Eyþóra er nú að undirbúa sig ásamt hollenska landsliðinu fyrir Ólympíuleikana í París í sumar, eftir að liðið tryggði sér þátttökurétt þar á síðasta ári.
Eyþóra, sem á íslenska foreldra en er uppalin í Hollandi, varð í sjötta sæti í fjölþraut á HM í Antwerpen í Belgíu í fyrra. Hún vann líka til bronsverðlauna með hollenska liðinu á EM í Antalya í Tyrklandi.
Mario Bianchi, sveitarstjórnarmaður í Albrandswaard sem er í nágrenni Rotterdam, veitti Eyþóru blómvönd í vikunni og óskaði henni til hamingju með árangurinn.
De Poortugaalse turnster Eythora Thorsdottir werd vandaag gefeliciteerd door wethouder Mario Bianchi met haar award. Zij is namelijk de Rotterdamse sportvrouw van 2023. Bianchi: ,,Het is een eer om haar als sportvrouw in onze gemeente te hebben." Meer op https://t.co/S2wOZXckJZ pic.twitter.com/IjEmZD7IJ4
— gem. Albrandswaard (@ALBRANDSWAARDzh) February 12, 2024
Bianchi sagði við Albrandswaards Dagblad:
„Frábært afrek. Það er heiður að hafa hana sem íþróttakonu í okkar samfélagi. Við höfum fylgst lengi með Eyþóru og það er stórkostlegt að sjá hana vinna sig inn á Ólympíuleikana eftir þrotlausar æfingar. Við hökkum til að sjá hana á Ólympíuleikunum.“
Eyþóra hefur áður keppt fyrir Holland á tvennum Ólympíuleikum, í Ríó 2016 og Tókýó 2021. Á leikunum í Ríó náði hún níunda sæti í fjölþrautinni og sjöunda sæti í liðakeppninni með Hollandi, en hún rétt missti af að komast í úrslit í fjölþraut í Tókýó og varð í ellefta sæti með hollenska liðinu.