Forstjóri Play segir gott að fá sterka traustsyfirlýsingu Kristján Már Unnarsson skrifar 20. febrúar 2024 21:21 Birgir Jónsson er forstjóri flugfélagsins Play. Sigurjón Ólason Forstjóri Play segir stærstu hluthafa flugfélagsins hafa sent traustsyfirlýsingu með vilyrðum um 2,6 milljarða króna nýtt hlutafé. Hann segir að þótt umræðan um fjárhagsstöðuna hafi verið óþægileg hafi hún hvorki skaðað félagið né komið niður á bókunum. Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um Play en ráðamenn þess tilkynntu fyrir tólf dögum að þeir vildu styrkja lausafjárstöðuna með hlutafjáraukningu um allt að fjóra milljarða króna. Í morgun kynntu þeir að stærstu hluthafar félagsins væru búnir að lofa 2,6 milljörðum. „Það er auðvitað mjög gott að fá svona sterka traustsyfirlýsingu frá stærstu hluthöfum félagsins. Að því leytinu til er þetta mjög stór áfangi,“ segir Birgir Jónsson, forstjóri Play. „En ég, allavegana persónulega, hef aldrei verið svartsýnn á það að okkur myndi ekki takast þetta. En við öndum nú bara með nefinu og hugsum til langs tíma.“ Formleg ákvörðun um hlutafjáraukninguna verður tekin á aðalfundi Play í næsta mánuði, þann 21. mars. Fyrir þann tíma þarf að afla 1.400 milljóna króna hlutafjárloforða til viðbótar. En hversu brýnt er þetta? „Þetta er ekki brýnt. Þetta snýst um að fjármagna félagið til svona lengri tíma, fá nýjar flugvélar og styrkja félagið í framtíðarvöxt, en hefur aldrei snúist um lausafjárstöðuna núna eða næstu mánuði, eða neitt slíkt, þrátt fyrir ýmsar sögusagnir þar um. Þetta er bara lengri tíma fjármögnunarmál,“ segir Birgir. Frá afhendingu tíundu þotu Play í Airbus-verksmiðjunum í Hamborg í Þýskalandi síðastliðið vor. Áhöfn og starfsfólk Play ásamt starfsmönnum AirbusEgill Aðalsteinsson Eftir hraðan vöxt undanfarin þrjú ár upp í tíu þotur verður óbreyttum fjölda flugvéla haldið í ár en Play stefnir síðan að því að fara í tólf þotur á næsta ári. En hefur umræðan um fjárhagsstöðuna skaðað félagið? Hefur dregið úr bókunum? „Svona umræða er alltaf óþægileg. En sem betur fer hefur hún ekki skaðað okkur og hefur ekki dregið úr bókunum.“ En segir erfitt að stofna flugfélag. „Það eru ekki þrjú ár síðan við tókum fyrsta flugið. Þannig að við erum bara á góðri siglingu og það er frábært að fá þessa hvatningu frá hluthöfum um að við séum á réttri leið og að menn ætli að standa við bakið á okkur,“ segir forstjóri Play. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Play Fréttir af flugi Airbus Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Kauphöllin Efnahagsmál Tengdar fréttir Play komið með vilyrði fyrir 2,6 milljörðum króna Flugfélagið Play hefur safnað vilyrðum fyrir 2,6 milljörðum króna í áformi nýs hlutafjár með því skilyrði að félaginu takist að safna í heildina að lágmarki fjórum milljörðum króna. Þetta kemur fram í tilkynningu Play til Kauphallar. 20. febrúar 2024 09:33 Þrátt fyrir mikið tap er forstjóri Play bjartsýnn Það skýrist á næstu vikum hvort stærstu hluthafar Play hafi áhuga á leggja félaginu til aukið hlutafé. Félagið hefur tapað meiru fé á fyrstu þremur árum sínum en WOW tapaði á sex árum. Forstjóri Play er bjartsýnn og segir félagið ekki bera neinar vaxtaberandi skuldir. 12. febrúar 2024 19:16 Segir Play með yngsta flugflota í Evrópu með nýjustu þotunni Flugfélagið Play fékk í dag sína tíundu þotu, beint úr verksmiðju Airbus í Hamborg. Forstjóri Play segir félagið núna með yngsta flugflota Evrópu. 31. maí 2023 23:03 Markmið Play að stækka upp í fimmtán þotur á fjórum árum Flugfélagið Play hóf sína fyrstu áætlunarferð undir heiðursvatnsbunu á Keflavíkurflugvelli í dag. Forstjórinn segir þetta risastóran dag. Félagið verði þó byggt rólega upp en stefnt á að vaxa upp í fimmtán flugvélar á næstu fjórum árum. 24. júní 2021 20:29 Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um Play en ráðamenn þess tilkynntu fyrir tólf dögum að þeir vildu styrkja lausafjárstöðuna með hlutafjáraukningu um allt að fjóra milljarða króna. Í morgun kynntu þeir að stærstu hluthafar félagsins væru búnir að lofa 2,6 milljörðum. „Það er auðvitað mjög gott að fá svona sterka traustsyfirlýsingu frá stærstu hluthöfum félagsins. Að því leytinu til er þetta mjög stór áfangi,“ segir Birgir Jónsson, forstjóri Play. „En ég, allavegana persónulega, hef aldrei verið svartsýnn á það að okkur myndi ekki takast þetta. En við öndum nú bara með nefinu og hugsum til langs tíma.“ Formleg ákvörðun um hlutafjáraukninguna verður tekin á aðalfundi Play í næsta mánuði, þann 21. mars. Fyrir þann tíma þarf að afla 1.400 milljóna króna hlutafjárloforða til viðbótar. En hversu brýnt er þetta? „Þetta er ekki brýnt. Þetta snýst um að fjármagna félagið til svona lengri tíma, fá nýjar flugvélar og styrkja félagið í framtíðarvöxt, en hefur aldrei snúist um lausafjárstöðuna núna eða næstu mánuði, eða neitt slíkt, þrátt fyrir ýmsar sögusagnir þar um. Þetta er bara lengri tíma fjármögnunarmál,“ segir Birgir. Frá afhendingu tíundu þotu Play í Airbus-verksmiðjunum í Hamborg í Þýskalandi síðastliðið vor. Áhöfn og starfsfólk Play ásamt starfsmönnum AirbusEgill Aðalsteinsson Eftir hraðan vöxt undanfarin þrjú ár upp í tíu þotur verður óbreyttum fjölda flugvéla haldið í ár en Play stefnir síðan að því að fara í tólf þotur á næsta ári. En hefur umræðan um fjárhagsstöðuna skaðað félagið? Hefur dregið úr bókunum? „Svona umræða er alltaf óþægileg. En sem betur fer hefur hún ekki skaðað okkur og hefur ekki dregið úr bókunum.“ En segir erfitt að stofna flugfélag. „Það eru ekki þrjú ár síðan við tókum fyrsta flugið. Þannig að við erum bara á góðri siglingu og það er frábært að fá þessa hvatningu frá hluthöfum um að við séum á réttri leið og að menn ætli að standa við bakið á okkur,“ segir forstjóri Play. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Play Fréttir af flugi Airbus Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Kauphöllin Efnahagsmál Tengdar fréttir Play komið með vilyrði fyrir 2,6 milljörðum króna Flugfélagið Play hefur safnað vilyrðum fyrir 2,6 milljörðum króna í áformi nýs hlutafjár með því skilyrði að félaginu takist að safna í heildina að lágmarki fjórum milljörðum króna. Þetta kemur fram í tilkynningu Play til Kauphallar. 20. febrúar 2024 09:33 Þrátt fyrir mikið tap er forstjóri Play bjartsýnn Það skýrist á næstu vikum hvort stærstu hluthafar Play hafi áhuga á leggja félaginu til aukið hlutafé. Félagið hefur tapað meiru fé á fyrstu þremur árum sínum en WOW tapaði á sex árum. Forstjóri Play er bjartsýnn og segir félagið ekki bera neinar vaxtaberandi skuldir. 12. febrúar 2024 19:16 Segir Play með yngsta flugflota í Evrópu með nýjustu þotunni Flugfélagið Play fékk í dag sína tíundu þotu, beint úr verksmiðju Airbus í Hamborg. Forstjóri Play segir félagið núna með yngsta flugflota Evrópu. 31. maí 2023 23:03 Markmið Play að stækka upp í fimmtán þotur á fjórum árum Flugfélagið Play hóf sína fyrstu áætlunarferð undir heiðursvatnsbunu á Keflavíkurflugvelli í dag. Forstjórinn segir þetta risastóran dag. Félagið verði þó byggt rólega upp en stefnt á að vaxa upp í fimmtán flugvélar á næstu fjórum árum. 24. júní 2021 20:29 Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Play komið með vilyrði fyrir 2,6 milljörðum króna Flugfélagið Play hefur safnað vilyrðum fyrir 2,6 milljörðum króna í áformi nýs hlutafjár með því skilyrði að félaginu takist að safna í heildina að lágmarki fjórum milljörðum króna. Þetta kemur fram í tilkynningu Play til Kauphallar. 20. febrúar 2024 09:33
Þrátt fyrir mikið tap er forstjóri Play bjartsýnn Það skýrist á næstu vikum hvort stærstu hluthafar Play hafi áhuga á leggja félaginu til aukið hlutafé. Félagið hefur tapað meiru fé á fyrstu þremur árum sínum en WOW tapaði á sex árum. Forstjóri Play er bjartsýnn og segir félagið ekki bera neinar vaxtaberandi skuldir. 12. febrúar 2024 19:16
Segir Play með yngsta flugflota í Evrópu með nýjustu þotunni Flugfélagið Play fékk í dag sína tíundu þotu, beint úr verksmiðju Airbus í Hamborg. Forstjóri Play segir félagið núna með yngsta flugflota Evrópu. 31. maí 2023 23:03
Markmið Play að stækka upp í fimmtán þotur á fjórum árum Flugfélagið Play hóf sína fyrstu áætlunarferð undir heiðursvatnsbunu á Keflavíkurflugvelli í dag. Forstjórinn segir þetta risastóran dag. Félagið verði þó byggt rólega upp en stefnt á að vaxa upp í fimmtán flugvélar á næstu fjórum árum. 24. júní 2021 20:29