Beið fótbrotin í viku á Íslandi en komst strax í aðgerð á Spáni Magnús Jochum Pálsson skrifar 16. febrúar 2024 08:10 Fanney Gísladóttir var komin í aðgerð þremur tímum eftir að hún kom á bráðamóttökuna á Spáni. Íslensk kona búsett á Spáni fótbrotnaði í heimsókn á Íslandi. Eftir að hafa beðið í viku eftir aðgerð fékk hún sig fullsadda og flaug til Spánar. Þremur tímum eftir að hún mætti á bráðamóttökuna var hún komin í aðgerð. Fanney Gísladóttir hefur búið á Spáni í tólf ár, er þar með lögheimili og rekur sína eigin snyrtistofu. Hún fer hins vegar reglulega heim til Íslands að heimsækja börnin sín og æskuslóðirnar í Vestmannaeyjum. Af því hún býr á Spáni er hún með evrópskt sjúkratryggingakort. „Ég fer núna 6. febrúar til Íslands. Daginn eftir að ég lendi er ég búin að vera innan við klukkutíma hjá dóttur minni á Selfossi þegar ég fer út að labba með barnabörnin og dett í hálku,“ segir hún. Í kjölfarið var hringt á sjúkrabíl og Fanney flutt á bráðamóttöku Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi þar sem var tekin af henni röntgenmynd. „Svo var send beiðni á Landspítalann um aðgerð og ég send heim í hálkunni á hækjum,“ segir hún. Og þú sárkvalin? „Já, ég var kvalin. Send heim með þrjátíu stykki parkódín og panódíl sem ég á að taka inn. Í raun er þetta skammtur sem á að duga í þrjá til fjóra daga. Ég er ekki vön að taka sterk verkjalyf þannig ég tók bara eina töflu í einu svo það dugði mér lengur,“ segir Fanney. Við tók löng bið eftir símtali frá spítalanum. Flaug til Spánar frekar en að bíða lengur „Á mánudaginn var ég búin að bíða í fimm daga og hringi þá í Landspítalann til að spyrja hver staðan er. Þar er mér sagt að ég sé ekki komin á lista til að fara í aðgerð á næstu dögum. Þá runnu á mig tvær grímur,“ segir Fanney um biðina. Þegar þú hringir færðu þá að vita hvað það sé langt í aðgerðina? „Nei, ekkert hvar ég er í röðinni eða hvaða dag það verður. Bara að það verði hringt í mig fyrir klukkan tíu einhvern daginn og ég eigi að vera fastandi á hverjum morgni fram að því,“ segir hún. Fanney brotnaði rétt fyrir ofan ökkla og var sárkvalin. Þrátt fyrir það var hún send heim. „Maðurinn minn er þá hér á Spáni og ég hringi í hann. Við tökum ákvörðun samdægurs um að panta flug um kvöldið og ég fæ flug á miðvikudag, tveimur dögum síðar,“ segir Fanney. Hún flaug þá til Spánar með millilendingu í London og var komin um tíuleytið um kvöldið til Spánar. „Ég ákvað að fara strax um morguninn á bráðamóttökuna í Torrevieja-spítala og er komin hingað klukkan níu. Ég fer í skoðun og röntgenmyndatöku og það er verið að preppa mig fyrir aðgerð í hádeginu, þremur tímum eftir að ég mæti,“ segir Fanney um skjóta þjónustuna. Segja þjónustuna betri á Spáni en Íslandi Þau hjónin segjast á sínum tólf árum á Spáni aldrei upplifað viðlíka þjónustu í spænsku heilbrigðiskerfi og Fanney lenti í núna á Íslandi. Kerfið virðist skilvirkara og eftirfylgnin meiri. „Nú erum við búin að vera hér í áratug á Spáni og þurft að nota heilbrigðiskerfið hérna töluvert. Það hefur ekki enn komið upp sú stund ennþá að við höfum þurft að setja út á eitthvað. Það hefur verið rosalega vel hugsað um mann þó hlutirnir gerist ekki strax,“ skýtur Oddur Magnús, eiginmaður Fanneyjar, sem hefur verið að hlusta á símtalið. Þá bætir Fanney við að eftirfylgnin sé mun betri en á Íslandi. Læknar fylgi vel eftir sjúklingum sínum. Mynduð þið segja að kerfið sé skilvirkara og betra á Spáni en hér? „Ég myndi segja það hundrað prósent, ég hef alltaf fengið góða þjónustu hér á Spáni,“ segir Fanney og bætir við „Ég var orðin svo reið inni í mér að bíða svona lengi á Íslandi. Þegar ég fer þarna á miðvikudag þá er kominn sjöundi dagur og ekki enn búið að hringja í mig.“ „Rosalegt að fólk með beinbrot þurfi að bíða alveg upp í tvær vikur eftir aðgerð,“ segir hún að lokum. Spánn Heilbrigðisstofnun Suðurlands Landspítalinn Heilbrigðismál Íslendingar erlendis Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
Fanney Gísladóttir hefur búið á Spáni í tólf ár, er þar með lögheimili og rekur sína eigin snyrtistofu. Hún fer hins vegar reglulega heim til Íslands að heimsækja börnin sín og æskuslóðirnar í Vestmannaeyjum. Af því hún býr á Spáni er hún með evrópskt sjúkratryggingakort. „Ég fer núna 6. febrúar til Íslands. Daginn eftir að ég lendi er ég búin að vera innan við klukkutíma hjá dóttur minni á Selfossi þegar ég fer út að labba með barnabörnin og dett í hálku,“ segir hún. Í kjölfarið var hringt á sjúkrabíl og Fanney flutt á bráðamóttöku Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi þar sem var tekin af henni röntgenmynd. „Svo var send beiðni á Landspítalann um aðgerð og ég send heim í hálkunni á hækjum,“ segir hún. Og þú sárkvalin? „Já, ég var kvalin. Send heim með þrjátíu stykki parkódín og panódíl sem ég á að taka inn. Í raun er þetta skammtur sem á að duga í þrjá til fjóra daga. Ég er ekki vön að taka sterk verkjalyf þannig ég tók bara eina töflu í einu svo það dugði mér lengur,“ segir Fanney. Við tók löng bið eftir símtali frá spítalanum. Flaug til Spánar frekar en að bíða lengur „Á mánudaginn var ég búin að bíða í fimm daga og hringi þá í Landspítalann til að spyrja hver staðan er. Þar er mér sagt að ég sé ekki komin á lista til að fara í aðgerð á næstu dögum. Þá runnu á mig tvær grímur,“ segir Fanney um biðina. Þegar þú hringir færðu þá að vita hvað það sé langt í aðgerðina? „Nei, ekkert hvar ég er í röðinni eða hvaða dag það verður. Bara að það verði hringt í mig fyrir klukkan tíu einhvern daginn og ég eigi að vera fastandi á hverjum morgni fram að því,“ segir hún. Fanney brotnaði rétt fyrir ofan ökkla og var sárkvalin. Þrátt fyrir það var hún send heim. „Maðurinn minn er þá hér á Spáni og ég hringi í hann. Við tökum ákvörðun samdægurs um að panta flug um kvöldið og ég fæ flug á miðvikudag, tveimur dögum síðar,“ segir Fanney. Hún flaug þá til Spánar með millilendingu í London og var komin um tíuleytið um kvöldið til Spánar. „Ég ákvað að fara strax um morguninn á bráðamóttökuna í Torrevieja-spítala og er komin hingað klukkan níu. Ég fer í skoðun og röntgenmyndatöku og það er verið að preppa mig fyrir aðgerð í hádeginu, þremur tímum eftir að ég mæti,“ segir Fanney um skjóta þjónustuna. Segja þjónustuna betri á Spáni en Íslandi Þau hjónin segjast á sínum tólf árum á Spáni aldrei upplifað viðlíka þjónustu í spænsku heilbrigðiskerfi og Fanney lenti í núna á Íslandi. Kerfið virðist skilvirkara og eftirfylgnin meiri. „Nú erum við búin að vera hér í áratug á Spáni og þurft að nota heilbrigðiskerfið hérna töluvert. Það hefur ekki enn komið upp sú stund ennþá að við höfum þurft að setja út á eitthvað. Það hefur verið rosalega vel hugsað um mann þó hlutirnir gerist ekki strax,“ skýtur Oddur Magnús, eiginmaður Fanneyjar, sem hefur verið að hlusta á símtalið. Þá bætir Fanney við að eftirfylgnin sé mun betri en á Íslandi. Læknar fylgi vel eftir sjúklingum sínum. Mynduð þið segja að kerfið sé skilvirkara og betra á Spáni en hér? „Ég myndi segja það hundrað prósent, ég hef alltaf fengið góða þjónustu hér á Spáni,“ segir Fanney og bætir við „Ég var orðin svo reið inni í mér að bíða svona lengi á Íslandi. Þegar ég fer þarna á miðvikudag þá er kominn sjöundi dagur og ekki enn búið að hringja í mig.“ „Rosalegt að fólk með beinbrot þurfi að bíða alveg upp í tvær vikur eftir aðgerð,“ segir hún að lokum.
Spánn Heilbrigðisstofnun Suðurlands Landspítalinn Heilbrigðismál Íslendingar erlendis Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira