Aron Elís á leið í myndatöku: „Mjög svekkjandi“ Valur Páll Eiríksson skrifar 29. febrúar 2024 13:56 Aron Elís var að komast af stað eftir kviðmeiðsli þegar hann meiddist á ökkla í gær. Vísir/Hulda Margrét Aron Elís Þrándarson, leikmaður Íslandsmeistara Víkings, fór meiddur af velli í leik Víkings og ÍA í Lengjubikar karla í gær. Óljóst er hversu alvarleg meiðslin eru, en Aron kveðst ekki of áhyggjufullur. Undir lok fyrri hálfleiks í leik gærdagsins steig Jón Gísli Eyland Gíslason, leikmaður Skagamanna, á Aron í með þeim afleiðingum að Aron sneri upp á ökklann. Hann virtist sárþjáður og var skipt af velli fyrir Óskar Örn Hauksson. „Þetta var bara óhapp. Hann steig á mig og ég sneri upp á ökklann,“ segir Aron Elís í samtali við Vísi en af tóninum að dæma virtist hann ekki of áhyggjufullur. „Þetta er einhver tognun á ökkla, það er lítið komið í ljós. Ég fer í myndatöku sem fyrst og fátt hægt að segja þangað til. Bara eins og ökklatognanir eru er erfitt að segja hversu alvarlegt þetta er,“ segir Aron. Klippa: Aron Elís meiðist Aron hafði verið að glíma við kviðmeiðsli í vetur en hefur verið að vinna sig hægt og rólega í sitt besta form. Það eru honum því enn meiri vonbrigði að meiðast þegar hann var að komast aftur á fullan skrið. „Ég er búinn að fara varlega í gang og búinn að byggja upp mínútur. Þess vegna er mjög svekkjandi að þetta gerist í gær. Planið var að taka sextíu mínútur í gær og byggja ofan á það. En það fór sem fór,“ segir Aron Elís. Aron er ekki á hækjum en lætur þó reyna sem minnst á ökklann eftir höggið í gær. Frekari fregna er að vænta eftir myndatöku. 37 dagar í mót ÍA og Víkingur skildu jöfn, 1-1, eftir hörkuleik í Akraneshöllinni þar sem Nikolaj Hansen tryggði Víkingum stig með marki undir lok leiks. Víkingur er með sex stig eftir fjóra leiki í þriðja sæti riðils fjögur í A-deild Lengjubikarsins. Víkingur hefur gert þrjú jafntefli og unnið einn leik. ÍA er efst í riðlinum með stigi meira, líkt og KA. Rétt rúmur mánuður er þar til boltinn fer að rúlla í Bestu deild karla en Víkingar opna mótið laugardaginn 6. apríl þegar Stjarnan kemur í heimsókn í Víkina. Víkingar eiga titil að verja eftir að hafa unnið tvöfalt í fyrra en Aron Elís var á meðal betri leikmanna liðsins eftir að hann samdi við uppeldisfélagið um mitt mót. Myndband af atvikinu þegar Aron meiðist má sjá að ofan. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Sjá meira
Undir lok fyrri hálfleiks í leik gærdagsins steig Jón Gísli Eyland Gíslason, leikmaður Skagamanna, á Aron í með þeim afleiðingum að Aron sneri upp á ökklann. Hann virtist sárþjáður og var skipt af velli fyrir Óskar Örn Hauksson. „Þetta var bara óhapp. Hann steig á mig og ég sneri upp á ökklann,“ segir Aron Elís í samtali við Vísi en af tóninum að dæma virtist hann ekki of áhyggjufullur. „Þetta er einhver tognun á ökkla, það er lítið komið í ljós. Ég fer í myndatöku sem fyrst og fátt hægt að segja þangað til. Bara eins og ökklatognanir eru er erfitt að segja hversu alvarlegt þetta er,“ segir Aron. Klippa: Aron Elís meiðist Aron hafði verið að glíma við kviðmeiðsli í vetur en hefur verið að vinna sig hægt og rólega í sitt besta form. Það eru honum því enn meiri vonbrigði að meiðast þegar hann var að komast aftur á fullan skrið. „Ég er búinn að fara varlega í gang og búinn að byggja upp mínútur. Þess vegna er mjög svekkjandi að þetta gerist í gær. Planið var að taka sextíu mínútur í gær og byggja ofan á það. En það fór sem fór,“ segir Aron Elís. Aron er ekki á hækjum en lætur þó reyna sem minnst á ökklann eftir höggið í gær. Frekari fregna er að vænta eftir myndatöku. 37 dagar í mót ÍA og Víkingur skildu jöfn, 1-1, eftir hörkuleik í Akraneshöllinni þar sem Nikolaj Hansen tryggði Víkingum stig með marki undir lok leiks. Víkingur er með sex stig eftir fjóra leiki í þriðja sæti riðils fjögur í A-deild Lengjubikarsins. Víkingur hefur gert þrjú jafntefli og unnið einn leik. ÍA er efst í riðlinum með stigi meira, líkt og KA. Rétt rúmur mánuður er þar til boltinn fer að rúlla í Bestu deild karla en Víkingar opna mótið laugardaginn 6. apríl þegar Stjarnan kemur í heimsókn í Víkina. Víkingar eiga titil að verja eftir að hafa unnið tvöfalt í fyrra en Aron Elís var á meðal betri leikmanna liðsins eftir að hann samdi við uppeldisfélagið um mitt mót. Myndband af atvikinu þegar Aron meiðist má sjá að ofan.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki