Þrífst vel í brjálaðri vinnumenningu í New York Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 3. mars 2024 07:01 María Guðjohnsen er viðmælandi í Kúnst. Vísir/Einar „Stundum hef ég verið að vinna tíu daga í röð án þess að fatta það og þarf þá að anda í smá stund,“ segir þrívíddarhönnuðurinn María Guðjohnsen. Hún hefur verið búsett í New York undanfarin ár og tekið þátt í ýmsum spennandi verkefnum á borð við hina virtu listahátíð Art Basel í Miami. Hún er viðmælandi í Kúnst þar sem hún ræðir meðal annars gríðarlega hraða þróun tækninnar, að mæta framtíðinni óhrædd, lífið í New York, líf eftir dauðann, að þróast innan listarinnar og margt fleira. Hér má sjá viðtalið við Maríu í heild sinni: Stafrænn heimur listarinnar „Í New York er listaheimurinn orðinn ótrúlega stafrænn. Það eru að spretta upp gallerí sem eru bara stafræn, helmingurinn af listahátíðum eru stafrænar og ég gerði mér ekki grein fyrir því hvað þetta væri stór sena fyrr en ég fór út.“ María Guðjohnsen fór í meistaranám í tölvumyndlist í listaháskólann School of Visual Arts í New York. Henni líður vel í borginni. „Ég er ekki mikið fyrir of mikið skipulag, ég fýla að hafa dálítið kaos. Það er það sem er geggjað við að vinna sjálfstætt, ég set svolítið mína tíma sjálf og er í flæði, hlusta á sjálfa mig hvenær ég vil vinna, hvenær ég vil vakna, hvað ég vil vinna lengi og svona. Það hentar mér í raun best. Mér finnst það geðveikt í New York þar sem að allt er opið allan sólarhringinn, það eru allir í einhverju flæði og það allir í kringum þig eru að vinna. Það er brjáluð vinnumenning þarna, mikið að gera og mikið hark. Maður er einhvern veginn á fullu allan daginn og stundum er ég búin að vinna tíu daga í röð án þess að fatta það og þarf þá að anda í smá stund.“ View this post on Instagram A post shared by Maria Gudjohnsen (@mariagudjohnsen) Þakklát fyrir að geta sagt nei Hún segir að það sé erfitt fyrir utanaðkomandi fólk að átta sig á því hve mikil vinna fer í listsköpunina hennar. „Þetta er mjög tímafrekt starf og ég held að fólk geri sér ekki grein fyrir því hvað þetta tekur langan tíma. Ég hef oft fengið beiðnir um að teikna upp eitthvað snöggvast, það virkar ekki alveg þannig. Það er svo ótrúlega langt ferli sem fer í að búa til allt. Einn maður í að gera hundrað manna verk. En mér finnst það líka geðveikt gaman því þá þarf ég aldrei að setja mig í neitt box og fæ að gera það sem ég vil gera.“ Aðspurð hvort það skipti ekki miklu máli að vera með breitt bak í stórborginni svarar María: „Jú alveg hundrað prósent, sérstaklega hér úti. Það eru svo margir að reyna að grípa í þig og fá þig til að gera alls konar hluti en ég hef verið það heppin að það er alltaf nóg að gera, þannig að ég fæ að segja nei við hlutum sem ég vil ekki gera og ég er mjög þakklát fyrir það að vera komin á þann stað.“ Kúnst Myndlist Menning Sýningar á Íslandi Íslendingar erlendis Tengdar fréttir „Tækifæri til að pæla í fallegri veruleika eftir dauðann“ „Framtíðin kemur bara og við þurfum að díla við það,“ segir þrívíddarhönnuðurinn María Guðjohnsen, sem er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. Hún heillast að tæknilegri hliðum listarinnar og er óhrædd við viðfangsefni á borð við dauðann. 28. febrúar 2024 07:01 Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Hún er viðmælandi í Kúnst þar sem hún ræðir meðal annars gríðarlega hraða þróun tækninnar, að mæta framtíðinni óhrædd, lífið í New York, líf eftir dauðann, að þróast innan listarinnar og margt fleira. Hér má sjá viðtalið við Maríu í heild sinni: Stafrænn heimur listarinnar „Í New York er listaheimurinn orðinn ótrúlega stafrænn. Það eru að spretta upp gallerí sem eru bara stafræn, helmingurinn af listahátíðum eru stafrænar og ég gerði mér ekki grein fyrir því hvað þetta væri stór sena fyrr en ég fór út.“ María Guðjohnsen fór í meistaranám í tölvumyndlist í listaháskólann School of Visual Arts í New York. Henni líður vel í borginni. „Ég er ekki mikið fyrir of mikið skipulag, ég fýla að hafa dálítið kaos. Það er það sem er geggjað við að vinna sjálfstætt, ég set svolítið mína tíma sjálf og er í flæði, hlusta á sjálfa mig hvenær ég vil vinna, hvenær ég vil vakna, hvað ég vil vinna lengi og svona. Það hentar mér í raun best. Mér finnst það geðveikt í New York þar sem að allt er opið allan sólarhringinn, það eru allir í einhverju flæði og það allir í kringum þig eru að vinna. Það er brjáluð vinnumenning þarna, mikið að gera og mikið hark. Maður er einhvern veginn á fullu allan daginn og stundum er ég búin að vinna tíu daga í röð án þess að fatta það og þarf þá að anda í smá stund.“ View this post on Instagram A post shared by Maria Gudjohnsen (@mariagudjohnsen) Þakklát fyrir að geta sagt nei Hún segir að það sé erfitt fyrir utanaðkomandi fólk að átta sig á því hve mikil vinna fer í listsköpunina hennar. „Þetta er mjög tímafrekt starf og ég held að fólk geri sér ekki grein fyrir því hvað þetta tekur langan tíma. Ég hef oft fengið beiðnir um að teikna upp eitthvað snöggvast, það virkar ekki alveg þannig. Það er svo ótrúlega langt ferli sem fer í að búa til allt. Einn maður í að gera hundrað manna verk. En mér finnst það líka geðveikt gaman því þá þarf ég aldrei að setja mig í neitt box og fæ að gera það sem ég vil gera.“ Aðspurð hvort það skipti ekki miklu máli að vera með breitt bak í stórborginni svarar María: „Jú alveg hundrað prósent, sérstaklega hér úti. Það eru svo margir að reyna að grípa í þig og fá þig til að gera alls konar hluti en ég hef verið það heppin að það er alltaf nóg að gera, þannig að ég fæ að segja nei við hlutum sem ég vil ekki gera og ég er mjög þakklát fyrir það að vera komin á þann stað.“
Kúnst Myndlist Menning Sýningar á Íslandi Íslendingar erlendis Tengdar fréttir „Tækifæri til að pæla í fallegri veruleika eftir dauðann“ „Framtíðin kemur bara og við þurfum að díla við það,“ segir þrívíddarhönnuðurinn María Guðjohnsen, sem er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. Hún heillast að tæknilegri hliðum listarinnar og er óhrædd við viðfangsefni á borð við dauðann. 28. febrúar 2024 07:01 Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Tækifæri til að pæla í fallegri veruleika eftir dauðann“ „Framtíðin kemur bara og við þurfum að díla við það,“ segir þrívíddarhönnuðurinn María Guðjohnsen, sem er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. Hún heillast að tæknilegri hliðum listarinnar og er óhrædd við viðfangsefni á borð við dauðann. 28. febrúar 2024 07:01