„Vantaði meiri ógnun“ Smári Jökull Jónsson skrifar 21. febrúar 2024 23:00 Mikel Arteta á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/Getty Mikel Arteta sagði að lið hans Arsenal yrði að gera betur í seinni leiknum gegn Porto en Arsenal mátti sætta sig við 1-0 tap á útivelli í kvöld. Mark Porto kom í uppbótartíma. Arsenal hefur verið á miklu flugi í ensku úrvalsdeildinni og unnið tvo stórsigra í röð í deildinni. Fyrst 6-0 sigur gegn West Ham og svo 5-0 gegn Burnley um helgina. Liðið tapaði hins vegar 1-0 gegn Porto í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld og gekk illa að skapa sér alvöru færi. „Augljóslega þurfum við að gera betur þegar við náum ekki að vinna. Hvernig við fórum með boltann á þremur augnablikum djúpt á vellinum er ekki nógu gott,“ en mark Porto kom í lokin eftir að Arsenal tapaði boltanum á miðjunni. „Nú er hálfleikur og við viljum vera í 8-liða úrslitum. Þú þarft að vinna andstæðinginn og það þurfum við að gera á Emirates-vellinum.“ ZERO shots on target for Arsenal vs. Porto pic.twitter.com/kuJgDQO42C— B/R Football (@brfootball) February 21, 2024 Arsenal gekk á illa að skapa sér færi í leiknum og átti ekki skot sem hitti rammann í leiknum í kvöld. „Okkur vantaði ógnun, miklu meiri ógnun og meiri grimmd þegar við vorum með boltann á síðasta þriðjungnum. Líka aftar á vellinum, meiri vilja til að koma þeim í vandræði. Við getum gert betur. Við spilum á heimavelli næst, þekkjum andstæðingana og vitum við hverju er að búast.“ Arteta endaði viðtalið á að ræða aðeins dómgæsluna og fannst ansi margar aukaspyrnur vera dæmdar í leiknum. „Þeir brjóta oft taktinn í leiknum og það voru margar aukaspyrnur. Að leyfa það er ekki nógu gott og við verðum að gera betur. Það leit út fyrir að við mættum ekki snerta neinn, allt var aukaspyrna. Við lærum af því undirbúum okkur betur og græjum þetta.“ Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Sjá meira
Arsenal hefur verið á miklu flugi í ensku úrvalsdeildinni og unnið tvo stórsigra í röð í deildinni. Fyrst 6-0 sigur gegn West Ham og svo 5-0 gegn Burnley um helgina. Liðið tapaði hins vegar 1-0 gegn Porto í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld og gekk illa að skapa sér alvöru færi. „Augljóslega þurfum við að gera betur þegar við náum ekki að vinna. Hvernig við fórum með boltann á þremur augnablikum djúpt á vellinum er ekki nógu gott,“ en mark Porto kom í lokin eftir að Arsenal tapaði boltanum á miðjunni. „Nú er hálfleikur og við viljum vera í 8-liða úrslitum. Þú þarft að vinna andstæðinginn og það þurfum við að gera á Emirates-vellinum.“ ZERO shots on target for Arsenal vs. Porto pic.twitter.com/kuJgDQO42C— B/R Football (@brfootball) February 21, 2024 Arsenal gekk á illa að skapa sér færi í leiknum og átti ekki skot sem hitti rammann í leiknum í kvöld. „Okkur vantaði ógnun, miklu meiri ógnun og meiri grimmd þegar við vorum með boltann á síðasta þriðjungnum. Líka aftar á vellinum, meiri vilja til að koma þeim í vandræði. Við getum gert betur. Við spilum á heimavelli næst, þekkjum andstæðingana og vitum við hverju er að búast.“ Arteta endaði viðtalið á að ræða aðeins dómgæsluna og fannst ansi margar aukaspyrnur vera dæmdar í leiknum. „Þeir brjóta oft taktinn í leiknum og það voru margar aukaspyrnur. Að leyfa það er ekki nógu gott og við verðum að gera betur. Það leit út fyrir að við mættum ekki snerta neinn, allt var aukaspyrna. Við lærum af því undirbúum okkur betur og græjum þetta.“
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Sjá meira