Töskugjöldin hjá Icelandair og Play hækka Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. febrúar 2024 10:15 Play kom inn á markaðinn árið 2021. Vísir/Vilhelm Töskugjöld hjá íslensku flugfélögunum hafa hækkað nokkuð undanfarin tvö ár. Töskugjaldið hjá Play er komið upp í 6.715 krónur fyrir aðra leið á meðan töskugjald með ódýrasta fargjaldi Icelandair er komið í 6.600 krónur. Þetta kemur fram í samantekt FF7. Þar kemur fram að árið 2021 í árdaga Play, sem skilgreinir sig sem lággjaldaflugfélag ólíkt Icelandair, hafi kostað 3.100 krónur að innrita 20 kílógramma tösku. Þremur árum síðar hefur gjaldið meira en tvöfaldast og kostar að lágmarki 6.715 krónur fyrir 23 kílógramma tösku sem Play bætti við sem möguleika í fyrra ofan á 20 kílógramma töskuna. Töskugjaldið hjá Icelandair hefur hækkað um fjórðung á milli ára og er komið í 6.600 krónur aðra leið. Icelandair rukkar allt að 4.700 krónur fyrir að flytja skíði en Play 8.500 krónur. FF7 hefur heimildir fyrir því að stjórnendur Play hafi í yfirstandandi hlutafjáraukningu bent fjárfestum á að farþegar félagsins borgi að jafnaði nokkru meira fyrir svokallaða aukaþjónustu. Töskugjöld eru þeirra á meðal. Hækkunin hafi numið 25 prósentum sumarið 2023 frá því sem var sumarið 2022. Hækkun töskugjalda er ekki séríslenskt fyrirbæri. Síðast í gær var greint frá því að American Airlines hefði hækkað töskugjöld sín um þriðjung og væri nú með dýrustu töskugjöldin vestanhafs eða sem næmi fjörutíu dollurum eða rúmlega fimm þúsund krónum. Flugfélagið benti á að um væri að ræða fyrstu hækkun á verði fyrir tösku frá árinu 2018. CNN segir hækkunina koma á tímum þar sem flugfélög vestan hafs heyi erfiða baráttu vegna aukins kostnaðar vegna eldsneytis og vinnuafls. Fram kom í tilkynningu frá Play í gær að tekist hefði að safna 2,6 milljörðum króna í hlutafjárútboðinu með þeim fyrirvara kaupenda að heildarsöfnunin næði fjórum milljörðum króna. Fréttir af flugi Play Icelandair Tengdar fréttir Forstjóri Play segir gott að fá sterka traustsyfirlýsingu Forstjóri Play segir stærstu hluthafa flugfélagsins hafa sent traustsyfirlýsingu með vilyrðum um 2,6 milljarða króna nýtt hlutafé. Hann segir að þótt umræðan um fjárhagsstöðuna hafi verið óþægileg hafi hún hvorki skaðað félagið né komið niður á bókunum. 20. febrúar 2024 21:21 „Sterk stuðningsyfirlýsing“ stærstu hluthafa sem leggja Play til 2,6 milljarða Stærstu fjárfestarnir í hluthafahópi Play hafa skráð sig fyrir samanlagt um 2,6 milljörðum í útboði félagsins gegn því skilyrði að það takist að sækja nýtt hlutafé fyrir að lágmarki fjóra milljarða. Útboðsgengið er um 33 prósentum lægra en hlutabréfaverð Play var þegar félagið birti uppgjör sitt og áform um hlutafjáraukningu fyrr í þessum mánuði. 20. febrúar 2024 11:04 Play komið með vilyrði fyrir 2,6 milljörðum króna Flugfélagið Play hefur safnað vilyrðum fyrir 2,6 milljörðum króna í áformi nýs hlutafjár með því skilyrði að félaginu takist að safna í heildina að lágmarki fjórum milljörðum króna. Þetta kemur fram í tilkynningu Play til Kauphallar. 20. febrúar 2024 09:33 Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Sjá meira
Þetta kemur fram í samantekt FF7. Þar kemur fram að árið 2021 í árdaga Play, sem skilgreinir sig sem lággjaldaflugfélag ólíkt Icelandair, hafi kostað 3.100 krónur að innrita 20 kílógramma tösku. Þremur árum síðar hefur gjaldið meira en tvöfaldast og kostar að lágmarki 6.715 krónur fyrir 23 kílógramma tösku sem Play bætti við sem möguleika í fyrra ofan á 20 kílógramma töskuna. Töskugjaldið hjá Icelandair hefur hækkað um fjórðung á milli ára og er komið í 6.600 krónur aðra leið. Icelandair rukkar allt að 4.700 krónur fyrir að flytja skíði en Play 8.500 krónur. FF7 hefur heimildir fyrir því að stjórnendur Play hafi í yfirstandandi hlutafjáraukningu bent fjárfestum á að farþegar félagsins borgi að jafnaði nokkru meira fyrir svokallaða aukaþjónustu. Töskugjöld eru þeirra á meðal. Hækkunin hafi numið 25 prósentum sumarið 2023 frá því sem var sumarið 2022. Hækkun töskugjalda er ekki séríslenskt fyrirbæri. Síðast í gær var greint frá því að American Airlines hefði hækkað töskugjöld sín um þriðjung og væri nú með dýrustu töskugjöldin vestanhafs eða sem næmi fjörutíu dollurum eða rúmlega fimm þúsund krónum. Flugfélagið benti á að um væri að ræða fyrstu hækkun á verði fyrir tösku frá árinu 2018. CNN segir hækkunina koma á tímum þar sem flugfélög vestan hafs heyi erfiða baráttu vegna aukins kostnaðar vegna eldsneytis og vinnuafls. Fram kom í tilkynningu frá Play í gær að tekist hefði að safna 2,6 milljörðum króna í hlutafjárútboðinu með þeim fyrirvara kaupenda að heildarsöfnunin næði fjórum milljörðum króna.
Fréttir af flugi Play Icelandair Tengdar fréttir Forstjóri Play segir gott að fá sterka traustsyfirlýsingu Forstjóri Play segir stærstu hluthafa flugfélagsins hafa sent traustsyfirlýsingu með vilyrðum um 2,6 milljarða króna nýtt hlutafé. Hann segir að þótt umræðan um fjárhagsstöðuna hafi verið óþægileg hafi hún hvorki skaðað félagið né komið niður á bókunum. 20. febrúar 2024 21:21 „Sterk stuðningsyfirlýsing“ stærstu hluthafa sem leggja Play til 2,6 milljarða Stærstu fjárfestarnir í hluthafahópi Play hafa skráð sig fyrir samanlagt um 2,6 milljörðum í útboði félagsins gegn því skilyrði að það takist að sækja nýtt hlutafé fyrir að lágmarki fjóra milljarða. Útboðsgengið er um 33 prósentum lægra en hlutabréfaverð Play var þegar félagið birti uppgjör sitt og áform um hlutafjáraukningu fyrr í þessum mánuði. 20. febrúar 2024 11:04 Play komið með vilyrði fyrir 2,6 milljörðum króna Flugfélagið Play hefur safnað vilyrðum fyrir 2,6 milljörðum króna í áformi nýs hlutafjár með því skilyrði að félaginu takist að safna í heildina að lágmarki fjórum milljörðum króna. Þetta kemur fram í tilkynningu Play til Kauphallar. 20. febrúar 2024 09:33 Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Sjá meira
Forstjóri Play segir gott að fá sterka traustsyfirlýsingu Forstjóri Play segir stærstu hluthafa flugfélagsins hafa sent traustsyfirlýsingu með vilyrðum um 2,6 milljarða króna nýtt hlutafé. Hann segir að þótt umræðan um fjárhagsstöðuna hafi verið óþægileg hafi hún hvorki skaðað félagið né komið niður á bókunum. 20. febrúar 2024 21:21
„Sterk stuðningsyfirlýsing“ stærstu hluthafa sem leggja Play til 2,6 milljarða Stærstu fjárfestarnir í hluthafahópi Play hafa skráð sig fyrir samanlagt um 2,6 milljörðum í útboði félagsins gegn því skilyrði að það takist að sækja nýtt hlutafé fyrir að lágmarki fjóra milljarða. Útboðsgengið er um 33 prósentum lægra en hlutabréfaverð Play var þegar félagið birti uppgjör sitt og áform um hlutafjáraukningu fyrr í þessum mánuði. 20. febrúar 2024 11:04
Play komið með vilyrði fyrir 2,6 milljörðum króna Flugfélagið Play hefur safnað vilyrðum fyrir 2,6 milljörðum króna í áformi nýs hlutafjár með því skilyrði að félaginu takist að safna í heildina að lágmarki fjórum milljörðum króna. Þetta kemur fram í tilkynningu Play til Kauphallar. 20. febrúar 2024 09:33