KSÍ ræður lögmann í slaginn við ÍSÍ Sindri Sverrisson skrifar 19. febrúar 2024 15:06 KSÍ hefur ekki fengið krónu úr Afrekssjóði ÍSÍ síðan árið 2017, en fékk áður styrk vegna afmarkaðra verkefna, til að mynda vegna A-landsliðs kvenna. vísir/Diego Knattspyrnusamband Íslands hefur ekki fengið krónu úr Afrekssjóði Íþrótta- og ólympíusambands Íslands síðustu sjö ár, öfugt við öll önnur íþróttasérsambönd á Íslandi. Þolinmæði KSÍ er á þrotum og hefur sambandið ráðið lögmann vegna málsins. KSÍ nýtur þeirrar sérstöðu í samanburði við önnur íþróttasérsambönd á Íslandi að fá hundruð milljóna á ári í styrki frá alþjóða knattspyrnusamböndunum, UEFA og FIFA. Í fjárhagsáætlun fyrir 2024 er þannig gert ráð fyrir tæpum milljarði króna úr þeirri átt inn í rekstur KSÍ. Sú upphæð er því umtalsvert hærri en heildarupphæðin sem ÍSÍ úthlutar úr Afrekssjóði í ár, til allra sérsambandanna nema KSÍ, en hún nemur 512 milljónum króna. Hæstu upphæðina fær Handknattleikssamband Íslands eða 85 milljónir króna. KSÍ hefur hins vegar ítrekað bent á að sambandið standist illa alþjóðlegan samanburð eins og sjáist til að mynda af því hve mikið færri leiki yngri fótboltalandslið Íslands spili en hjá samanburðarlöndum. Kanni lögmæti þess að neita KSÍ Stjórn KSÍ ákvað því í desember síðastliðnum að kanna grundvöllinn fyrir því að ÍSÍ neitaði sambandinu ítrekað um fé úr Afrekssjóði. „Stjórnin vill að það sé kannað hvort að það sé hreinlega lögmætt hjá framkvæmdastjórn ÍSÍ að neita KSÍ um greiðslu úr sjóðnum, einu sérsambanda,“ segir Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, í samtali við Vísi. „Við vonumst auðvitað bara eftir því að við njótum jafnræðis, og að afreksstarfið okkar sé virt. Það truflar okkur líka svolítið að það er talað eins og að við sækjum ekki um. Ár eftir ár er birtur listi og hvergi minnst á KSÍ. Við viljum vita hvort að ÍSÍ geti haft þetta svona, og vita til framtíðar hvernig styðja á við afreksíþróttir í landinu,“ segir Klara og bætir við: „Við teljum mikilvægt fyrir knattspyrnufólk í landinu að það sé gætt jafnræðis á milli íþróttagreina. Í reglugerð Afrekssjóðs ÍSÍ er heimildarákvæði til að „skerða“ greiðslur en ítrekað tekin ákvörðun um að taka út allar greiðslur til eins sérsambands, á þeim grundvelli að við njótum svo mikið af tekjum erlendis frá.“ KSÍ ÍSÍ Tengdar fréttir Bónusar landsliðsfólks helmingi lægri og færri leikir eftir mikið tap KSÍ Leikir knattspyrnulandsliða Íslands verða enn færri í ár en í fyrra, eða alls tíu leikjum færri, og greiðslur til leikmanna A-landsliðanna helmingi lægri, samkvæmt fjárhagsáætlun Knattspyrnusambands Íslands. Sambandið þarf að rétta af reksturinn eftir 126 milljóna tap á síðasta ári. 19. febrúar 2024 12:30 „Mörg sérsambönd ósátt á hverju einasta ári“ Forystufólk innan Knattspyrnusambands Íslands er ósátt við að fá engu fé úthlutað úr Afrekssjóði ÍSÍ sjöunda árið í röð. Víða ber á ósætti vegna fjárskorts. Framkvæmdastjóri ÍSÍ segir sambandið gera sitt besta við að sækja fé frá ríkinu, en á meðan kostnaður eykst hjá sérsamböndum stendur styrkur ríkisins í stað. 7. febrúar 2024 23:30 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Sjá meira
