Ríkið vill fá stóran hluta Vestmannaeyja Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 12. febrúar 2024 18:29 Elliðaey er ein þeirra eyja sem nefnd er í kröfu ríkisins. Vísir/Vilhelm Ríkið hefur gert kröfu um að Vestmannaeyjabær afhendi ríkinu stóran hluta Heimaeyjar, auk allra úteyja og skerja sem mynda Vestmannaeyjar. Bæjarstjórn Vestmannaeyjabæjar furðar sig á málinu og krefst þess að krafan verði dregin til baka. Þetta er meðal þess sem fram kemur í opnu bréfi bæjarstjórnar Vestmannaeyjabæjar til Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, fjármálaráðherra, sem birt var á Vísi í kvöld. Þar vísar bæjarstjórnin til kröfu Óbyggðanefndar sem dagsett er 2. febrúar. Í kröfunni, sem birt er á vef Óbyggðarnefndar, er farið yfir sögu landnáms á Vestmannaeyjum. Er fullyrt í kröfunni að ýmsar eyjar við Vestmannaeyjar, auk hluta Heimaeyjar sjálfrar, líkt og hlíðar Herjólfsdals, teljist utan eignarlanda og séu því þjóðlenda. Nefndin hingað til látið Eyjamenn afskiptalausa Í bréfi sínu á Vísi segir bæjarstjórnin að umrædd krafa hafi enn ekki verið send bæjarstjórnin. Heldur hafi góðviljaður lögmaður bent bæjarstjórn á kröfuna á heimasíðu Óbyggðastofnunar. „Þessa nefnd hafa Eyjamenn hingað til látið afskiptalausa, og hún okkur, enda fremur langsótt að telja 13 ferkílómetra eyju með 4,600 íbúum til óbyggða; jafnvel þótt úteyjarnar séu taldar með enda eru þær flestar byggðar reisulegum veiðihúsum.“ Dalbotninn megi Eyjamenn eiga áfram Í bréfi sínu til Þórdísar fer bæjarstjórnin yfir það land sem ríkið telur sig eiga rétt á. Þar séu undir allar úteyjar og sker auk fjalla á Heimaey og allar hlíðar Herjólfsdals. „Dalbotninn sjálfan mega Eyjamenn þó náðarsamlegast eiga áfram. Einnig vill ríkið eigna sér sem þjóðlendu allt Eldfell og allt nýja hraunið sem myndaðist í gosinu 1973. Virðist þá gilda einu að þar sé búið að leggja vegi, skipuleggja og úthluta lóðum til atvinnurekstrar og miklar framkvæmdir þegar hafnar, m.a. við landeldi á laxi.“ Bæjarstjórnin bendir á að krafan sé þeim mun undarlegri í ljósi þess að ríkið hafi afsalað öllu þessu landi til bæjarins á grundvelli sérstakrar lagasetningar fyrir 63 árum síðan. „Við ætlum hins vegar ekki í þessu bréfi að efna til lagaþrætu um málið. Það gerist stundum að þrengsta túlkun á tilteknum lagagreinum fer út fyrir landamæri almennrar og heilbrigðrar skynsemi. Frægt dæmi er þegar til stóð fyrir nokkrum áratugum að skattleggja þá aura sem blaðburðarbörn unnu sér inn. Þáverandi forsætisráðherra beitti heilbrigðri skynsemi og sagði sem frægt varð: „Svona gera menn ekki“ – og málið var dautt.“ Aldrei kallað á inngrip ríkisins Bæjarstjórn segist nú fara fram á við ráðherra að beitt sé sambærilegri skynsemi í þessu máli. Krefst bæjarstjórnin þess að umrædd krafa sem gerð sé í nafni ráðherra, verði dregin til baka. Segir bæjarstjórnin að aldrei hafi komið upp sá ágreiningur, álitamál eða vafamál um eignarhald á landi í Vestmannaeyjum að það kalli á inngrip ríkisins af þessu tagi. Um þessi mál ríki fullkomin og vandræðalaus sátt og samlyndi allra aðila. „Og furðulegt að ríkisvaldið sé nú með ærnum tilkostnaði að efna til ófriðar þar sem enginn ágreiningur er fyrir. Fjármunum og kröftum ríkisins er væntanlega betur varið þessa dagana í annað en tilraunir til að sölsa undir sig land í Vestmannaeyjum. Hver er eiginlega tilgangurinn með þessu?