Margir upplifi kvíða áður en þeir fara á eftirlaun Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 16. febrúar 2024 10:49 Theodór Francis mætti í Bítið í morgun og ræddi um eftirlaunaárin. Bylgjan Theodór Francis Birgisson klínískur félagsráðgjafi hvetur fólk sem er að nálgast eftirlaunaaldur til þess að hugsa um það hvað það vill gera á þessum árum. Mikilvægt sé að skipuleggja sig en eðlilegt er að upplifa kvíða í aðdraganda tímamótanna. Þetta er meðal þess sem fram kom í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Theodór segir að hann fái reglulega til sín einstaklinga sem upplifi kvíða þar sem þeir séu að nálgast starfslokaaldur. „Það er eins með þennan hluta af lífshlaupinu, hann þarf að vera undirbúinn. Alveg eins og við undirbúum okkur fyrir aðra þætti í lífinu. Þetta mun koma fyrir alla sem eru svo heppnir að fá að eldast, sem er ekki sjálfgefið,“ segir Theodór. Þetta séu þannig forréttindi. En á sama tíma sé þetta erfitt fyrir einstaklinga, að upplifa að þeir gegni ekki sama hlutverki og áður, í gegnum vinnu. „Það er þetta með að vakna inn í einhverja ákveðna tilveru. Ég er búinn að vakna inn í tilveruna að taka þátt í vinnunni og vera hluti af því, nú er það allt í einu búið, hef ég þá ekki lengur tilgang? Skipti ég ekki lengur máli? Þetta eru spurningar sem mjög margir velta fyrir sér.“ Theodór segir mikilvægt að huga að hugarfarinu. Hann rifjar upp að félagi sinn hafi alltaf talað um aldurinn eftir 67 ára sem síðmiðaldra, en ekki það að verða gamall. Þá spili fjárhagslegar áhyggjur inn í hjá mörgum. „Það eru ótrúlega margir á þessum stað sem kvíða því mjög mikið, hlutverkum sínum og því hvort það muni hafa þetta af? Eða mun það bara geta setið heima og ráðið krossgátur? Er það það eina sem eftirlaunaaldurinn býður mér?“ Hann segir mikilvægt að fólk einangri sig ekki. Það sýni sig að það sé það versta sem fólk geti gert við þessi tímamót. Mikilvægt sé að hafa eitthvað fyrir stafni og undirbúa sig. „Plana þetta. Tala um það við maka sinn. Tala um það við fólkið sitt, börnin sín, vini sína. Finna út hvaða tilgang ætla ég að búa mér til? Því lífið er áfram gott þó þú verðir síðmiðaldra.“ Vinnumarkaður Eldri borgarar Bítið Geðheilbrigði Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Fleiri fréttir Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kom í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Theodór segir að hann fái reglulega til sín einstaklinga sem upplifi kvíða þar sem þeir séu að nálgast starfslokaaldur. „Það er eins með þennan hluta af lífshlaupinu, hann þarf að vera undirbúinn. Alveg eins og við undirbúum okkur fyrir aðra þætti í lífinu. Þetta mun koma fyrir alla sem eru svo heppnir að fá að eldast, sem er ekki sjálfgefið,“ segir Theodór. Þetta séu þannig forréttindi. En á sama tíma sé þetta erfitt fyrir einstaklinga, að upplifa að þeir gegni ekki sama hlutverki og áður, í gegnum vinnu. „Það er þetta með að vakna inn í einhverja ákveðna tilveru. Ég er búinn að vakna inn í tilveruna að taka þátt í vinnunni og vera hluti af því, nú er það allt í einu búið, hef ég þá ekki lengur tilgang? Skipti ég ekki lengur máli? Þetta eru spurningar sem mjög margir velta fyrir sér.“ Theodór segir mikilvægt að huga að hugarfarinu. Hann rifjar upp að félagi sinn hafi alltaf talað um aldurinn eftir 67 ára sem síðmiðaldra, en ekki það að verða gamall. Þá spili fjárhagslegar áhyggjur inn í hjá mörgum. „Það eru ótrúlega margir á þessum stað sem kvíða því mjög mikið, hlutverkum sínum og því hvort það muni hafa þetta af? Eða mun það bara geta setið heima og ráðið krossgátur? Er það það eina sem eftirlaunaaldurinn býður mér?“ Hann segir mikilvægt að fólk einangri sig ekki. Það sýni sig að það sé það versta sem fólk geti gert við þessi tímamót. Mikilvægt sé að hafa eitthvað fyrir stafni og undirbúa sig. „Plana þetta. Tala um það við maka sinn. Tala um það við fólkið sitt, börnin sín, vini sína. Finna út hvaða tilgang ætla ég að búa mér til? Því lífið er áfram gott þó þú verðir síðmiðaldra.“
Vinnumarkaður Eldri borgarar Bítið Geðheilbrigði Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Fleiri fréttir Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Sjá meira