Ómar í stuði með Magdeburg en Kolstad tapaði stórt á heimavelli Smári Jökull Jónsson skrifar 21. febrúar 2024 19:46 Ómar Ingi var markahæstur hjá Magdeburg í kvöld. Vísir/Getty Ómar Ingi Magnússon átti flottan leik í liði Magdeburg sem vann stórsigur í Meistaradeildinni í handknattleik í kvöld. Norska liðið Kolstad mátti hins vegar sætta sig við stórt tap á heimavelli. Magdeburg var í heimsókn hjá Celje Lasko í Slóveníu en fyrir leikinn var Magdeburg í öðru sæti B-riðils en slóvenska liðið neðst án stiga. Enda var það Magdeburg sem var sterkari aðilinn í kvöld. Leikurinn var reyndar jafn til að byrja með en um miðjan síðari hálfleikinn náði Magdeburg þriggja marka forystu og munurinn var orðinn sex mörk að loknum fyrri hálfleik. Staðan þá 18-12. Munurinn fór mest upp í sjö mörk í upphafi síðari hálfleik en þá tóku heimamenn í Celje Lasko aðeins við sér. Þeir breyttu stöðunni úr 21-14 í 23-21 og spenna hlaupin í leikin. Hún stóð þó ekki lengi yfir. Gestirnir náðu 8-1 kafla og tryggðu sér öruggan sigur. Lokatölur 37-27. Ómar Ingi Magnússon var markahæstur ásamt Lukas Mertens í liði Magdeburg en hann skoraði átta mörk úr ellefu skotum. Gísli Þorgeir Kristjánsson sneri aftur eftir meiðsli og skoraði eitt mark en Janus Daði Smárason var ekki með Magdeburg í kvöld. Kolstad tekið í kennslustund í Noregi Í Noregi tók heimalið Kolstad á móti HC Zagreb frá Króatíu en liðin voru hlið við hlið í töflunni fyrir leikinn í 6. -7. sæti A-riðils. Gestirnir sýndu þó nokkra yfirburði í kvöld. Þeir náðu tíu marka forystu í fyrri hálfleik og lið Kolstad í algjöru basli. Staðan í hálfleik var 18-10 og heimamenn náðu lítið sem ekkert að minnka muninn í síðari hálfleiknum. Minnstur varð munurinn fimm mörk þegar tæpar tíu mínútur voru eftir en gestirnir frá Króatíu bættu þá bara í á nýjan leik. Lokatölur 34-25 og Kolstad því áfram með níu stig í næst neðsta sæti riðilsins. Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði fjögur mörk úr níu skotum fyrir Kolstad í leiknum. Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Sjá meira
Magdeburg var í heimsókn hjá Celje Lasko í Slóveníu en fyrir leikinn var Magdeburg í öðru sæti B-riðils en slóvenska liðið neðst án stiga. Enda var það Magdeburg sem var sterkari aðilinn í kvöld. Leikurinn var reyndar jafn til að byrja með en um miðjan síðari hálfleikinn náði Magdeburg þriggja marka forystu og munurinn var orðinn sex mörk að loknum fyrri hálfleik. Staðan þá 18-12. Munurinn fór mest upp í sjö mörk í upphafi síðari hálfleik en þá tóku heimamenn í Celje Lasko aðeins við sér. Þeir breyttu stöðunni úr 21-14 í 23-21 og spenna hlaupin í leikin. Hún stóð þó ekki lengi yfir. Gestirnir náðu 8-1 kafla og tryggðu sér öruggan sigur. Lokatölur 37-27. Ómar Ingi Magnússon var markahæstur ásamt Lukas Mertens í liði Magdeburg en hann skoraði átta mörk úr ellefu skotum. Gísli Þorgeir Kristjánsson sneri aftur eftir meiðsli og skoraði eitt mark en Janus Daði Smárason var ekki með Magdeburg í kvöld. Kolstad tekið í kennslustund í Noregi Í Noregi tók heimalið Kolstad á móti HC Zagreb frá Króatíu en liðin voru hlið við hlið í töflunni fyrir leikinn í 6. -7. sæti A-riðils. Gestirnir sýndu þó nokkra yfirburði í kvöld. Þeir náðu tíu marka forystu í fyrri hálfleik og lið Kolstad í algjöru basli. Staðan í hálfleik var 18-10 og heimamenn náðu lítið sem ekkert að minnka muninn í síðari hálfleiknum. Minnstur varð munurinn fimm mörk þegar tæpar tíu mínútur voru eftir en gestirnir frá Króatíu bættu þá bara í á nýjan leik. Lokatölur 34-25 og Kolstad því áfram með níu stig í næst neðsta sæti riðilsins. Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði fjögur mörk úr níu skotum fyrir Kolstad í leiknum.
Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Sjá meira