“ Vestmannaeyjar Jarða- og lóðamál Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Fleiri fréttir Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í opnu bréfi bæjarstjórnar Vestmannaeyjabæjar til Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, fjármálaráðherra, sem birt var á Vísi í kvöld. Þar vísar bæjarstjórnin til kröfu Óbyggðanefndar sem dagsett er 2. febrúar. Í kröfunni, sem birt er á vef Óbyggðarnefndar, er farið yfir sögu landnáms á Vestmannaeyjum. Er fullyrt í kröfunni að ýmsar eyjar við Vestmannaeyjar, auk hluta Heimaeyjar sjálfrar, líkt og hlíðar Herjólfsdals, teljist utan eignarlanda og séu því þjóðlenda. Nefndin hingað til látið Eyjamenn afskiptalausa Í bréfi sínu á Vísi segir bæjarstjórnin að umrædd krafa hafi enn ekki verið send bæjarstjórnin. Heldur hafi góðviljaður lögmaður bent bæjarstjórn á kröfuna á heimasíðu Óbyggðastofnunar. „Þessa nefnd hafa Eyjamenn hingað til látið afskiptalausa, og hún okkur, enda fremur langsótt að telja 13 ferkílómetra eyju með 4,600 íbúum til óbyggða; jafnvel þótt úteyjarnar séu taldar með enda eru þær flestar byggðar reisulegum veiðihúsum.“ Dalbotninn megi Eyjamenn eiga áfram Í bréfi sínu til Þórdísar fer bæjarstjórnin yfir það land sem ríkið telur sig eiga rétt á. Þar séu undir allar úteyjar og sker auk fjalla á Heimaey og allar hlíðar Herjólfsdals. „Dalbotninn sjálfan mega Eyjamenn þó náðarsamlegast eiga áfram. Einnig vill ríkið eigna sér sem þjóðlendu allt Eldfell og allt nýja hraunið sem myndaðist í gosinu 1973. Virðist þá gilda einu að þar sé búið að leggja vegi, skipuleggja og úthluta lóðum til atvinnurekstrar og miklar framkvæmdir þegar hafnar, m.a. við landeldi á laxi.“ Bæjarstjórnin bendir á að krafan sé þeim mun undarlegri í ljósi þess að ríkið hafi afsalað öllu þessu landi til bæjarins á grundvelli sérstakrar lagasetningar fyrir 63 árum síðan. „Við ætlum hins vegar ekki í þessu bréfi að efna til lagaþrætu um málið. Það gerist stundum að þrengsta túlkun á tilteknum lagagreinum fer út fyrir landamæri almennrar og heilbrigðrar skynsemi. Frægt dæmi er þegar til stóð fyrir nokkrum áratugum að skattleggja þá aura sem blaðburðarbörn unnu sér inn. Þáverandi forsætisráðherra beitti heilbrigðri skynsemi og sagði sem frægt varð: „Svona gera menn ekki“ – og málið var dautt.“ Aldrei kallað á inngrip ríkisins Bæjarstjórn segist nú fara fram á við ráðherra að beitt sé sambærilegri skynsemi í þessu máli. Krefst bæjarstjórnin þess að umrædd krafa sem gerð sé í nafni ráðherra, verði dregin til baka. Segir bæjarstjórnin að aldrei hafi komið upp sá ágreiningur, álitamál eða vafamál um eignarhald á landi í Vestmannaeyjum að það kalli á inngrip ríkisins af þessu tagi. Um þessi mál ríki fullkomin og vandræðalaus sátt og samlyndi allra aðila. „Og furðulegt að ríkisvaldið sé nú með ærnum tilkostnaði að efna til ófriðar þar sem enginn ágreiningur er fyrir. Fjármunum og kröftum ríkisins er væntanlega betur varið þessa dagana í annað en tilraunir til að sölsa undir sig land í Vestmannaeyjum. Hver er eiginlega tilgangurinn með þessu?“
Vestmannaeyjar Jarða- og lóðamál Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Fleiri fréttir Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda