Menningarverðmæti danslistarinnar glatast jafnt og þétt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar 20. febrúar 2024 15:00 Dans er list augnabliksins. Ekkert kemur í stað þess að upplifa dansverk á þeim tíma og í því rúmi sem það er flutt. Eins og með önnur sviðslistaverk er það nærveran við listamanninn sem býr til galdurinn, hrífur okkur með og veitir okkur dýpri skilning á okkur sjálfum, sem er, vitaskuld, tilgangur listarinnar þegar upp er staðið. En það er ekki þar með sagt að ekki sé hægt að varðveita heimildir um listaverkið og flutning þess. Tæknin hefur fært okkur fjölmargar aðferðir, svo sem myndupptökur, til að miðla til framtíðarinnar því sem fram fór. En dansverk eru oft varðveitt á annan hátt en þann, t.d. með handritum, dansnótum, ljósmyndum, búningum, leikmunum, plakötum og teikningum, en slíkir hlutir passa oft illa inn í hefðbundin skjalasöfn. Hér á landi hefur varðveislu dansverka ekki verið sinnt sem skyldi. Myndbandsupptökur eru að mestu til staðar af verkum Íslenska dansflokksins, en lítið hefur varðveist þegar kemur að sjálfstæðu danssenunni. Þetta er auðvitað menningarsögulegt slys, því hér hefur danssenan verið í gríðarlegri sókn síðustu áratugi og mikilvægt er fyrir menningu þjóðarinnar að heimildir um þennan uppgangstíma séu varðveittar. Við verðum því að gera betur. Við þurfum ekki að leita langt að fyrirmyndum að því hvernig þetta er gert, því að á hinum Norðurlöndunum er staðið mun betur að málum en hér og væri gott ef við gætum sett okkur það markmið að nálgast það sem þar gerist. Í byrjun þessarar viku lagði ég, ásamt nokkrum öðrum þingmönnum fram þingsályktunartillögu sem miðar að því að fela menningar- og viðskiptaráðherra að hefja vinnu við að stuðla að varðveislu íslenskra dansverka. Innblásturinn að þessari tillögu kemur úr rannsókn sem nemandi minn við Háskólann á Bifröst, dansarinn Þorgerður Atladóttir gerði í tengslum við BA verkefni sitt síðasta haust. Orð eru til alls fyrst. Í greinargerð með þessari tillögu er ráðherra hvattur til að hefja samtal við fagfólk innnan greinarinnar um hvernig verði best að þessu staðið. Best er ef hægt er að hefjast handa sem allra fyrst, því á meðan ekkert er gert erum við að tapa menningarverðmætum og leyfa þeim að glatast í augnablikinu. Þó augnablikið sé dýrmætt og ekkert komi í stað þess, getum við þó gert okkar besta til að varðveita heimildir um listina. Danslistin og okkar frábæru dansarar og danshöfundar eiga það skilið. Höfundur er varaþingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Árni Skjöld Magnússon Alþingi Dans Mest lesið Að mása sig hása til að tefja Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Sjá meira
Dans er list augnabliksins. Ekkert kemur í stað þess að upplifa dansverk á þeim tíma og í því rúmi sem það er flutt. Eins og með önnur sviðslistaverk er það nærveran við listamanninn sem býr til galdurinn, hrífur okkur með og veitir okkur dýpri skilning á okkur sjálfum, sem er, vitaskuld, tilgangur listarinnar þegar upp er staðið. En það er ekki þar með sagt að ekki sé hægt að varðveita heimildir um listaverkið og flutning þess. Tæknin hefur fært okkur fjölmargar aðferðir, svo sem myndupptökur, til að miðla til framtíðarinnar því sem fram fór. En dansverk eru oft varðveitt á annan hátt en þann, t.d. með handritum, dansnótum, ljósmyndum, búningum, leikmunum, plakötum og teikningum, en slíkir hlutir passa oft illa inn í hefðbundin skjalasöfn. Hér á landi hefur varðveislu dansverka ekki verið sinnt sem skyldi. Myndbandsupptökur eru að mestu til staðar af verkum Íslenska dansflokksins, en lítið hefur varðveist þegar kemur að sjálfstæðu danssenunni. Þetta er auðvitað menningarsögulegt slys, því hér hefur danssenan verið í gríðarlegri sókn síðustu áratugi og mikilvægt er fyrir menningu þjóðarinnar að heimildir um þennan uppgangstíma séu varðveittar. Við verðum því að gera betur. Við þurfum ekki að leita langt að fyrirmyndum að því hvernig þetta er gert, því að á hinum Norðurlöndunum er staðið mun betur að málum en hér og væri gott ef við gætum sett okkur það markmið að nálgast það sem þar gerist. Í byrjun þessarar viku lagði ég, ásamt nokkrum öðrum þingmönnum fram þingsályktunartillögu sem miðar að því að fela menningar- og viðskiptaráðherra að hefja vinnu við að stuðla að varðveislu íslenskra dansverka. Innblásturinn að þessari tillögu kemur úr rannsókn sem nemandi minn við Háskólann á Bifröst, dansarinn Þorgerður Atladóttir gerði í tengslum við BA verkefni sitt síðasta haust. Orð eru til alls fyrst. Í greinargerð með þessari tillögu er ráðherra hvattur til að hefja samtal við fagfólk innnan greinarinnar um hvernig verði best að þessu staðið. Best er ef hægt er að hefjast handa sem allra fyrst, því á meðan ekkert er gert erum við að tapa menningarverðmætum og leyfa þeim að glatast í augnablikinu. Þó augnablikið sé dýrmætt og ekkert komi í stað þess, getum við þó gert okkar besta til að varðveita heimildir um listina. Danslistin og okkar frábæru dansarar og danshöfundar eiga það skilið. Höfundur er varaþingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík norður.
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun