Anníe Mist: Ef þið viljið vinna mig í The Open þá er tækifærið núna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. febrúar 2024 08:31 Anníe Mist Þórisdóttir lætur ekki sjö mánaða bumbu stoppa sig frá því að taka þátt í The Open í ár. @anniethorisdottir Íslenska CrossFit goðsögnin Anníe Mist Þórisdóttir er kasólétt, eins og flestir vita, en það stoppar hana ekkert í því að mæta í lyftingasalinn. Það stoppar Anníe heldur ekkert í því að taka þátt í The Open í ár en það er fyrsta stig undankeppni heimsleikanna sem fara fram í Texas fylki í Bandaríkjunum í haust. The Open eru þrjár vikur af ákveðnum hópi æfinga sem allir þátttakendur þurfa að skila inn. Í hverri viku eru kynntar nýjar æfingar sem allir reyna sig við. Fyrsta vikan er 29. febrúar til 4. mars en sú síðasta er 14. til 18. mars. Það eiga fleiri nú möguleika á því að komast í fjórðungsúrslitin en þangað komast 25 prósent af keppendum í stað tíu prósenta undanfarin ár. Anníe á von á sér í maí og er því komin tæplega sjö mánuði á leið. Einhverjir hafa verið að forvitnast um það hvort hún myndi reyna að taka þátt í The Open í ár enda hefur hún verið dugleg að sýna frá sér æfa að undanförnu. Anníe er náttúrulega komin með stóra bumbu sem takmarkar hana auðvitað eitthvað en hún gefur engu að síður ekkert eftir við lyftingarnar. Hún svaraði líka forvitni aðdáenda sinna í nýjasta pistli sínum á samfélagsmiðlum. „Svo, erum við að taka þátt í The Open í ár? Þetta verður auðvitað allt öðruvísi fyrir mig en ég plana það að skrá mig til leiks og gera ‚sköluðu' útgáfuna þegar það á við og þegar það er best að vera skynsöm. Ég vil leika mér með ykkur,“ skrifaði Anníe. „Ef þið viljið vinna mig í The Open þá er tækifærið núna,“ skrifaði Anníe. Hún sýndi líka myndband af sér á fullu að lyfta með næstum því sjö mánaða bumbu. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) CrossFit Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot NFL-meistararnir úr leik í nótt Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Sjá meira
Það stoppar Anníe heldur ekkert í því að taka þátt í The Open í ár en það er fyrsta stig undankeppni heimsleikanna sem fara fram í Texas fylki í Bandaríkjunum í haust. The Open eru þrjár vikur af ákveðnum hópi æfinga sem allir þátttakendur þurfa að skila inn. Í hverri viku eru kynntar nýjar æfingar sem allir reyna sig við. Fyrsta vikan er 29. febrúar til 4. mars en sú síðasta er 14. til 18. mars. Það eiga fleiri nú möguleika á því að komast í fjórðungsúrslitin en þangað komast 25 prósent af keppendum í stað tíu prósenta undanfarin ár. Anníe á von á sér í maí og er því komin tæplega sjö mánuði á leið. Einhverjir hafa verið að forvitnast um það hvort hún myndi reyna að taka þátt í The Open í ár enda hefur hún verið dugleg að sýna frá sér æfa að undanförnu. Anníe er náttúrulega komin með stóra bumbu sem takmarkar hana auðvitað eitthvað en hún gefur engu að síður ekkert eftir við lyftingarnar. Hún svaraði líka forvitni aðdáenda sinna í nýjasta pistli sínum á samfélagsmiðlum. „Svo, erum við að taka þátt í The Open í ár? Þetta verður auðvitað allt öðruvísi fyrir mig en ég plana það að skrá mig til leiks og gera ‚sköluðu' útgáfuna þegar það á við og þegar það er best að vera skynsöm. Ég vil leika mér með ykkur,“ skrifaði Anníe. „Ef þið viljið vinna mig í The Open þá er tækifærið núna,“ skrifaði Anníe. Hún sýndi líka myndband af sér á fullu að lyfta með næstum því sjö mánaða bumbu. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir)
CrossFit Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot NFL-meistararnir úr leik í nótt Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Sjá meira