Gerðist svo ógnarhratt að þau gátu ekki tekið neitt með sér Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. febrúar 2024 21:01 Erla María hefur verið búsett í Valencia nær óslitið síðan 2006. Hún segir borgarbúa slegna vegna stórbrunans. Samsett Minnst tíu fórust í gríðarlegum eldsvoða í fjölbýlishúsi í Valencia á Spáni í gær. Íslendingur búsettur í borginni segir íbúa í algjöru áfalli. Fjölskylda sem hún þekkir missti heimili sitt í brunanum. Eldurinn braust út rétt fyrir kvöldmat í Campanar-hverfinu í norðvesturhluta Valencia. Vitni lýsa því að logarnir hafi breitt ógnarhratt úr sér; húsið hafi orðið alelda á fáeinum mínútum. Einhverjir komust út af sjálfsdáðum en mörgum var bjargað af svölum. Erla María Huttunen, íslenskur kennari sem búsettur er í Valencia, segir borgarbúa í áfalli. „Fólk er bara í sjokki, það býst enginn við svona svakalegu. Ég held að sjokkið sé líka yfir því hvað eldurinn breiddist hratt út og hvernig allt gerðist rosalega hratt. Það koma upp eldar af og til en ekki svona gríðarlega stórir. Og þetta er bara versti eldsvoði í sögu Valencia.“ Viðtal við Erlu Maríu í kvöldfréttum Stöðvar 2 má horfa á í spilaranum hér fyrir neðan. Á meðal þeirra sem misstu heimili sitt í eldsvoðanum er fjölskylda sem Erla kannast við; börnin eru nemendur í skólanum sem hún kennir í og bekkjarfélagar dætra hennar. Yngri strákurinn var veikur heima þegar eldurinn braust út. „Ég held það hafi einmitt verið mamma hans sem var heima með honum og þau sjá að þetta er allt að gerast. Þau grípa blautt handklæði og hlaupa út, gátu ekki tekið neitt með sér af því að þetta gerðist svo rosalega hratt.“ Sá eldri mætti í skólann í dag og var furðu brattur, að sögn Erlu. „Ein bekkjarsystirin var að grátandi og hann segir: Vertu ekkert að gráta, það var nú ég sem lenti í þessu!“ Óttast er að eldfim klæðning utan á húsinu hafi stuðlað að hraðri útbreiðslu eldsins, sem minnir um margt á hinn hryllilega Grenfell-bruna í London árið 2017. Þá var einnig mjög hvasst í Valencia í gær, sem gæti hafa spilað inn í. Þriggja daga sorgartímabili hefur verið lýst yfir í borginni. „Fótboltaleikjum hefur verið aflýst tímabundið, æfingum líka. Dóttir mín átti að fara á fótboltaleik núna en honum var aflýst. Það er mikil sorg. Maður eiginlega áttar sig ekki á því að svona hlutir geti gerst við hliðina á manni.“ Spánn Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Fresta Valencia leiknum vegna stórbrunans Leikur Valencia í spænsku deildinni fer ekki fram um helgina en liðið átti útileik á móti Granada í La Liga. 23. febrúar 2024 13:32 Að minnsta kosti fjórir látnir í eldsvoðanum í Valencia Að minnsta kosti fjórir eru látnir og fjórtán slasaðir eftir að eldur braust út í Valencia á Spáni í gær og gleypti stórt og mikið fjölbýlishús. Nítján er enn saknað. 23. febrúar 2024 08:28 Eldur gleypir í sig stóra blokk í Valencia Fjórtán hæða fjölbýlishús er í ljósum logum í Campanarhverfi Valenciaborgar á Spáni. Eldurinn hefur náð til flestra hæða í húsinu og þykkur reykmökkur sést um alla borgina. 22. febrúar 2024 18:41 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Fleiri fréttir Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Sjá meira
