Íslandsmeistaratitillinn sá þriðji í sögu Þórsara Snorri Már Vagnsson skrifar 23. febrúar 2024 18:41 Hafþór "Detinate" Örn, Pétur "Peterr" Örn, Alfreð "Allee" Leó og Davíð "Dabbehh" Matthíasson. Rafíþróttalið Þórs í Counter-Strike varð á dögunum Íslandsmeistari í Counter-Strike er þeir unnu Ljósleiðaradeildina. Íslandsmeistaratitillinn er sá þriðji sem karlalið Þórs í hópíþrótt vinnur Íslandsmeistaratitil. Tvisvar áður hafa Þórsarar orðið Íslandsmeistarar, en það var árin 1993 og 2001. Báðir voru titlarnir í innanhússfótbolta. Bjarni Sigurðsson, formaður Rafíþróttadeildar Þórs sagði strákana „ekki vera bara að skrifa sögu rafíþróttadeildarinnar heldur eru þeir að setja sig á spjöld sögunnar hjá Þór,“ sagði Bjarni er hann spjallaði við heimasíðu Þórs. Þórsarar sigruðu Ljósleiðaradeildina í algjörum úrslitaleik gegn liði NOCCO Dusty þann 17. febrúar, en Akureyringarnir höfðu tveggja stiga forskot á erkifjendurna í Dusty fyrir leik. Þórsarar unnu deildina því með fjögurra stiga forskoti eftir að haldast í hendur við Dusty nánast allt tímabilið. Næst á dagskrá fyrir íslensk Counter-Strike lið er Stórmeistaramótið, en það hefst þann 26. febrúar og má nálgast upplýsingar um mótið á frag.is Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Þór Akureyri Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport
Tvisvar áður hafa Þórsarar orðið Íslandsmeistarar, en það var árin 1993 og 2001. Báðir voru titlarnir í innanhússfótbolta. Bjarni Sigurðsson, formaður Rafíþróttadeildar Þórs sagði strákana „ekki vera bara að skrifa sögu rafíþróttadeildarinnar heldur eru þeir að setja sig á spjöld sögunnar hjá Þór,“ sagði Bjarni er hann spjallaði við heimasíðu Þórs. Þórsarar sigruðu Ljósleiðaradeildina í algjörum úrslitaleik gegn liði NOCCO Dusty þann 17. febrúar, en Akureyringarnir höfðu tveggja stiga forskot á erkifjendurna í Dusty fyrir leik. Þórsarar unnu deildina því með fjögurra stiga forskoti eftir að haldast í hendur við Dusty nánast allt tímabilið. Næst á dagskrá fyrir íslensk Counter-Strike lið er Stórmeistaramótið, en það hefst þann 26. febrúar og má nálgast upplýsingar um mótið á frag.is
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Þór Akureyri Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport