Albert hefur verið algjör lykilmaður í liði Genoa á tímabilinu þar sem hann hefur skorað níu mörk og gefið tvær stoðsendingar í 22 leikjum.
Um tíma leit út fyrir að Albert gæti verið á leið til Fiorentina í janúarglugganum, en að lokum varð ekkert úr því. Þá var talað um að Fiorentina væri ekki tilbúið að greiða uppsett verð fyrir Albert, sem á þeim tíma var talið vera um 30 milljónir evra. Nú er hins vegar ljóst að hann fer líklega ekki fyrir minna en 35 milljónir evra, sem samsvarar rétt rúmlega 5,2 milljörðum króna.
#Gudmundsson, il #Genoa ha già fissato il prezzo: 'Serve offerta da 35 milioni'. #Juve, #Fiorentina e #Premier, il punto [@TramacEma] https://t.co/zVAeEF3Vni pic.twitter.com/BbU3cvrgk8
— calciomercato.com (@cmdotcom) February 13, 2024
Ef marka má fréttir ítalskra miðla gæti Albert orðið eftirsóttur biti í sumar. Eins og áður segir reyndi Fiorentina að fá hann til félagsins í janúar og þá er einnig talið að lið á borð við AC Milan, Juventus, Napoli, Tottenham, Newcastle og West Ham séu að fylgjast með gangi mála hjá leikmanninum.