Ekki fyrir fram ákveðin atburðarás: „Sá þetta bara í fjölmiðlum“ Aron Guðmundsson skrifar 28. febrúar 2024 08:01 Aron Jóhannsson er ekki á förum frá Val. Hann hefur krotað undir nýjan samning við félagið og bundið enda á sögusagnir Vísir/Arnar Halldórsson Eftir nokkurt óvissutímabil hefur Aron Jóhannsson skrifað undir nýjan samning við Bestu deildar lið Vals. Breiðablik reyndi að klófesta miðjumanni reynda en án árangurs. Hann þvertekur fyrir að um fyrir fram ákveðna atburðarás hafi verið að ræða, af sinni hálfu, til þess að vænka samningsstöðu sína gagnvart Val. „Ég er bara spenntur fyrir komandi tímum og ánægður með þetta. Þessu óvissustigi er nú lokið. Ég verð hérna allavegana næstu árin,“ segir Aron í samtali við Vísi en nýr samningur hans við Val gildir til næstu tveggja ára. Þú talar um óvissustig. Fyrri samningur þinn við við Val var að nálgast sinn endapunkt og Breiðablik lagði fram kauptilboð í þig. Var einhver óvissa af þinni hálfu gagnvart því að þú myndir vera áfram mála hjá Val eða færa þig um set? „Það voru einhverjir orðrómar í gangi og maður reynir bara að pæla sem minnst í þeim. En ég er ánægður með þessa niðurstöðu, er spenntur fyrir komandi tímum hér. Við erum spenntir fyrir næsta tímabili og viljum gera betur en í fyrra. Voru einhver meiri samskipti á milli þarna við Breiðablik. Var þetta kostur sem þú varst að skoða? „Tilboðinu var hafnað. Ég segi nú kannski ekki að ég hafi frétt af þessu síðastur en ég fékk allavegana að vita þetta á svipuðum tíma og flestir aðrir. Ég sá þetta bara í fjölmiðlum, sá líka seinna í fjölmiðlum að tilboðinu hefði verið hafnað og var ekkert rosalega mikið að pæla í þessu. Svo fer af stað atburðarás sem endar með því að ég skrifa undir nýjan samning hér við Val. Ég er sáttur með þessa niðurstöðu.“ Stjörnuleikur umboðsmannsins? Staða Arons hefur verið mikið til umræðu upp á síðkastið enda um að ræða einn besta leikmann Bestu deildar og því ætti það ekki að koma á óvart að félög væru að horfa hýru auga til hans með tilliti til samningsstöðu hans. Í hlaðvarpsþættinum Dr. Football var nýjum samningi Arons við Val lýst sem stjörnuleik hjá umboðsmanni hans. Áhugi Breiðabliks hafi verið settur af stað með það sem markmið að fá nýjan samning fyrir Aron á Hlíðarenda. Var þetta fyrir fram ákveðin atburðarás hjá þér og umboðsmanni þínum með það fyrir augum að koma þér í betri samningsstöðu? „Nei. Allavegana ekki af minni hálfu. Ég er með umboðsmann að vinna fyrir mig. Hann hefur unnið fyrir mig í mörg ár og er ástæðan fyrir því að sú umboðsskrifstofa er sú besta á landinu. Þeir eru að vinna sína vinnu. Í lokin eru þeir með sáttan leikmann og þetta gekk allt eftir held ég.“ Aron í leik með Val Vísir/Diego Skýr markmið Aron sneri aftur hingað heim til Íslands fyrir tveimur árum síðan en félaginu hefur á þeim tíma ekki tekist að ná sínu aðal markmiði. Að standa uppi sem meistari. „Við höfum gengið í gegnum svona upp og niður tímabil. Við viljum vinna alla titla sem í boði eru. Frá því að ég kom heim höfum við ekki náð að gera það. Við erum með skýr markmið fyrir þetta tímabil, að standa uppi með einn eða titla að því afloknu.“ Til þess að það gerist munu Valsmenn þurfa að skáka liðum á borð við ríkjandi Íslands- og bikarmeistara Víkings Reykjavíkur sem hlupu í burtu með Íslandsmeistaratitilinn á síðasta tímabili. Arnar Grétarsson er þjálfari ValsVísir/Pawel Cieslikiewicz Valur endaði það tímabil í öðru sæti en telur Aron að liðið sé betur í stakk búið til þess að berjast við Víkinga á komandi tímabili? „Já. Maður tekur hatt sinn ofan fyrir Víkingum og frammistöðu þeirra á síðasta tímabili. Þeir áttu frábært ár og eru núna liðið sem þarf að skáka. Við erum að undirbúa okkur fyrir það að vera í baráttunni við þá. Svo eru lið eins og Breiðablik og Stjarnan sem eru að koma vel inn í þetta líka.“ Ég held að þetta verði virkilega skemmtilegt tímabil, verði jafnara heldur en upp á síðkastið og vonandi verður það svoleiðis. En þótt að ég voni að þetta verði spennandi, þá vona ég líka á sama tíma að við stöndum uppi sem sigurvegarar í lokin.“ Einn af mörgum þáttum sem heilla við Val Aron hafði nýlokið æfingu með Val þegar að hann ræddi við íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 en Valsmenn æfa alltaf fyrir hádegi, eitthvað sem verður að teljast ansi óvenjulegt hér á landi en á sama tíma afar heillandi, líkt og Aron lætur í ljós uppi. „Mér finnst það klárlega. Ástæðan fyrir því að það er gott að vera hér á Hlíðarenda, ein af mörgum, er sú að við æfum fyrir hádegi. Flestir okkar, sér í lagi eldri strákarnir, erum með fjölskyldu og börn og því er þetta mjög hentugur tími fyrir okkur og klárlega aðlagandi punktur fyrir það að vera hér í Val. Maður fær að vera meira heima, getur verið að sækja krakkana í skólann og verja meiri tíma með fjölskyldunni.“ Besta deild karla Valur Breiðablik Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
