Dagur kynntur til leiks: „París er draumurinn og það eina sem skiptir máli“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. febrúar 2024 11:06 Króatía er fjórða landsliðið sem Dagur Sigurðsson þjálfar. getty/Noushad Thekkayil Dagur Sigurðsson hefur verið kynntur sem nýr þjálfari króatíska karlalandsliðsins í handbolta. Fyrsta verkefni hans er að koma Króatíu á Ólympíuleikana í sumar. Á blaðamannafundinum þar sem Dagur var kynntur kvaðst hann vera spenntur fyrir áskoruninni að taka við króatíska liðinu. „Aðalástæðan er að mig langaði í áskorun, ævintýri, ástríðu og það er allt í þessu starfi. Pressa líka en þetta er mikil áskorun,“ sagði Dagur sem stýrir Króötum í fyrsta sinn í forkeppni Ólympíuleikanna í Hanoover í Þýskalandi 14.-17. mars. Króatía er með Þýskalandi, Austurríki og Alsír í riðli. Tvö liðanna komast á Ólympíuleikana í París. „Liðið er mjög gott en hefur vantað að taka síðasta skrefið til að komast í undanúrslit á síðustu mótum. Næstu tvær vikur þurfum við að gera allt til að vera tilbúnir fyrir Hannover. Ég hef fylgst með Króatíu sem er með góða blöndu af ungum og reyndum leikmönnum og við þurfum að finna jafnvægi í liðinu. Við eigum mikið verk fyrir höndum. Núna þarf ég að skoða leikmennina með sínum félagsliðum og kynnast liðinu.“ Nöfnin ekki mikilvæg Dagur vildi lítið ræða hvaða leikmenn hann myndi velja í sinn fyrsta landsliðshóp. „Ég vil ekki tala um nöfn. Við erum með þessa sem eru á blaði. Allir eiga möguleika og mér finnst við vera með gott lið. Eldri leikmennirnir eru spenntir fyrir Ólympíuleikunum og HM í Króatíu á næsta ári. Við töluðum ekki mikið um framtíðina, það sem er mikilvægast eru næstu 2-3 vikur. París er draumurinn og það eina sem skiptir máli núna,“ sagði Dagur sem tilkynnir hópinn fyrir forkeppni Ólympíuleikanna í byrjun næstu viku. „Við förum til Hannover með tuttugu leikmenn. Króatía er með marga hæfileikaríka leikmenn. Að sjálfsögðu viljum við bestu leikmennina en í þessum leikjum sem bíða okkar eru nöfnin ekki mikilvæg. Bara strákar sem eru tilbúnir að berjast.“ Á pari við Ísland Dagur segir að króatíska liðið standi bestu liðum heims svolítið að baki. „Ég er með hugmynd um hvernig Króatía mun spila. Síðustu ár höfum við verið á eftir Svíþjóð, Frakklandi og Danmörku og við þurfum að ná í skottið á þeim. Við erum á pari við Ísland og Noregi myndi ég segja,“ sagði Dagur. Aðstoðarmaður hans með króatíska liðið verður Denis Spoljaric sem lék undir stjórn Dags hjá Füchse Berlin. Spoljaric varð bæði heims- og Ólympíumeistari með Króötum í upphafi aldarinnar. Handbolti Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Fleiri fréttir Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Sjá meira
Á blaðamannafundinum þar sem Dagur var kynntur kvaðst hann vera spenntur fyrir áskoruninni að taka við króatíska liðinu. „Aðalástæðan er að mig langaði í áskorun, ævintýri, ástríðu og það er allt í þessu starfi. Pressa líka en þetta er mikil áskorun,“ sagði Dagur sem stýrir Króötum í fyrsta sinn í forkeppni Ólympíuleikanna í Hanoover í Þýskalandi 14.-17. mars. Króatía er með Þýskalandi, Austurríki og Alsír í riðli. Tvö liðanna komast á Ólympíuleikana í París. „Liðið er mjög gott en hefur vantað að taka síðasta skrefið til að komast í undanúrslit á síðustu mótum. Næstu tvær vikur þurfum við að gera allt til að vera tilbúnir fyrir Hannover. Ég hef fylgst með Króatíu sem er með góða blöndu af ungum og reyndum leikmönnum og við þurfum að finna jafnvægi í liðinu. Við eigum mikið verk fyrir höndum. Núna þarf ég að skoða leikmennina með sínum félagsliðum og kynnast liðinu.“ Nöfnin ekki mikilvæg Dagur vildi lítið ræða hvaða leikmenn hann myndi velja í sinn fyrsta landsliðshóp. „Ég vil ekki tala um nöfn. Við erum með þessa sem eru á blaði. Allir eiga möguleika og mér finnst við vera með gott lið. Eldri leikmennirnir eru spenntir fyrir Ólympíuleikunum og HM í Króatíu á næsta ári. Við töluðum ekki mikið um framtíðina, það sem er mikilvægast eru næstu 2-3 vikur. París er draumurinn og það eina sem skiptir máli núna,“ sagði Dagur sem tilkynnir hópinn fyrir forkeppni Ólympíuleikanna í byrjun næstu viku. „Við förum til Hannover með tuttugu leikmenn. Króatía er með marga hæfileikaríka leikmenn. Að sjálfsögðu viljum við bestu leikmennina en í þessum leikjum sem bíða okkar eru nöfnin ekki mikilvæg. Bara strákar sem eru tilbúnir að berjast.“ Á pari við Ísland Dagur segir að króatíska liðið standi bestu liðum heims svolítið að baki. „Ég er með hugmynd um hvernig Króatía mun spila. Síðustu ár höfum við verið á eftir Svíþjóð, Frakklandi og Danmörku og við þurfum að ná í skottið á þeim. Við erum á pari við Ísland og Noregi myndi ég segja,“ sagði Dagur. Aðstoðarmaður hans með króatíska liðið verður Denis Spoljaric sem lék undir stjórn Dags hjá Füchse Berlin. Spoljaric varð bæði heims- og Ólympíumeistari með Króötum í upphafi aldarinnar.
Handbolti Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Fleiri fréttir Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Sjá meira