Leikmaðurinn sem um er ræðir er Örvar Eggertsson en hann kemur til Stjörnunnar frá HK þar sem hann spilaði gríðarlega vel á síðustu leiktíð Bestu deildar karla.
Langt er síðan Stjarnan tilkynnti um komu Örvars en aldrei hafði verið gengið frá félagaskiptum. Úrslitunum var því breytt úr 4-0 sigri Stjörnunnar í 3-0 sigur HK og þá þarf Stjarnan að greiða sextíu þúsund krónur í sekt.
Stjarnan og HK eru í riðli 3 í A-deild Lengjubikarsins. Eftir sigurinn er HK með fjögur stig í 4. sæti að loknum 5 leikjum. Stjarnan er sæti neðar með aðeins eitt stig eftir þrjá leiki.