Örvæntingin Sigmar Guðmundsson skrifar 27. febrúar 2024 08:00 Ég hef ekki farið í felur með þá skoðun mína að eitt allra alvarlegasta meinið sem samfélagið glímir við í dag er áfengis- og vímuefnavandinn. Við sem samfélag erum merkilega áhugalaus gagnvart þeirri staðreynd að um 100 einstaklingar deyja árlega úr þessum sjúkdómi. Á bak við þessa 100 einstaklinga er svo gríðarlegur fjöldi annarra sem syrgir. Enn stærri er svo hópurinn sem glímir við fíkn á hverjum einasta degi. Þetta fólk er talið í tugþúsundum. Samfélagið er steinsofandi og svo samdauna vandanum, að við kippum okkur ekki lengur upp við að 18 ára gamall drengur látist úr ofskömmtun. 18 ára drengur er dáinn úr alkóhólisma löngu áður en hann hefur aldur til að kaupa brennivín í ríkinu! Vissulega hefur þessi vandi verið að vaxa með okkur í gegnum árin en við getum ekki leyft okkur að verða svo samdauna að fórnarlömb faraldursins gleymist. Í hvert einasta sinn sem ég færi þetta í tal, hvort sem það er á Alþingi, í fjölmiðlum eða á samfélagsmiðlum þá rignir yfir mig skilaboðum frá fólki sem á eitt sameiginlegt. Örvæntingu. Örvæntingu yfir því að börnin þeirra komast ekki í meðferð. Örvæntingu vegna þess úrræðaleysis sem þau upplifa í svokölluðu velferðarsamfélagi sem var byggt upp til að grípa okkar veikasta fólk. Á meðal aðstandenda er sú tilfinning djúpstæð að fólkið þeirra sé gleymt og grafið þótt það sé enn á lífi. Lifandi dáið. Er svona erfitt fyrir okkur að tengja við örvæntingafulla foreldra sem horfa á fárveikt barnið sitt og óttast á hverjum einasta degi að barnið deyi áður en það losnar pláss í meðferð? Ég skil ekki alveg hvar við náðum að tína þræðinum svona hressilega í þessari baráttu. Á meðan eldarnir brenna þarna úti þá erum við slíkt aumingjasamfélag að kerfin okkar keyra ekki einu sinni á fullum afköstum. Við erum ekki að fullnýta plássin sem við þó höfum, á sama tíma og biðlistar lengjast og lengjast. Vandinn fer ekki neitt. Vogur keyrir ekki á fullum afköstum og það á við um fleiri meðferðarstöðvar. Ástæðan? Fjárskortur. Þetta er auðvitað algerlega glatað og hreint virðingarleysi gagnvart þeim hundruðum aðstandenda sem bíða á milli vonar og ótta eftir því að fá pláss fyrir sitt veika fólk. Að ekki sé talað um sjálfa sjúklingana sem eiga rétt á þessari heilbrigðisþjónustu. Ætlum við bara að sætta okkur við að um það bil tveir einstaklingar deyja í hverri einustu viku á meðan sjúkrarúmin eru tóm? Hverskona þvæla er eiginlega í gangi? Það er ekkert skrítið að fólk sé örvæntingarfullt. Ég ætla ekki að þykjast eiga öll svörin við því hvað best sé að gera. En ég er þó með ráð til ríkisstjórnarinnar. Við búum svo vel á Íslandi að hér er til ótrúlega öflug sérfræðiþekking á meðferðarstarfi og öllu því sem viðkemur þessum sjúkdómi. Hlustið á þetta fólk. Vel og vandlega og takið mark á því sem það segir ykkur. Það væri ágætis byrjun. Höfundur er alþingismaður fyrir Viðreisn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Guðmundsson Alþingi Fíkn Viðreisn Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Ég hef ekki farið í felur með þá skoðun mína að eitt allra alvarlegasta meinið sem samfélagið glímir við í dag er áfengis- og vímuefnavandinn. Við sem samfélag erum merkilega áhugalaus gagnvart þeirri staðreynd að um 100 einstaklingar deyja árlega úr þessum sjúkdómi. Á bak við þessa 100 einstaklinga er svo gríðarlegur fjöldi annarra sem syrgir. Enn stærri er svo hópurinn sem glímir við fíkn á hverjum einasta degi. Þetta fólk er talið í tugþúsundum. Samfélagið er steinsofandi og svo samdauna vandanum, að við kippum okkur ekki lengur upp við að 18 ára gamall drengur látist úr ofskömmtun. 18 ára drengur er dáinn úr alkóhólisma löngu áður en hann hefur aldur til að kaupa brennivín í ríkinu! Vissulega hefur þessi vandi verið að vaxa með okkur í gegnum árin en við getum ekki leyft okkur að verða svo samdauna að fórnarlömb faraldursins gleymist. Í hvert einasta sinn sem ég færi þetta í tal, hvort sem það er á Alþingi, í fjölmiðlum eða á samfélagsmiðlum þá rignir yfir mig skilaboðum frá fólki sem á eitt sameiginlegt. Örvæntingu. Örvæntingu yfir því að börnin þeirra komast ekki í meðferð. Örvæntingu vegna þess úrræðaleysis sem þau upplifa í svokölluðu velferðarsamfélagi sem var byggt upp til að grípa okkar veikasta fólk. Á meðal aðstandenda er sú tilfinning djúpstæð að fólkið þeirra sé gleymt og grafið þótt það sé enn á lífi. Lifandi dáið. Er svona erfitt fyrir okkur að tengja við örvæntingafulla foreldra sem horfa á fárveikt barnið sitt og óttast á hverjum einasta degi að barnið deyi áður en það losnar pláss í meðferð? Ég skil ekki alveg hvar við náðum að tína þræðinum svona hressilega í þessari baráttu. Á meðan eldarnir brenna þarna úti þá erum við slíkt aumingjasamfélag að kerfin okkar keyra ekki einu sinni á fullum afköstum. Við erum ekki að fullnýta plássin sem við þó höfum, á sama tíma og biðlistar lengjast og lengjast. Vandinn fer ekki neitt. Vogur keyrir ekki á fullum afköstum og það á við um fleiri meðferðarstöðvar. Ástæðan? Fjárskortur. Þetta er auðvitað algerlega glatað og hreint virðingarleysi gagnvart þeim hundruðum aðstandenda sem bíða á milli vonar og ótta eftir því að fá pláss fyrir sitt veika fólk. Að ekki sé talað um sjálfa sjúklingana sem eiga rétt á þessari heilbrigðisþjónustu. Ætlum við bara að sætta okkur við að um það bil tveir einstaklingar deyja í hverri einustu viku á meðan sjúkrarúmin eru tóm? Hverskona þvæla er eiginlega í gangi? Það er ekkert skrítið að fólk sé örvæntingarfullt. Ég ætla ekki að þykjast eiga öll svörin við því hvað best sé að gera. En ég er þó með ráð til ríkisstjórnarinnar. Við búum svo vel á Íslandi að hér er til ótrúlega öflug sérfræðiþekking á meðferðarstarfi og öllu því sem viðkemur þessum sjúkdómi. Hlustið á þetta fólk. Vel og vandlega og takið mark á því sem það segir ykkur. Það væri ágætis byrjun. Höfundur er alþingismaður fyrir Viðreisn.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun