Nýliðar Vestra lönduðu reyndum markverði Sindri Sverrisson skrifar 4. mars 2024 17:00 William Eskelinen er orðinn leikmaður Vestra og kemur til landsins í vikunni. Vestri Nú þegar rúmur mánuður er í að Vestri spili sína fyrstu leiki í Bestu deild karla í fótbolta hafa nýliðarnir tryggt sér nýjan markvörð, frá Svíþjóð. Vestramenn hafa leitað logandi ljósi að markverði eftir að Daninn Andreas Söndergaard, sem samdi við félagið eftir síðustu leiktíð, tók U-beygju og ákvað að vera áfram í Danmörku. Þeir reyndu meðal annars að fá Guy Smit, sem endaði í KR, og að fá Þórð Ingason, fyrrverandi markvörð meistaraliðs Víkings, til að taka fram hanskana að nýju en án árangurs. Nú hefur Vestri hins vegar samið við hinn sænska William Eskelinen sem er með ansi sannfærandi ferilskrá. Eskelinen er 27 ára gamall og hefur til að mynda leikið í dönsku úrvalsdeildinni með AGF og sænsku úrvalsdeildinni með Sundsvall. Síðustu tvö tímabil hefur hann varið mark Örebro í sænsku 1. deildinni. Þess má geta að William er sonur Kaj Eskelinen, fyrrverandi framherja sem varð markakóngur sænsku úrvalsdeildarinnar og meistari með IFK Gautaborg árið 1990. William er væntanlegur til Íslands í þessari viku og ætti því að geta verið með Vestra í síðasta leik liðsins í Lengjubikarnum, geng Gróttu 25. mars. Fyrsti leikur liðsins í Bestu deildinni verður svo á útivelli gegn Fram 7. apríl. Besta deild karla Vestri Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Fótbolti Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Fótbolti Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: KR - KA | Geta KR-ingar tengt saman sigra? „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Sjá meira
Vestramenn hafa leitað logandi ljósi að markverði eftir að Daninn Andreas Söndergaard, sem samdi við félagið eftir síðustu leiktíð, tók U-beygju og ákvað að vera áfram í Danmörku. Þeir reyndu meðal annars að fá Guy Smit, sem endaði í KR, og að fá Þórð Ingason, fyrrverandi markvörð meistaraliðs Víkings, til að taka fram hanskana að nýju en án árangurs. Nú hefur Vestri hins vegar samið við hinn sænska William Eskelinen sem er með ansi sannfærandi ferilskrá. Eskelinen er 27 ára gamall og hefur til að mynda leikið í dönsku úrvalsdeildinni með AGF og sænsku úrvalsdeildinni með Sundsvall. Síðustu tvö tímabil hefur hann varið mark Örebro í sænsku 1. deildinni. Þess má geta að William er sonur Kaj Eskelinen, fyrrverandi framherja sem varð markakóngur sænsku úrvalsdeildarinnar og meistari með IFK Gautaborg árið 1990. William er væntanlegur til Íslands í þessari viku og ætti því að geta verið með Vestra í síðasta leik liðsins í Lengjubikarnum, geng Gróttu 25. mars. Fyrsti leikur liðsins í Bestu deildinni verður svo á útivelli gegn Fram 7. apríl.
Besta deild karla Vestri Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Fótbolti Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Fótbolti Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: KR - KA | Geta KR-ingar tengt saman sigra? „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Sjá meira