Sprautufíklarnir mínir Árni Tómas Ragnarsson skrifar 28. febrúar 2024 12:30 Eins og mörgum er kunnugt um og hefur mikið verið rætt að undanförnu sinnti ég morfínsprautufíklum um 2-3 ára skeið þar til Alma Möller landlæknir stöðvaði starfsemi mína í haust. Skjólstæðingar mínir hafa margir liðið vítiskvalir síðan eða eru komnir aftur á götuna, stelandi til að kaupa óhrein efni, sem valda dauða um 100 ungs fólks á ári. Af mínum 50-60 skjólstæðingum dó enginn og allir fengu þeir betra líf eins og margir þeirra hafa borið opinberlega vitni um. Þeir fengu hreint efni í apótekum, 1 skammt á dag af hreinu efni. Þeir náðu sér á strik í lífinu, fjölskyldan og vinirnir gömlu, sem höfðu verið í sárum í langan tíma (flestir fíklanna minna, 30-40 ára gamlir, áttu um 20 fíkni ár að baki) tóku þeim fegins hendi. Hið hörmulega líf, - gildra fíkninnar, sem þeir höfðu lifað, var ekki jafn stórt vandamál og áður. Ég hef margoft tjáð mig um hið góða starf sem Vogur hefur staðið fyrir. Það er hins vegar alger blekking, sem yfirlæknir Vogs beitir þegar hún ræðir um skjólstæðinga mína. Nær allir þeirra höfðu farið í 15-20 meðferðir á Vog án árangurs (voru með vottorð upp á það) og voru hættir að gera sér nokkra von um að þangað væri neitt að sækja. Yfirlæknir Vogs neitar að horfast í augu við það að sumir sprautufíklar hafa ekkert gagn af þeirri meðferð, sem þeim stendur til boða á Vogi, því miður. Þeim hópi þarf líka að sinna af okkur læknum til að bæta líðan þeirra og auka lífslíkur þeirra auk þess samfélagslega árangurs, sem meðferð mín gaf. Það er mér ákaflega sárt að heyra nú í þessum skjólstæðingum mínum, sem biðja um hjálp, sem ég get ekki veitt þeim. Hér hefur illvirki verið framið gagnvart þeim, vanhugsað og vanbúið. En vonandi hefur þetta framlag mitt orðið til þess að vekja athygli á líðan og stöðu þessa hóps og þá hefur starf mitt ekki verið unnið til einskis. Ég vil þakka öllum þeim mörgu, sem hafa veitt mér stuðning og hvatningu í þessu máli. Höfundur er læknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Tómas Ragnarsson Heilbrigðismál Lyf Fíkn Mest lesið Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Sjá meira
Eins og mörgum er kunnugt um og hefur mikið verið rætt að undanförnu sinnti ég morfínsprautufíklum um 2-3 ára skeið þar til Alma Möller landlæknir stöðvaði starfsemi mína í haust. Skjólstæðingar mínir hafa margir liðið vítiskvalir síðan eða eru komnir aftur á götuna, stelandi til að kaupa óhrein efni, sem valda dauða um 100 ungs fólks á ári. Af mínum 50-60 skjólstæðingum dó enginn og allir fengu þeir betra líf eins og margir þeirra hafa borið opinberlega vitni um. Þeir fengu hreint efni í apótekum, 1 skammt á dag af hreinu efni. Þeir náðu sér á strik í lífinu, fjölskyldan og vinirnir gömlu, sem höfðu verið í sárum í langan tíma (flestir fíklanna minna, 30-40 ára gamlir, áttu um 20 fíkni ár að baki) tóku þeim fegins hendi. Hið hörmulega líf, - gildra fíkninnar, sem þeir höfðu lifað, var ekki jafn stórt vandamál og áður. Ég hef margoft tjáð mig um hið góða starf sem Vogur hefur staðið fyrir. Það er hins vegar alger blekking, sem yfirlæknir Vogs beitir þegar hún ræðir um skjólstæðinga mína. Nær allir þeirra höfðu farið í 15-20 meðferðir á Vog án árangurs (voru með vottorð upp á það) og voru hættir að gera sér nokkra von um að þangað væri neitt að sækja. Yfirlæknir Vogs neitar að horfast í augu við það að sumir sprautufíklar hafa ekkert gagn af þeirri meðferð, sem þeim stendur til boða á Vogi, því miður. Þeim hópi þarf líka að sinna af okkur læknum til að bæta líðan þeirra og auka lífslíkur þeirra auk þess samfélagslega árangurs, sem meðferð mín gaf. Það er mér ákaflega sárt að heyra nú í þessum skjólstæðingum mínum, sem biðja um hjálp, sem ég get ekki veitt þeim. Hér hefur illvirki verið framið gagnvart þeim, vanhugsað og vanbúið. En vonandi hefur þetta framlag mitt orðið til þess að vekja athygli á líðan og stöðu þessa hóps og þá hefur starf mitt ekki verið unnið til einskis. Ég vil þakka öllum þeim mörgu, sem hafa veitt mér stuðning og hvatningu í þessu máli. Höfundur er læknir.
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun