Modrić hetja Real Madríd Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. febrúar 2024 22:05 Sigurmarkið í uppsiglingu. Gonzalo Arroyo Moreno/Getty Images Gamla brýnið Luka Modrić reyndist hetja toppliðs Real Madríd þegar hann skoraði eina markið í sigri á Sevilla í La Liga, spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, í kvöld. Sigurinn þýðir að Real er nú með 9 stiga forskot á toppi deildarinnar. Spánarmeistarar Barcelona unnu stórsigur í gær, laugardag, og settu þar með örlitla pressu á topplið Real sem hefur spilað nær óaðfinnanlega það sem af er leiktíð. Liðið var þó töluvert frá sínu besta í kvöld og færa má rök fyrir því að sigurinn hafi verið óverðskuldaður ef horft er í tölfræðina. Jafntefli eflaust rétt niðurstaða en að því er ekki spurt. Heimamenn í Real komu boltanum vissulega í netið snemma leiks en brot dæmt í aðdragandanum og markið því ekki gilt. Staðan markalaus í hálfleik og lengi vel stefndi í að það yrði einfaldlega staðan þegar flautað yrði til leiksloka. Carlo Ancelotti, þjálfari Real, er hins vegar eldri en tvævetur og þegar stundarfjórðungur lifði leiks setti hann Modrić inn fyrir miðvörðinn José Ignacio Fernández Iglesias, betur þekktur sem Nacho. Sú skipting átti heldur betur eftir að skila sér en sex mínútum síðar skoraði Króatinn það sem reyndist sigurmarkið. Modrić tókst þá að búa sér til örlítið pláss fyrir utan teig og beið ekki boðanna, hann lét vaða að marki og boltinn söng í netinu. Staðan orðin 1-0 og reyndust það lokatölur í kvöld. 1 - At 38 years and 169 days, @realmadriden's Luka Modri has become the second oldest player to score from outside the box in LaLiga since at least the 2003/04 season, after Jorge Molina (two goals, the last at 40 years and 15 days). Eternal. pic.twitter.com/c9yQkwG51t— OptaJose (@OptaJose) February 25, 2024 Sigurinn þýðir að Real er með 65 stig á topp La Liga, Barcelona kemur þar á eftir með 57 stig á meðan Girona er með 56 stig og leik til góða í 3. sæti. Spænski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Barcelona tímabundið í annað sæti eftir stórsigur Barcelona lagði Getafe örugglega í La Liga, spænsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Lokatölur í Katalóníu 4-0 heimaliðinu í vil. 24. febrúar 2024 17:15
Gamla brýnið Luka Modrić reyndist hetja toppliðs Real Madríd þegar hann skoraði eina markið í sigri á Sevilla í La Liga, spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, í kvöld. Sigurinn þýðir að Real er nú með 9 stiga forskot á toppi deildarinnar. Spánarmeistarar Barcelona unnu stórsigur í gær, laugardag, og settu þar með örlitla pressu á topplið Real sem hefur spilað nær óaðfinnanlega það sem af er leiktíð. Liðið var þó töluvert frá sínu besta í kvöld og færa má rök fyrir því að sigurinn hafi verið óverðskuldaður ef horft er í tölfræðina. Jafntefli eflaust rétt niðurstaða en að því er ekki spurt. Heimamenn í Real komu boltanum vissulega í netið snemma leiks en brot dæmt í aðdragandanum og markið því ekki gilt. Staðan markalaus í hálfleik og lengi vel stefndi í að það yrði einfaldlega staðan þegar flautað yrði til leiksloka. Carlo Ancelotti, þjálfari Real, er hins vegar eldri en tvævetur og þegar stundarfjórðungur lifði leiks setti hann Modrić inn fyrir miðvörðinn José Ignacio Fernández Iglesias, betur þekktur sem Nacho. Sú skipting átti heldur betur eftir að skila sér en sex mínútum síðar skoraði Króatinn það sem reyndist sigurmarkið. Modrić tókst þá að búa sér til örlítið pláss fyrir utan teig og beið ekki boðanna, hann lét vaða að marki og boltinn söng í netinu. Staðan orðin 1-0 og reyndust það lokatölur í kvöld. 1 - At 38 years and 169 days, @realmadriden's Luka Modri has become the second oldest player to score from outside the box in LaLiga since at least the 2003/04 season, after Jorge Molina (two goals, the last at 40 years and 15 days). Eternal. pic.twitter.com/c9yQkwG51t— OptaJose (@OptaJose) February 25, 2024 Sigurinn þýðir að Real er með 65 stig á topp La Liga, Barcelona kemur þar á eftir með 57 stig á meðan Girona er með 56 stig og leik til góða í 3. sæti.
Spænski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Barcelona tímabundið í annað sæti eftir stórsigur Barcelona lagði Getafe örugglega í La Liga, spænsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Lokatölur í Katalóníu 4-0 heimaliðinu í vil. 24. febrúar 2024 17:15
Barcelona tímabundið í annað sæti eftir stórsigur Barcelona lagði Getafe örugglega í La Liga, spænsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Lokatölur í Katalóníu 4-0 heimaliðinu í vil. 24. febrúar 2024 17:15
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti