Lífvörðurinn slakar heldur ekkert á þótt Messi sé kominn inn á fótboltavöllinn.
Áhorfandi á leik Inter Miami á dögunum tók eftir því að lífvörðurinn var á ferðinni allan leikinn.
Hann fylgdi Messi eftir fyrir utan völlinn.
Það er ljóst að þessi kappi ætlar ekki að hleypa neinum nálægt Messi ef einhver ætlar að hlaupa inn á völlinn.
Það á síðan eftir að koma í ljós hvað hann gerir ef einhver varnarmaður mótherjanna sparkar Messi niður. Með þennan mann á hliðarlínunni þá hugsa margir sig örugglega tvisvar um.
Hér fyrir neðan má sjá myndband af lífverði Messi í miðjum leik.