Liðin tvö mættust í deildinni á dögunum þar sem GOG fór með nokkuð öruggan sigur af hólmi en Fredericia er í 2. sæti úrvalsdeildarinnar á meðan GOG er í 4. sætinu.
Fredericia byrjaði mun betur í leiknum í dag. Liðið komst í 8-3 snemma leiks en leiddi með þremur mörkum í hálfleik eftir að GOG skoraði þrjú af síðustu fjórum mörkum fyrri hálfleiks. Staðan að honum loknum 17-14 fyrir lærisveina Guðmundar.
Í seinni hálfleik náði GOG að snúa stöðunni við og náði 7-1 kafla í upphafi síðari hálfleik. Lið Fredericia jafnaði á ný en GOG komst aftur þremur mörkum yfir og leiddi 28-25 þegar tíu mínútur voru eftir.
Þær mínútur voru æsispennandi. Fredericia jafnaði í 28-28 og í stöðunni 29-29 stal Einar Þorsteinn boltanum en mistókst að skora úr hraðaupphlaupinu í kjölfarið. Að loknum venjulegum leiktíma var staðan 30-30 og því þurfti að grípa til framlengingar.
Þar gekk liðunum illa að skora í upphafi og bæði lið misnotuðu vítaskot í fyrri hluta framlengingarinnar. Emil Madsen skoraði eina markið þar en í seinni hálfleik gekk GOG frá leiknum. Emil Madsen getur í raun einn tekið heiðurinn fyrir sigri GOG því hann skoraði nítján mörk í leiknum og þar af þrjú af fjórum mörkum liðsins í framlengingunni.
Einar Þorsteinn Ólafsson lék í vörn GOG í dag en tókst ekki að skora úr eina skoti hans í leiknum.
Danish Cup semifinal:
— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) February 17, 2024
GOG 34-31 Fredericia HK (after extra time)
Emil Madsen 19/28 (3/4) #handball pic.twitter.com/sWwtv1FznU