„Ég vona við mætum með kassann úti“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. febrúar 2024 16:31 Þórey Rósa Stefánsdóttir fagnar sigri með Fram. Vísir/Hulda Margrét Reynsluboltinn Þórey Rósa Stefánsdóttir er klár í slaginn fyrir kvöldið þegar íslenska kvennalandsliðið í handbolta mætir Svíum í undankeppni EM 2024. Þetta er þriðji leikur þjóðanna í baráttunni um sæti á Evrópumótinu í desember en tvö lið komast á EM. Hin liðin í riðlinum eru Færeyjar og Lúxemborg sem íslensku stelpurnar unnu í október. Eftir það unnu íslensku stelpurnar Fortsetabikarinn á HM í Noregi og Danmörku. „Það er gaman að koma aftur saman. Við vorum bara að hittast núna og það er stutt í leik. Það var farið beint á mjög krefjandi vídeófund. Bara beint í djúpu laugina aftur og það er bara spenningur,“ sagði Þórey Rósa í viðtali við Val Pál Eiríksson, eftir æfingu liðsins í vikunni. Það reyndi á stelpurnar á vídeófundinum hjá Arnari Péturssyni þjálfara. En hvað var svona krefjandi við hann? Klippa: Ég vona við mætum með kassann úti „Bara mjög mörg atriði sem hann fór yfir í sóknarleik Svía og þær eru eitt af topp tíu liðum í heimi. Þetta er verðugur andstæðingum sem við mætum strax á miðvikudaginn (í kvöld),“ sagði Þórey Rósa. Það er ekkert grín að eiga við þetta sænska lið? „Nei, þær eru mjög góðar. Við höfum spilað við þær oft í gegnum tíðina og oft náð að narta í þær. Ég vona við mætum með kassann úti og gefum þeim alvöru leik á heimavelli,“ sagði Þórey. Það eru breytingar á íslenska hópnum frá því á HM í desember. Meiðsli og ólétta. „Það voru líka margir ungir, óreyndir leikmenn með okkur á HM, alla vega á stórmótum. Við fórum nokkuð vel með fannst mér. Við erum búin að byggja upp breiðan hóp. Það eru alltaf nýir ungir leikmenn sem koma inn og líta mjög vel út. Við erum að auka breiddina og það er bara jákvætt,“ sagði Þórey. Hvað ætlar íslenska liðið að taka út úr þessum leikjum við Svía? „Auðvitað stefnir maður alltaf á sigur í öllum leikjum. Eins og þjálfarasvarið væri örugglega að einblína á okkar eigin frammistöðu. Ég fer alltaf í leiki til að vinna og gera það örugglega á heimavelli á miðvikudaginn (í kvöld),“ sagði Þórey. Æfingin fór fram í Safamýrinni sem var einu sinni Framhúsið en en nú allt þar í Víkingslitunum. Þórey Rósa er Framari og þetta var örugglega skrýtið fyrir hana. „Þetta fer þessu húsi ekkert sérstaklega vel ef þú spyrð mig en það er mjög gaman að koma í Safamýrina. Það er mikill heimilisbragur í Safamýrinni og manni líður alltaf vel hérna niðri á gólfi,“ sagði Þórey. Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2022 Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Svona var þing KKÍ Körfubolti Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Handbolti „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Handbolti Fleiri fréttir „Betri ára yfir okkur“ „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Haukar fóru illa með botnliðið „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Lærisveinar Alfreðs að stinga af Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Dana Björg með níu mörk í stórsigri Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt „Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Aron verður heldur ekki með í dag „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Sjá meira
Þetta er þriðji leikur þjóðanna í baráttunni um sæti á Evrópumótinu í desember en tvö lið komast á EM. Hin liðin í riðlinum eru Færeyjar og Lúxemborg sem íslensku stelpurnar unnu í október. Eftir það unnu íslensku stelpurnar Fortsetabikarinn á HM í Noregi og Danmörku. „Það er gaman að koma aftur saman. Við vorum bara að hittast núna og það er stutt í leik. Það var farið beint á mjög krefjandi vídeófund. Bara beint í djúpu laugina aftur og það er bara spenningur,“ sagði Þórey Rósa í viðtali við Val Pál Eiríksson, eftir æfingu liðsins í vikunni. Það reyndi á stelpurnar á vídeófundinum hjá Arnari Péturssyni þjálfara. En hvað var svona krefjandi við hann? Klippa: Ég vona við mætum með kassann úti „Bara mjög mörg atriði sem hann fór yfir í sóknarleik Svía og þær eru eitt af topp tíu liðum í heimi. Þetta er verðugur andstæðingum sem við mætum strax á miðvikudaginn (í kvöld),“ sagði Þórey Rósa. Það er ekkert grín að eiga við þetta sænska lið? „Nei, þær eru mjög góðar. Við höfum spilað við þær oft í gegnum tíðina og oft náð að narta í þær. Ég vona við mætum með kassann úti og gefum þeim alvöru leik á heimavelli,“ sagði Þórey. Það eru breytingar á íslenska hópnum frá því á HM í desember. Meiðsli og ólétta. „Það voru líka margir ungir, óreyndir leikmenn með okkur á HM, alla vega á stórmótum. Við fórum nokkuð vel með fannst mér. Við erum búin að byggja upp breiðan hóp. Það eru alltaf nýir ungir leikmenn sem koma inn og líta mjög vel út. Við erum að auka breiddina og það er bara jákvætt,“ sagði Þórey. Hvað ætlar íslenska liðið að taka út úr þessum leikjum við Svía? „Auðvitað stefnir maður alltaf á sigur í öllum leikjum. Eins og þjálfarasvarið væri örugglega að einblína á okkar eigin frammistöðu. Ég fer alltaf í leiki til að vinna og gera það örugglega á heimavelli á miðvikudaginn (í kvöld),“ sagði Þórey. Æfingin fór fram í Safamýrinni sem var einu sinni Framhúsið en en nú allt þar í Víkingslitunum. Þórey Rósa er Framari og þetta var örugglega skrýtið fyrir hana. „Þetta fer þessu húsi ekkert sérstaklega vel ef þú spyrð mig en það er mjög gaman að koma í Safamýrina. Það er mikill heimilisbragur í Safamýrinni og manni líður alltaf vel hérna niðri á gólfi,“ sagði Þórey.
Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2022 Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Svona var þing KKÍ Körfubolti Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Handbolti „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Handbolti Fleiri fréttir „Betri ára yfir okkur“ „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Haukar fóru illa með botnliðið „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Lærisveinar Alfreðs að stinga af Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Dana Björg með níu mörk í stórsigri Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt „Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Aron verður heldur ekki með í dag „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Sjá meira