Valsmenn sóttu sigur á lokasekúndum leiksins Ágúst Orri Arnarson skrifar 25. febrúar 2024 18:09 Benedikt Gunnar Óskarsson skoraði sigurmark Vals á síðustu sekúndum leiksins Vísir/Pawel Stjarnan mátti þola eins marks tap, 23-24, er þeir tóku á móti Val í 17. umferð Olís deildar karla. Valsmenn byrjuðu leikinn betur en Stjörnumenn unnu sig fljótt inn. Þeir jöfnuðu leikinn 5-5 eftir um fimmtán mínútur og voru svo komnir 9-5 yfir aðeins fimm mínútum síðar. Valur minnkaði forystuna niður í tvö mörk fyrir hálfleik og staðan var 10-8 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Tveggja marka forysta Stjörnunnar hélst nokkurn veginn fram að 50. mínútu. Þá loksins tókst Val að jafna leikinn, 19-19. Það var hart barist fram á síðustu mínútu, Valsmenn tóku forystuna en Stjörnumenn hleyptu þeim aldrei langt undan. Lokamínútan var æsispennandi, Valur var tveimur mörkum yfir en Benedikt Marinó minnkaði muninn úr horninu og Hergeir Grímsson jafnaði úr hraðaupphlaupi. Benedikt Gunnar Óskarsson steig þá upp fyrir sitt lið og tryggði Val sigurinn með góðu skoti utan af velli þegar um fjórar sekúndur voru eftir af leiknum. Adam Thorstensen varði frábærlega fyrir Stjörnuna í leiknum, 19 skot af 42. Tandri Már Konráðsson og Hergeir Grímsson voru markahæstir í liðinu með sex mörk hver. Valsmegin var Benedikt Gunnar Óskarsson atkvæðamestur með níu mörk og tvær stoðsendingar. Valsmenn minnkuðu forskot FH í efsta sæti deildarinnar niður í eitt stig, FH á þó leik til góða. Stjarnan situr áfram í 7. sæti deildarinnar með 15 stig, jafnir Gróttu í 8. sæti og þremur stigum frá Haukum í 6. sæti. Olís-deild karla Stjarnan Valur Mest lesið Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmóti í keilu og Lögmál leiksins Sport Fleiri fréttir Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Mikilvægur sigur Eyjakvenna Færeyingar unnu í Hollandi og eru á toppnum í riðlinum ÍR-konur upp fyrir Selfoss eftir sigur á Selfossi Aldís Ásta spilaði upp liðsfélagana í enn einum sigrinum Aðeins einu sinni komist fyrr inn á EM í handbolta Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið „Betri ára yfir okkur“ „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Haukar fóru illa með botnliðið „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Lærisveinar Alfreðs að stinga af Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Dana Björg með níu mörk í stórsigri Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt „Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Aron verður heldur ekki með í dag „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Sjá meira
Valsmenn byrjuðu leikinn betur en Stjörnumenn unnu sig fljótt inn. Þeir jöfnuðu leikinn 5-5 eftir um fimmtán mínútur og voru svo komnir 9-5 yfir aðeins fimm mínútum síðar. Valur minnkaði forystuna niður í tvö mörk fyrir hálfleik og staðan var 10-8 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Tveggja marka forysta Stjörnunnar hélst nokkurn veginn fram að 50. mínútu. Þá loksins tókst Val að jafna leikinn, 19-19. Það var hart barist fram á síðustu mínútu, Valsmenn tóku forystuna en Stjörnumenn hleyptu þeim aldrei langt undan. Lokamínútan var æsispennandi, Valur var tveimur mörkum yfir en Benedikt Marinó minnkaði muninn úr horninu og Hergeir Grímsson jafnaði úr hraðaupphlaupi. Benedikt Gunnar Óskarsson steig þá upp fyrir sitt lið og tryggði Val sigurinn með góðu skoti utan af velli þegar um fjórar sekúndur voru eftir af leiknum. Adam Thorstensen varði frábærlega fyrir Stjörnuna í leiknum, 19 skot af 42. Tandri Már Konráðsson og Hergeir Grímsson voru markahæstir í liðinu með sex mörk hver. Valsmegin var Benedikt Gunnar Óskarsson atkvæðamestur með níu mörk og tvær stoðsendingar. Valsmenn minnkuðu forskot FH í efsta sæti deildarinnar niður í eitt stig, FH á þó leik til góða. Stjarnan situr áfram í 7. sæti deildarinnar með 15 stig, jafnir Gróttu í 8. sæti og þremur stigum frá Haukum í 6. sæti.
Olís-deild karla Stjarnan Valur Mest lesið Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmóti í keilu og Lögmál leiksins Sport Fleiri fréttir Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Mikilvægur sigur Eyjakvenna Færeyingar unnu í Hollandi og eru á toppnum í riðlinum ÍR-konur upp fyrir Selfoss eftir sigur á Selfossi Aldís Ásta spilaði upp liðsfélagana í enn einum sigrinum Aðeins einu sinni komist fyrr inn á EM í handbolta Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið „Betri ára yfir okkur“ „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Haukar fóru illa með botnliðið „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Lærisveinar Alfreðs að stinga af Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Dana Björg með níu mörk í stórsigri Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt „Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Aron verður heldur ekki með í dag „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Sjá meira