KSÍ nýtur þeirrar sérstöðu í samanburði við önnur íþróttasérsambönd á Íslandi að fá hundruð milljóna á ári í styrki frá alþjóða knattspyrnusamböndunum, UEFA og FIFA. Í fjárhagsáætlun fyrir 2024 er þannig gert ráð fyrir tæpum milljarði króna úr þeirri átt inn í rekstur KSÍ. Sú upphæð er því umtalsvert hærri en heildarupphæðin sem ÍSÍ úthlutar úr Afrekssjóði í ár, til allra sérsambandanna nema KSÍ, en hún nemur 512 milljónum króna. Hæstu upphæðina fær Handknattleikssamband Íslands eða 85 milljónir króna. KSÍ hefur hins vegar ítrekað bent á að sambandið standist illa alþjóðlegan samanburð eins og sjáist til að mynda af því hve mikið færri leiki yngri fótboltalandslið Íslands spili en hjá samanburðarlöndum. Kanni lögmæti þess að neita KSÍ Stjórn KSÍ ákvað því í desember síðastliðnum að kanna grundvöllinn fyrir því að ÍSÍ neitaði sambandinu ítrekað um fé úr Afrekssjóði. „Stjórnin vill að það sé kannað hvort að það sé hreinlega lögmætt hjá framkvæmdastjórn ÍSÍ að neita KSÍ um greiðslu úr sjóðnum, einu sérsambanda,“ segir Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, í samtali við Vísi. „Við vonumst auðvitað bara eftir því að við njótum jafnræðis, og að afreksstarfið okkar sé virt. Það truflar okkur líka svolítið að það er talað eins og að við sækjum ekki um. Ár eftir ár er birtur listi og hvergi minnst á KSÍ. Við viljum vita hvort að ÍSÍ geti haft þetta svona, og vita til framtíðar hvernig styðja á við afreksíþróttir í landinu,“ segir Klara og bætir við: „Við teljum mikilvægt fyrir knattspyrnufólk í landinu að það sé gætt jafnræðis á milli íþróttagreina. Í reglugerð Afrekssjóðs ÍSÍ er heimildarákvæði til að „skerða“ greiðslur en ítrekað tekin ákvörðun um að taka út allar greiðslur til eins sérsambands, á þeim grundvelli að við njótum svo mikið af tekjum erlendis frá.“
KSÍ ÍSÍ Tengdar fréttir Bónusar landsliðsfólks helmingi lægri og færri leikir eftir mikið tap KSÍ Leikir knattspyrnulandsliða Íslands verða enn færri í ár en í fyrra, eða alls tíu leikjum færri, og greiðslur til leikmanna A-landsliðanna helmingi lægri, samkvæmt fjárhagsáætlun Knattspyrnusambands Íslands. Sambandið þarf að rétta af reksturinn eftir 126 milljóna tap á síðasta ári. 19. febrúar 2024 12:30 „Mörg sérsambönd ósátt á hverju einasta ári“ Forystufólk innan Knattspyrnusambands Íslands er ósátt við að fá engu fé úthlutað úr Afrekssjóði ÍSÍ sjöunda árið í röð. Víða ber á ósætti vegna fjárskorts. Framkvæmdastjóri ÍSÍ segir sambandið gera sitt besta við að sækja fé frá ríkinu, en á meðan kostnaður eykst hjá sérsamböndum stendur styrkur ríkisins í stað. 7. febrúar 2024 23:30 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Sjá meira
Bónusar landsliðsfólks helmingi lægri og færri leikir eftir mikið tap KSÍ Leikir knattspyrnulandsliða Íslands verða enn færri í ár en í fyrra, eða alls tíu leikjum færri, og greiðslur til leikmanna A-landsliðanna helmingi lægri, samkvæmt fjárhagsáætlun Knattspyrnusambands Íslands. Sambandið þarf að rétta af reksturinn eftir 126 milljóna tap á síðasta ári. 19. febrúar 2024 12:30
„Mörg sérsambönd ósátt á hverju einasta ári“ Forystufólk innan Knattspyrnusambands Íslands er ósátt við að fá engu fé úthlutað úr Afrekssjóði ÍSÍ sjöunda árið í röð. Víða ber á ósætti vegna fjárskorts. Framkvæmdastjóri ÍSÍ segir sambandið gera sitt besta við að sækja fé frá ríkinu, en á meðan kostnaður eykst hjá sérsamböndum stendur styrkur ríkisins í stað. 7. febrúar 2024 23:30