„Ég er bara spenntur fyrir komandi tímum og ánægður með þetta. Þessu óvissustigi er nú lokið. Ég verð hérna allavegana næstu árin,“ segir Aron í samtali við Vísi en nýr samningur hans við Val gildir til næstu tveggja ára. Þú talar um óvissustig. Fyrri samningur þinn við við Val var að nálgast sinn endapunkt og Breiðablik lagði fram kauptilboð í þig. Var einhver óvissa af þinni hálfu gagnvart því að þú myndir vera áfram mála hjá Val eða færa þig um set? „Það voru einhverjir orðrómar í gangi og maður reynir bara að pæla sem minnst í þeim. En ég er ánægður með þessa niðurstöðu, er spenntur fyrir komandi tímum hér. Við erum spenntir fyrir næsta tímabili og viljum gera betur en í fyrra. Voru einhver meiri samskipti á milli þarna við Breiðablik. Var þetta kostur sem þú varst að skoða? „Tilboðinu var hafnað. Ég segi nú kannski ekki að ég hafi frétt af þessu síðastur en ég fékk allavegana að vita þetta á svipuðum tíma og flestir aðrir. Ég sá þetta bara í fjölmiðlum, sá líka seinna í fjölmiðlum að tilboðinu hefði verið hafnað og var ekkert rosalega mikið að pæla í þessu. Svo fer af stað atburðarás sem endar með því að ég skrifa undir nýjan samning hér við Val. Ég er sáttur með þessa niðurstöðu.“ Stjörnuleikur umboðsmannsins? Staða Arons hefur verið mikið til umræðu upp á síðkastið enda um að ræða einn besta leikmann Bestu deildar og því ætti það ekki að koma á óvart að félög væru að horfa hýru auga til hans með tilliti til samningsstöðu hans. Í hlaðvarpsþættinum Dr. Football var nýjum samningi Arons við Val lýst sem stjörnuleik hjá umboðsmanni hans. Áhugi Breiðabliks hafi verið settur af stað með það sem markmið að fá nýjan samning fyrir Aron á Hlíðarenda. Var þetta fyrir fram ákveðin atburðarás hjá þér og umboðsmanni þínum með það fyrir augum að koma þér í betri samningsstöðu? „Nei. Allavegana ekki af minni hálfu. Ég er með umboðsmann að vinna fyrir mig. Hann hefur unnið fyrir mig í mörg ár og er ástæðan fyrir því að sú umboðsskrifstofa er sú besta á landinu. Þeir eru að vinna sína vinnu. Í lokin eru þeir með sáttan leikmann og þetta gekk allt eftir held ég.“ Aron í leik með Val Vísir/Diego Skýr markmið Aron sneri aftur hingað heim til Íslands fyrir tveimur árum síðan en félaginu hefur á þeim tíma ekki tekist að ná sínu aðal markmiði. Að standa uppi sem meistari. „Við höfum gengið í gegnum svona upp og niður tímabil. Við viljum vinna alla titla sem í boði eru. Frá því að ég kom heim höfum við ekki náð að gera það. Við erum með skýr markmið fyrir þetta tímabil, að standa uppi með einn eða titla að því afloknu.“ Til þess að það gerist munu Valsmenn þurfa að skáka liðum á borð við ríkjandi Íslands- og bikarmeistara Víkings Reykjavíkur sem hlupu í burtu með Íslandsmeistaratitilinn á síðasta tímabili. Arnar Grétarsson er þjálfari ValsVísir/Pawel Cieslikiewicz Valur endaði það tímabil í öðru sæti en telur Aron að liðið sé betur í stakk búið til þess að berjast við Víkinga á komandi tímabili? „Já. Maður tekur hatt sinn ofan fyrir Víkingum og frammistöðu þeirra á síðasta tímabili. Þeir áttu frábært ár og eru núna liðið sem þarf að skáka. Við erum að undirbúa okkur fyrir það að vera í baráttunni við þá. Svo eru lið eins og Breiðablik og Stjarnan sem eru að koma vel inn í þetta líka.“ Ég held að þetta verði virkilega skemmtilegt tímabil, verði jafnara heldur en upp á síðkastið og vonandi verður það svoleiðis. En þótt að ég voni að þetta verði spennandi, þá vona ég líka á sama tíma að við stöndum uppi sem sigurvegarar í lokin.“ Einn af mörgum þáttum sem heilla við Val Aron hafði nýlokið æfingu með Val þegar að hann ræddi við íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 en Valsmenn æfa alltaf fyrir hádegi, eitthvað sem verður að teljast ansi óvenjulegt hér á landi en á sama tíma afar heillandi, líkt og Aron lætur í ljós uppi. „Mér finnst það klárlega. Ástæðan fyrir því að það er gott að vera hér á Hlíðarenda, ein af mörgum, er sú að við æfum fyrir hádegi. Flestir okkar, sér í lagi eldri strákarnir, erum með fjölskyldu og börn og því er þetta mjög hentugur tími fyrir okkur og klárlega aðlagandi punktur fyrir það að vera hér í Val. Maður fær að vera meira heima, getur verið að sækja krakkana í skólann og verja meiri tíma með fjölskyldunni.“
Besta deild karla Valur Breiðablik Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira