru skert um helming. Þá skapaðist skyndilegt svigrúm í lífi þeirra sem þau nýttu líklega betur en flestir. Þau stofnuðu heilsufyrirtæki, fóru að hanna skartgripi, hann fór að læra forritun, hún að skrifa barnabók og ótal margt fleira. „Ég er orðinn fertugur núna, en ég ætla aldrei að hætta að læra,“ segir Hannes. „Þú getur tekið bara eitthvað námskeið í eitt ár og opnað nýtt fyrirtæki og prófað það.“ Eftir Covid vildu þau ekki binda sig Í fyrsta þætti af fimmtu seríu af Hvar er best að búa? heimsækir Lóa Pind Aldísardóttir Þóru, Hannes og börnin þeirra þrjú til Dúbaí. Lífið og Covid kenndi þeim að engin ástæða væri til að binda sig við einn starfsferil í lífinu og þau eru því með fjölmörg járn í eldinum í dag. Enda ætla þau ekki að búa í Dúbaíað eilífu, planið er að flytja sig um set innan tíðar og þau vilja geta notið lífsins - án þess að Hannes þurfi að vera langdvölum frá heimilinu. „Okkur langar líka til að vera með svona fasteignaportfólíó og fjárfesta í eignum og að það verði svona eitt eggið í körfunni. Okkur langar ekki að gera bara eitthvað eitt. Okkur langar bara að vera með eitthvað veldi,“ segir Þóra sposk á svip. Þátturinn var á dagskrá Stöðvar 2 í gærkvöldi og má sjá brot úr honum hér að neðan. Klippa: Hanna skartgripi í Dubaí Í þáttaröðinni heimsækir Lóa fólk og fjölskyldur sem framfleytir sér á flugi, hönnun, örorkulaunum, fyrirlestrum um Spotify, almannatengslum og leikskólakennslu, verksmiðjuvinnu, skólavinnu og háskólakennslu, ferðaþjónustu á exótískum stöðumi, leiklist, heimspeki, þróunaraðstoð og býr í stórborgum, litlum borgum, sveit, húsbíl og strandbæ á Srí Lanka, Korfú og í Dúbaí, Finnlandi, Síerra Leóne, Frakklandi og Tókýó. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður 1. þáttar Ívar Kristján Ívarsson, klippingu annaðist Sigurður Kristinn Ómarsson hjá Obbosí. Framleitt af Lóu Production fyrir Stöð 2.
Hvar er best að búa? Íslendingar erlendis Sameinuðu arabísku furstadæmin Mest lesið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið Fleiri fréttir Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin Sjá meira