Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og fáum viðbrögð frá ríkislögreglustjóra í beinni.
Forysta stéttarfélaga innan breiðfylkingarinnar segir aðgerðir félaganna verða samræmdar komi til þess að boðað verði til verkfalla. Þau vona að hægt verði að ganga til samninga á ný en segja ljóst að fyrirvari Samtaka atvinnulífsins um sjálfstæði Seðlabankans standist ekki. Heimir Már Pétursson fer yfir viðkvæma stöðu í kjaraviðræðum.
Vonir um loðnuvertíð eru að glæðast og Kristján Már Unnarsson mætir í myndver og fer yfir stöðuna í loðnuleit. Þá verður rætt við þjóðfræðing um auknar vinsældir valentínusardagsins og við verðum í beinni útsendingu frá öskudagsballi.
Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.