Grunur um hagræðingu úrslita í æfingarleik hjá Íslendingaliði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. febrúar 2024 08:01 Andri Lucas Guðjohnsen er á láni hjá Lyngby Boldklub. Hann spilaði í 75 mínútur í leiknum sem um ræðir. Getty/Lars Ronbog Hagræðing úrslita er því miður vandamál í íþróttakappleikjum í dag og þetta virðist vera farið að teygja sig inn í æfingarleikina líka. Íslendingaliðið Lyngby spilaði æfingarleik á móti norska liðinu HamKam um síðustu helgi en það lítur út fyrir að þar hafi eitthvað mjög furðulegt verið í gangi í þeim fótboltaleik. Forráðamenn HamKam tilkynntu í það minnsta leikinn inn til norska knattspyrnusambandsins þar sem þá grunaði um að dómari leiksins hafi verið að hagræða úrslitum. HamKam vann leikinn 2-1 en það voru furðulegir vítadómar undir lok leiksins sem enginn skildi í. Jakob Michelsen og HamKam mistænker matchfixing efter kamp mod Lyngby - involverer forbund. https://t.co/WJclytFRhV— tipsbladet.dk (@tipsbladet) February 14, 2024 „Fyrst af öllu þá viljum við taka það fram að við unnum leikinn sanngjarnt. Hins vegar þá voru mjög furðulegir dómar í þessum leik sem hvorki við í HamKam né þeir hjá Lyngby botnuðu í,“ sagði Jakob Michelsen, þjálfari HamKam, í viðtali við TV 2 Sport. Urðu að bregðast við „Við urðum því að bregðast við til að verja íþróttina okkar. Það er okkar skylda þegar við verðum vitni að einhverjum svona skrýtnum hlutum,“ sagði Michelsen. „Það voru dæmd þrjú víti á síðustu átta mínútum leiksins og það var erfitt að sjá af hverju. Það áttaði sig enginn á því sem var í gangi og við urðum að tilkynna þetta til norska sambandsins,“ sagði Michelsen. Norska knattspyrnusambandið hefur látið Knattspyrnusamband Evrópu vita en UEFA tekur yfir mál sem varða keppni liða frá mismunandi þjóðum. Lyngby skilur vel af hverjum Norðmennirnir hafi tilkynnt inn leikinn en þetta var æfingarleikur í Tyrklandi og skipuleggjendur þar sjá um að fá dómara á æfingarleikina sem þar fara fram. Algjörlega fáránlegt Magne Hoseth, þjálfari Lyngby, tók undir orð kollega síns. „Þrjár af fjórum vítaspyrnum í þessum leik voru algjörlega galnar. Í þeirri síðustu sagði hann að boltinn hafi farið í hönd en það var samt út í hött,“ sagði Hoseth við Hamar Arbeiderblad. „Fyrstu tvö vítin, þar af vítið sem HamKem, voru algjörlega fáránleg. Það hefði ekki átt að dæma neitt af þessum vítaspyrnum. Þegar þú sérð eitthvað svona þá ferðu að velta ýmsum hlutum fyrir þér,“ sagði Hoseth. Lyngby genkender Jakob Michelsens undren over en række dommerkendelser fra lørdagens testkamp mod HamKam. Derfor vil klubben nu stå skulder med skulder med den norske klub i forhold til at tage sagen videre: https://t.co/WLeFAeAmVa #sldk— Kristian Porse (@kristianporse) February 14, 2024 Danski boltinn Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Fótbolti Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Fótbolti Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjá meira
Íslendingaliðið Lyngby spilaði æfingarleik á móti norska liðinu HamKam um síðustu helgi en það lítur út fyrir að þar hafi eitthvað mjög furðulegt verið í gangi í þeim fótboltaleik. Forráðamenn HamKam tilkynntu í það minnsta leikinn inn til norska knattspyrnusambandsins þar sem þá grunaði um að dómari leiksins hafi verið að hagræða úrslitum. HamKam vann leikinn 2-1 en það voru furðulegir vítadómar undir lok leiksins sem enginn skildi í. Jakob Michelsen og HamKam mistænker matchfixing efter kamp mod Lyngby - involverer forbund. https://t.co/WJclytFRhV— tipsbladet.dk (@tipsbladet) February 14, 2024 „Fyrst af öllu þá viljum við taka það fram að við unnum leikinn sanngjarnt. Hins vegar þá voru mjög furðulegir dómar í þessum leik sem hvorki við í HamKam né þeir hjá Lyngby botnuðu í,“ sagði Jakob Michelsen, þjálfari HamKam, í viðtali við TV 2 Sport. Urðu að bregðast við „Við urðum því að bregðast við til að verja íþróttina okkar. Það er okkar skylda þegar við verðum vitni að einhverjum svona skrýtnum hlutum,“ sagði Michelsen. „Það voru dæmd þrjú víti á síðustu átta mínútum leiksins og það var erfitt að sjá af hverju. Það áttaði sig enginn á því sem var í gangi og við urðum að tilkynna þetta til norska sambandsins,“ sagði Michelsen. Norska knattspyrnusambandið hefur látið Knattspyrnusamband Evrópu vita en UEFA tekur yfir mál sem varða keppni liða frá mismunandi þjóðum. Lyngby skilur vel af hverjum Norðmennirnir hafi tilkynnt inn leikinn en þetta var æfingarleikur í Tyrklandi og skipuleggjendur þar sjá um að fá dómara á æfingarleikina sem þar fara fram. Algjörlega fáránlegt Magne Hoseth, þjálfari Lyngby, tók undir orð kollega síns. „Þrjár af fjórum vítaspyrnum í þessum leik voru algjörlega galnar. Í þeirri síðustu sagði hann að boltinn hafi farið í hönd en það var samt út í hött,“ sagði Hoseth við Hamar Arbeiderblad. „Fyrstu tvö vítin, þar af vítið sem HamKem, voru algjörlega fáránleg. Það hefði ekki átt að dæma neitt af þessum vítaspyrnum. Þegar þú sérð eitthvað svona þá ferðu að velta ýmsum hlutum fyrir þér,“ sagði Hoseth. Lyngby genkender Jakob Michelsens undren over en række dommerkendelser fra lørdagens testkamp mod HamKam. Derfor vil klubben nu stå skulder med skulder med den norske klub i forhold til at tage sagen videre: https://t.co/WLeFAeAmVa #sldk— Kristian Porse (@kristianporse) February 14, 2024
Danski boltinn Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Fótbolti Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Fótbolti Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjá meira