Eldurinn braust út rétt fyrir kvöldmat í Campanar-hverfinu í norðvesturhluta Valencia. Vitni lýsa því að logarnir hafi breitt ógnarhratt úr sér; húsið hafi orðið alelda á fáeinum mínútum. Einhverjir komust út af sjálfsdáðum en mörgum var bjargað af svölum. Erla María Huttunen, íslenskur kennari sem búsettur er í Valencia, segir borgarbúa í áfalli. „Fólk er bara í sjokki, það býst enginn við svona svakalegu. Ég held að sjokkið sé líka yfir því hvað eldurinn breiddist hratt út og hvernig allt gerðist rosalega hratt. Það koma upp eldar af og til en ekki svona gríðarlega stórir. Og þetta er bara versti eldsvoði í sögu Valencia.“ Viðtal við Erlu Maríu í kvöldfréttum Stöðvar 2 má horfa á í spilaranum hér fyrir neðan. Á meðal þeirra sem misstu heimili sitt í eldsvoðanum er fjölskylda sem Erla kannast við; börnin eru nemendur í skólanum sem hún kennir í og bekkjarfélagar dætra hennar. Yngri strákurinn var veikur heima þegar eldurinn braust út. „Ég held það hafi einmitt verið mamma hans sem var heima með honum og þau sjá að þetta er allt að gerast. Þau grípa blautt handklæði og hlaupa út, gátu ekki tekið neitt með sér af því að þetta gerðist svo rosalega hratt.“ Sá eldri mætti í skólann í dag og var furðu brattur, að sögn Erlu. „Ein bekkjarsystirin var að grátandi og hann segir: Vertu ekkert að gráta, það var nú ég sem lenti í þessu!“ Óttast er að eldfim klæðning utan á húsinu hafi stuðlað að hraðri útbreiðslu eldsins, sem minnir um margt á hinn hryllilega Grenfell-bruna í London árið 2017. Þá var einnig mjög hvasst í Valencia í gær, sem gæti hafa spilað inn í. Þriggja daga sorgartímabili hefur verið lýst yfir í borginni. „Fótboltaleikjum hefur verið aflýst tímabundið, æfingum líka. Dóttir mín átti að fara á fótboltaleik núna en honum var aflýst. Það er mikil sorg. Maður eiginlega áttar sig ekki á því að svona hlutir geti gerst við hliðina á manni.“
Spánn Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Fresta Valencia leiknum vegna stórbrunans Leikur Valencia í spænsku deildinni fer ekki fram um helgina en liðið átti útileik á móti Granada í La Liga. 23. febrúar 2024 13:32 Að minnsta kosti fjórir látnir í eldsvoðanum í Valencia Að minnsta kosti fjórir eru látnir og fjórtán slasaðir eftir að eldur braust út í Valencia á Spáni í gær og gleypti stórt og mikið fjölbýlishús. Nítján er enn saknað. 23. febrúar 2024 08:28 Eldur gleypir í sig stóra blokk í Valencia Fjórtán hæða fjölbýlishús er í ljósum logum í Campanarhverfi Valenciaborgar á Spáni. Eldurinn hefur náð til flestra hæða í húsinu og þykkur reykmökkur sést um alla borgina. 22. febrúar 2024 18:41 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Fleiri fréttir Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Sjá meira
Fresta Valencia leiknum vegna stórbrunans Leikur Valencia í spænsku deildinni fer ekki fram um helgina en liðið átti útileik á móti Granada í La Liga. 23. febrúar 2024 13:32
Að minnsta kosti fjórir látnir í eldsvoðanum í Valencia Að minnsta kosti fjórir eru látnir og fjórtán slasaðir eftir að eldur braust út í Valencia á Spáni í gær og gleypti stórt og mikið fjölbýlishús. Nítján er enn saknað. 23. febrúar 2024 08:28
Eldur gleypir í sig stóra blokk í Valencia Fjórtán hæða fjölbýlishús er í ljósum logum í Campanarhverfi Valenciaborgar á Spáni. Eldurinn hefur náð til flestra hæða í húsinu og þykkur reykmökkur sést um alla borgina. 22. febrúar 2024 18:41