Land rís að nýju við Svartsengi og aðeins nokkrar viku gætu verið í næsta gos. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur mætir í myndver og fer líklegar sviðsmyndir.
Það skýrist á næstu vikum hvort stærstu hluthafar Play hafi áhuga á leggja félaginu til aukið hlutafé. Félagið hefur tapað meiru fé á fyrstu þremur árum sínum en WOW tapaði á sex árum. Við ræðum við forstjóra Play sem er þó bjartsýnn.
Þá heyrum við í fulltrúum breiðfylkingarinnar sem funduðu í dag um næstu skref í kjölfar viðræðuslita við Samtök atvinnulífsins, Kristján Már mætir í myndver og fer yfir svarta stöðu í loðnuleit auk þess sem við sjáum myndir af girnilegum bollum sem landsmenn hámuðu í sig í tilefni bolludagsins.
Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.