Ástarjátningar og húðflúr á Valentínusardaginn Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 15. febrúar 2024 10:34 Valentínusardagurinn var haldinn hátíðlegur í gær. Rómantíksin sveif yfir landinu með tilheyrandi ástarjátningum og kossaflensi. Rómantíkin sveif yfir landinu á Valentínusardeginum í gær, eða degi elskenda, þar sem fallegar kveðjur og ástarjátningar rigndu inn á samfélagsmiða. Þekktir Íslendingar voru ófeimnir að tjá ást sína á makanum fyrir allra augum líkt og sjá má hér að neðan. Merkt ástinni Tónlistarmaðurinn Friðrik Dór Jónsson biti mynd af eiginkonu sinni, Lísu Hafliðadóttur, í tilefni dagsins með textanum. „My 4 ever Valentine.“ Á myndinni má sjá glitta í lítið F aftan á handlegg Lísu þar sem þau eru staðsett á húðflúrstofunni Reykjavík Ink. Friðrik Dór Ást í Hafnarfirði Jóhanna Guðrún Jónsdóttir söngkona birti mynd af sér og kærastanum Ólafi Friðrik Ólafssyni í kossaflensi í upplýsta hjartanu í Hafnarfirði. Jóhanna Guðrún Ástin getur flutt fjöll Listakonan og leikmyndahönnuðurinn Sunneva Ása Weisshappel birti fallega mynd af sér og kvikmyndaframleiðandanum Baltasar Kormáki með textanum: Love can move mountains, eða ástin getur flutt fjöll. Sunneva Ása Weishappel Blóm og konfekt enginn mælikvarði Tónlistarkonan, plötusnúðurinn og Reykjavíkurdóttirin Ragnhildur Jónasdóttir, betur þekkt sem Ragga Holm, segir að hvorki blómvöndur né konfektmoli geti sagt til um hversu mikið hún elski kærustuna sína, Elmu Valgerði Sveinbjörnsdóttur. Ragga Holm Fox-hjónin Listamaðurinn Elli Egilsson birti fallega mynd af sér og eiginkonu sinni, Maríu Birtu Bjarnadóttur, leikkonu. Þess má geta að hjónin hafa bætt við eftirnafninu Fox á miðlum sínum. Elli Egilsson Ást að hjálpast að í ælupest Elísabet Gunnarsdóttir, tískudrotttning og áhrifavaldur, rifjar upp rómantíska ferð hennar og eiginmannsins, Gunnars Steins Jónssonar, til Parísar um árið og birti fallega mynd af þeim við Eiffel-turninn. „Rómans minningar er það eina sem var rómans við þennan Valentínusardaginn, Ælupest á kids var þemað 2024. Líka ást að hjálpast að með svoleiðis bras,“ skrifar Elísabet við myndina. Elísabet Gunnars Elísabet Gunnars Ástinni fagnað í fjarlægð Leikaraparið Oddur Júlíusson og Ebba Katrín Finnsdóttir fagna sex ára sambandsafmæli þeirra í sitt hvoru landinu þetta árið. „6 ár með ofurkonunni minni. Höldum uppá það í þetta skiptið í sitt hvoru lagi og Bombóleijó hvað ég sakna hennar. Veriði nú góð við hana segið henni hvað mér þykir vænt um hana. Og í gvuðana bænum nennir einhver að elda handa henni mat á meðan ég er úti. Læt fylgja mynd af uppáhalds desertinum hennar. Elska þig MUCHO GRANDE,“ skrifar Oddur við myndafærslu af þeim hjúum í tilefni dagsins. Oddur Júlíusson „Dagurinn okkar“ Crossfitstjarnan Annie Mist Þórisdóttir fagnar þrettánda Valentínusardeginum með ástinni, Fredrik Aegidius. „Galið hvað tíminn flýgur. Ég er svo þakklát fyrir hvert ár,“ skrifar Annie meðal annars við myndafærsluna. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Ástin og lífið Valentínusardagurinn Samfélagsmiðlar Leikhús Tónlist Mest lesið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Fleiri fréttir Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Sjá meira
Merkt ástinni Tónlistarmaðurinn Friðrik Dór Jónsson biti mynd af eiginkonu sinni, Lísu Hafliðadóttur, í tilefni dagsins með textanum. „My 4 ever Valentine.“ Á myndinni má sjá glitta í lítið F aftan á handlegg Lísu þar sem þau eru staðsett á húðflúrstofunni Reykjavík Ink. Friðrik Dór Ást í Hafnarfirði Jóhanna Guðrún Jónsdóttir söngkona birti mynd af sér og kærastanum Ólafi Friðrik Ólafssyni í kossaflensi í upplýsta hjartanu í Hafnarfirði. Jóhanna Guðrún Ástin getur flutt fjöll Listakonan og leikmyndahönnuðurinn Sunneva Ása Weisshappel birti fallega mynd af sér og kvikmyndaframleiðandanum Baltasar Kormáki með textanum: Love can move mountains, eða ástin getur flutt fjöll. Sunneva Ása Weishappel Blóm og konfekt enginn mælikvarði Tónlistarkonan, plötusnúðurinn og Reykjavíkurdóttirin Ragnhildur Jónasdóttir, betur þekkt sem Ragga Holm, segir að hvorki blómvöndur né konfektmoli geti sagt til um hversu mikið hún elski kærustuna sína, Elmu Valgerði Sveinbjörnsdóttur. Ragga Holm Fox-hjónin Listamaðurinn Elli Egilsson birti fallega mynd af sér og eiginkonu sinni, Maríu Birtu Bjarnadóttur, leikkonu. Þess má geta að hjónin hafa bætt við eftirnafninu Fox á miðlum sínum. Elli Egilsson Ást að hjálpast að í ælupest Elísabet Gunnarsdóttir, tískudrotttning og áhrifavaldur, rifjar upp rómantíska ferð hennar og eiginmannsins, Gunnars Steins Jónssonar, til Parísar um árið og birti fallega mynd af þeim við Eiffel-turninn. „Rómans minningar er það eina sem var rómans við þennan Valentínusardaginn, Ælupest á kids var þemað 2024. Líka ást að hjálpast að með svoleiðis bras,“ skrifar Elísabet við myndina. Elísabet Gunnars Elísabet Gunnars Ástinni fagnað í fjarlægð Leikaraparið Oddur Júlíusson og Ebba Katrín Finnsdóttir fagna sex ára sambandsafmæli þeirra í sitt hvoru landinu þetta árið. „6 ár með ofurkonunni minni. Höldum uppá það í þetta skiptið í sitt hvoru lagi og Bombóleijó hvað ég sakna hennar. Veriði nú góð við hana segið henni hvað mér þykir vænt um hana. Og í gvuðana bænum nennir einhver að elda handa henni mat á meðan ég er úti. Læt fylgja mynd af uppáhalds desertinum hennar. Elska þig MUCHO GRANDE,“ skrifar Oddur við myndafærslu af þeim hjúum í tilefni dagsins. Oddur Júlíusson „Dagurinn okkar“ Crossfitstjarnan Annie Mist Þórisdóttir fagnar þrettánda Valentínusardeginum með ástinni, Fredrik Aegidius. „Galið hvað tíminn flýgur. Ég er svo þakklát fyrir hvert ár,“ skrifar Annie meðal annars við myndafærsluna. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir)
Ástin og lífið Valentínusardagurinn Samfélagsmiðlar Leikhús Tónlist Mest lesið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Fleiri fréttir Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Sjá meira