Örvæntingin Sigmar Guðmundsson skrifar 27. febrúar 2024 08:00 Ég hef ekki farið í felur með þá skoðun mína að eitt allra alvarlegasta meinið sem samfélagið glímir við í dag er áfengis- og vímuefnavandinn. Við sem samfélag erum merkilega áhugalaus gagnvart þeirri staðreynd að um 100 einstaklingar deyja árlega úr þessum sjúkdómi. Á bak við þessa 100 einstaklinga er svo gríðarlegur fjöldi annarra sem syrgir. Enn stærri er svo hópurinn sem glímir við fíkn á hverjum einasta degi. Þetta fólk er talið í tugþúsundum. Samfélagið er steinsofandi og svo samdauna vandanum, að við kippum okkur ekki lengur upp við að 18 ára gamall drengur látist úr ofskömmtun. 18 ára drengur er dáinn úr alkóhólisma löngu áður en hann hefur aldur til að kaupa brennivín í ríkinu! Vissulega hefur þessi vandi verið að vaxa með okkur í gegnum árin en við getum ekki leyft okkur að verða svo samdauna að fórnarlömb faraldursins gleymist. Í hvert einasta sinn sem ég færi þetta í tal, hvort sem það er á Alþingi, í fjölmiðlum eða á samfélagsmiðlum þá rignir yfir mig skilaboðum frá fólki sem á eitt sameiginlegt. Örvæntingu. Örvæntingu yfir því að börnin þeirra komast ekki í meðferð. Örvæntingu vegna þess úrræðaleysis sem þau upplifa í svokölluðu velferðarsamfélagi sem var byggt upp til að grípa okkar veikasta fólk. Á meðal aðstandenda er sú tilfinning djúpstæð að fólkið þeirra sé gleymt og grafið þótt það sé enn á lífi. Lifandi dáið. Er svona erfitt fyrir okkur að tengja við örvæntingafulla foreldra sem horfa á fárveikt barnið sitt og óttast á hverjum einasta degi að barnið deyi áður en það losnar pláss í meðferð? Ég skil ekki alveg hvar við náðum að tína þræðinum svona hressilega í þessari baráttu. Á meðan eldarnir brenna þarna úti þá erum við slíkt aumingjasamfélag að kerfin okkar keyra ekki einu sinni á fullum afköstum. Við erum ekki að fullnýta plássin sem við þó höfum, á sama tíma og biðlistar lengjast og lengjast. Vandinn fer ekki neitt. Vogur keyrir ekki á fullum afköstum og það á við um fleiri meðferðarstöðvar. Ástæðan? Fjárskortur. Þetta er auðvitað algerlega glatað og hreint virðingarleysi gagnvart þeim hundruðum aðstandenda sem bíða á milli vonar og ótta eftir því að fá pláss fyrir sitt veika fólk. Að ekki sé talað um sjálfa sjúklingana sem eiga rétt á þessari heilbrigðisþjónustu. Ætlum við bara að sætta okkur við að um það bil tveir einstaklingar deyja í hverri einustu viku á meðan sjúkrarúmin eru tóm? Hverskona þvæla er eiginlega í gangi? Það er ekkert skrítið að fólk sé örvæntingarfullt. Ég ætla ekki að þykjast eiga öll svörin við því hvað best sé að gera. En ég er þó með ráð til ríkisstjórnarinnar. Við búum svo vel á Íslandi að hér er til ótrúlega öflug sérfræðiþekking á meðferðarstarfi og öllu því sem viðkemur þessum sjúkdómi. Hlustið á þetta fólk. Vel og vandlega og takið mark á því sem það segir ykkur. Það væri ágætis byrjun. Höfundur er alþingismaður fyrir Viðreisn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Guðmundsson Alþingi Fíkn Viðreisn Mest lesið Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hvers vegna er ungbarnadauði lægstur á Íslandi? Þórður Þórkelsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Sjá meira
Ég hef ekki farið í felur með þá skoðun mína að eitt allra alvarlegasta meinið sem samfélagið glímir við í dag er áfengis- og vímuefnavandinn. Við sem samfélag erum merkilega áhugalaus gagnvart þeirri staðreynd að um 100 einstaklingar deyja árlega úr þessum sjúkdómi. Á bak við þessa 100 einstaklinga er svo gríðarlegur fjöldi annarra sem syrgir. Enn stærri er svo hópurinn sem glímir við fíkn á hverjum einasta degi. Þetta fólk er talið í tugþúsundum. Samfélagið er steinsofandi og svo samdauna vandanum, að við kippum okkur ekki lengur upp við að 18 ára gamall drengur látist úr ofskömmtun. 18 ára drengur er dáinn úr alkóhólisma löngu áður en hann hefur aldur til að kaupa brennivín í ríkinu! Vissulega hefur þessi vandi verið að vaxa með okkur í gegnum árin en við getum ekki leyft okkur að verða svo samdauna að fórnarlömb faraldursins gleymist. Í hvert einasta sinn sem ég færi þetta í tal, hvort sem það er á Alþingi, í fjölmiðlum eða á samfélagsmiðlum þá rignir yfir mig skilaboðum frá fólki sem á eitt sameiginlegt. Örvæntingu. Örvæntingu yfir því að börnin þeirra komast ekki í meðferð. Örvæntingu vegna þess úrræðaleysis sem þau upplifa í svokölluðu velferðarsamfélagi sem var byggt upp til að grípa okkar veikasta fólk. Á meðal aðstandenda er sú tilfinning djúpstæð að fólkið þeirra sé gleymt og grafið þótt það sé enn á lífi. Lifandi dáið. Er svona erfitt fyrir okkur að tengja við örvæntingafulla foreldra sem horfa á fárveikt barnið sitt og óttast á hverjum einasta degi að barnið deyi áður en það losnar pláss í meðferð? Ég skil ekki alveg hvar við náðum að tína þræðinum svona hressilega í þessari baráttu. Á meðan eldarnir brenna þarna úti þá erum við slíkt aumingjasamfélag að kerfin okkar keyra ekki einu sinni á fullum afköstum. Við erum ekki að fullnýta plássin sem við þó höfum, á sama tíma og biðlistar lengjast og lengjast. Vandinn fer ekki neitt. Vogur keyrir ekki á fullum afköstum og það á við um fleiri meðferðarstöðvar. Ástæðan? Fjárskortur. Þetta er auðvitað algerlega glatað og hreint virðingarleysi gagnvart þeim hundruðum aðstandenda sem bíða á milli vonar og ótta eftir því að fá pláss fyrir sitt veika fólk. Að ekki sé talað um sjálfa sjúklingana sem eiga rétt á þessari heilbrigðisþjónustu. Ætlum við bara að sætta okkur við að um það bil tveir einstaklingar deyja í hverri einustu viku á meðan sjúkrarúmin eru tóm? Hverskona þvæla er eiginlega í gangi? Það er ekkert skrítið að fólk sé örvæntingarfullt. Ég ætla ekki að þykjast eiga öll svörin við því hvað best sé að gera. En ég er þó með ráð til ríkisstjórnarinnar. Við búum svo vel á Íslandi að hér er til ótrúlega öflug sérfræðiþekking á meðferðarstarfi og öllu því sem viðkemur þessum sjúkdómi. Hlustið á þetta fólk. Vel og vandlega og takið mark á því sem það segir ykkur. Það væri ágætis byrjun. Höfundur er alþingismaður fyrir Viðreisn.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun