Vonin við enda regnbogans Þorbjörg Þorvaldsdóttir og Daníel E. Arnarsson skrifa 28. febrúar 2024 19:01 Samtökin ’78 þjónusta milli 60-70 einstaklinga sem leita að alþjóðlegri vernd á Íslandi eða hafa fengið dvalarleyfi af mannúðarástæðum. Okkar fólk er mislangt komið í ferlinu. Sum þeirra eru nýkomin til landsins, önnur hafa verið lengi, sum hafa fengið sjálfkrafa viðbótarvernd og önnur dvalarleyfi af mannúðarástæðum. Öll bera þau þá von í brjósti að geta lifað lífinu sem þau sjálf. Í vísi að nýrri heildarstefnumótun ríkisstjórnarinnar í málefnum útlendinga, sem kynnt var í síðustu viku, er tekið sérstaklega fram að stjórnvöld vilji taka á móti hinsegin fólki sem leitar alþjóðlegrar verndar. Á nákvæmlega sama tíma standa tugir hinsegin fólks frá Venesúela, sem komu til Íslands í góðri trú um að þeim yrði veitt viðbótarvernd vegna fyrri ákvörðunar stjórnvalda, frammi fyrir því að þeim verði vísað brott. Markaðssetning Íslands sem fyrirmyndarríkis fyrir mannréttindi hafði m.a. þau áhrif að hinsegin fólk flúði Venesúela í stórum stíl þegar íslensk stjórnvöld tilkynntu um viðbótarvernd til handa venesúelskum ríkisborgurum. Staða hinsegin fólks í Venesúela er þannig að það er mörgum félagslega ómögulegt að koma út úr skápnum og mörg eygðu því tækifæri til að búa í fyrsta sinn við frelsi frá ofbeldi og mismunun. Fólkið sem sækir stuðningsfundi og ráðgjöf hjá okkur í Samtökunum ‘78 er margt að segja frá kynhneigð sinni í fyrsta skipti. Pör sem hafa verið saman í árafjöld haldast í fyrsta sinn í hendur innan um annað fólk, segja í fyrsta skipti upphátt frá sambandi sínu í hópi jafningja. Eftir að ríkisstjórnin tilkynnti þeim einstaklingum sem komu hingað frá Venesúela að sú sjálfkrafa viðbótarvernd sem þau áttu von á áður væri ekki lengur til staðar hefur starfsfólk Samtakanna ‘78 þurft að hafa hraðar hendur við að kortleggja hvert öll eru komin í ferlinu og bregðast við öllum málum á einstaklingsgrundvelli. Þegar þessi texti er skrifaður þá eru að minnsta kosti átta manneskjur sem hafa fengið neitun um vernd. Öll eiga þau það sameiginlegt að vera búin að festa hér rætur - enda höfðu þau ekki forsendur til annars en að ætla að þau fengju hér skjól. Fólk hefur jafnvel sagt frá kynhneigð sinni eða kynvitund á samfélagsmiðlum, með þeim afleiðingum að þau eiga ekki afturkvæmt til fjölskyldna sinna. Það er ómannúðlegt að gefa fólki von til þess eins að hrifsa hana af því. Við hvetjum stjórnvöld til þess að gera það eina rétta í stöðunni: Veitið því fólki sem nú þegar er komið frá Venesúela dvalarleyfi á Íslandi. Þorbjörg Þorvaldsdóttir, verkefnastjóri Samtakanna ‘78 Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóri Samtakanna ‘78 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Þorvaldsdóttir Daníel E. Arnarsson Hinsegin Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Venesúela Mest lesið Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Samtökin ’78 þjónusta milli 60-70 einstaklinga sem leita að alþjóðlegri vernd á Íslandi eða hafa fengið dvalarleyfi af mannúðarástæðum. Okkar fólk er mislangt komið í ferlinu. Sum þeirra eru nýkomin til landsins, önnur hafa verið lengi, sum hafa fengið sjálfkrafa viðbótarvernd og önnur dvalarleyfi af mannúðarástæðum. Öll bera þau þá von í brjósti að geta lifað lífinu sem þau sjálf. Í vísi að nýrri heildarstefnumótun ríkisstjórnarinnar í málefnum útlendinga, sem kynnt var í síðustu viku, er tekið sérstaklega fram að stjórnvöld vilji taka á móti hinsegin fólki sem leitar alþjóðlegrar verndar. Á nákvæmlega sama tíma standa tugir hinsegin fólks frá Venesúela, sem komu til Íslands í góðri trú um að þeim yrði veitt viðbótarvernd vegna fyrri ákvörðunar stjórnvalda, frammi fyrir því að þeim verði vísað brott. Markaðssetning Íslands sem fyrirmyndarríkis fyrir mannréttindi hafði m.a. þau áhrif að hinsegin fólk flúði Venesúela í stórum stíl þegar íslensk stjórnvöld tilkynntu um viðbótarvernd til handa venesúelskum ríkisborgurum. Staða hinsegin fólks í Venesúela er þannig að það er mörgum félagslega ómögulegt að koma út úr skápnum og mörg eygðu því tækifæri til að búa í fyrsta sinn við frelsi frá ofbeldi og mismunun. Fólkið sem sækir stuðningsfundi og ráðgjöf hjá okkur í Samtökunum ‘78 er margt að segja frá kynhneigð sinni í fyrsta skipti. Pör sem hafa verið saman í árafjöld haldast í fyrsta sinn í hendur innan um annað fólk, segja í fyrsta skipti upphátt frá sambandi sínu í hópi jafningja. Eftir að ríkisstjórnin tilkynnti þeim einstaklingum sem komu hingað frá Venesúela að sú sjálfkrafa viðbótarvernd sem þau áttu von á áður væri ekki lengur til staðar hefur starfsfólk Samtakanna ‘78 þurft að hafa hraðar hendur við að kortleggja hvert öll eru komin í ferlinu og bregðast við öllum málum á einstaklingsgrundvelli. Þegar þessi texti er skrifaður þá eru að minnsta kosti átta manneskjur sem hafa fengið neitun um vernd. Öll eiga þau það sameiginlegt að vera búin að festa hér rætur - enda höfðu þau ekki forsendur til annars en að ætla að þau fengju hér skjól. Fólk hefur jafnvel sagt frá kynhneigð sinni eða kynvitund á samfélagsmiðlum, með þeim afleiðingum að þau eiga ekki afturkvæmt til fjölskyldna sinna. Það er ómannúðlegt að gefa fólki von til þess eins að hrifsa hana af því. Við hvetjum stjórnvöld til þess að gera það eina rétta í stöðunni: Veitið því fólki sem nú þegar er komið frá Venesúela dvalarleyfi á Íslandi. Þorbjörg Þorvaldsdóttir, verkefnastjóri Samtakanna ‘78 Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóri Samtakanna ‘78
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun