Handknattleikssamband Íslands hefur leitað að mögulegum mótherjum í þessum vináttulandsleikjum eftir að ljóst varð á EM í janúar að Ísland missti afar naumlega af sæti í undankeppni Ólympíuleikanna.
Snorri ákvað að gefa reynsluboltunum Bjarka Má Elíssyni og Aroni Pálmarssyni, fyrirliða, frí frá leikjunum við Grikki og þeir ferðast því ekki með hópnum. Þá á örvhenta skyttan Kristján Örn Kristjánsson við meiðsli að stríða og verður ekki með.
Í stað þeirra þriggja koma hornamaðurinn Orri Freyr Þorkelsson og skytturnar Þorsteinn Leó Gunnarsson og Teitur Örn Einarsson, sem ekki voru valdir í EM-hópinn. Teitur kom þó inn í hópinn fyrir lokaleik mótsins vegna veikinda.
Hópurinn er að öðru leyti skipaður leikmönnum sem spiluðu á EM en hann má sjá hér að neðan.
Markverðir:
Björgvin Páll Gústavsson, Valur (267/22)
Viktor Gísli Hallgrímsson, HBC Nantes (58/1)
Aðrir leikmenn:
Arnar Freyr Arnarsson, MT Melsungen (94/98)
Einar Þorsteinn Ólafsson, Fredericia (8/0)
Elliði Snær Viðarsson, Vfl Gummersbach (46/97)
Elvar Örn Jónsson, MT Melsungen (75/171)
Gísli Þorgeir Kristjánsson, SC Magdeburg (59/129)
Haukur Þrastarson, Vive Kielce (31/42)
Janus Daði Smárason, SC Magdeburg (80/130)
Óðinn Þór Ríkharðsson, Katten Schaffhausen (36/104)
Ómar Ingi Magnússon, SC Magdeburg (82/280)
Orri Freyr Þorkelsson, Sporting (10/9)
Sigvaldi Björn Guðjónsson, Kolstad (72/207)
Stiven Tobar Valencia, Benfica (15/11)
Teitur Örn Einarsson, Flensburg-Handewitt (36/36)
Viggó Kristjánsson, Leipzig (53/149)
Ýmir Örn Gíslason, Rhein-Neckar Löwen (86/36)
Þorsteinn Leó Gunnarsson, Afturelding (3/1)