Úr „besta klúbbnum á Íslandi“ niður í 1. deild: „Stundum verður maður að breyta til“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. mars 2024 23:02 Birkir tók óvænta beygju frá Val heim til Þórs. Hann mun þó, allavega að hluta, æfa áfram í Reykjavík. Vísir/Arnar Birkir Heimisson hefur óvænt yfirgefið silfurlið síðasta Íslandsmóts til að semja við uppeldisfélagið Þór á Akureyri sem leikur í næstefstu deild. Hann fékk einfaldlega tilboð sem hann gat ekki hafnað. Birkir spilaði sex deildarleiki fyrir Þór aðeins 16 ára gamall sumarið 2016 en hélt svo út til Hollands og lék með Heerenveen áður en hann kom aftur heim í Val árið 2020. Hann vann Íslandsmeistaratitil með liðinu sumarið 2020 og hefur verið lykilmaður þar síðan. Það vekur því athygli að hann yfirgefi topplið í efstu deild og færi sig niður í fyrstu deildina. Hann segir Sigurð Heiðar Höskuldsson, þjálfara Þórs - sem var aðstoðarþjálfari Vals í fyrra - hafa mikið um ákvörðunina að segja. „Það var bara mikill áhugi og þeir settu bara allt í þetta. Siggi er bara eins og hann er, toppþjálfari, þannig mér fannst þetta bara vera skothelt,“ sagði Birkir í samtali við Stöð 2 í dag. „Ég var í besta klúbbnum á Íslandi, finnst mér, en stundum verður maður bara að breyta til og mér fannst bara vera kominn tími á það. Ég er bara spenntur fyrir þessu.“ Valur hafnaði lánstilboði Þórs í Birki en tóku kauptilboði frá félaginu. Birkir mun þó ekki fara beint norður þar sem hann er bæði að jafna sig á brotnu beini í hönd og þá er unnusta hans Petra Jasonardóttir á steypinum og eiga þau von á sínu fyrsta barni á allra næstu dögum. Birkir mun því búa áfram á höfuðborgarsvæðinu fyrstu vikurnar í það minnsta en líklega æfa áfram með Völsurum samhliða Þór þegar tímabilið er komið af stað. „Við verðum hér og barnið fæðist í Reykjavík. Ég fæ að æfa áfram með Völsurunum og það er náttúrulega frábært að æfa þar. Þannig að ég verð í toppstandi þegar tímabilið byrjar.“ Þá segir hann enga pressu frá Þórsurum að hann komi sem fyrst norður. „Þetta fer náttúrulega bara allt eftir því hvernig gengur með barnið og svo tökum við stöðuna þegar að því kemur,“ sagði Birkir, en viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Þór Akureyri Besta deild karla Valur Lengjudeild karla Mest lesið Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Dagskráin í dag: KR-ingar vilja slíta sig frá fallbaráttunni Sport „Við vorum skíthræddir“ Sport Fleiri fréttir Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sjá meira
Birkir spilaði sex deildarleiki fyrir Þór aðeins 16 ára gamall sumarið 2016 en hélt svo út til Hollands og lék með Heerenveen áður en hann kom aftur heim í Val árið 2020. Hann vann Íslandsmeistaratitil með liðinu sumarið 2020 og hefur verið lykilmaður þar síðan. Það vekur því athygli að hann yfirgefi topplið í efstu deild og færi sig niður í fyrstu deildina. Hann segir Sigurð Heiðar Höskuldsson, þjálfara Þórs - sem var aðstoðarþjálfari Vals í fyrra - hafa mikið um ákvörðunina að segja. „Það var bara mikill áhugi og þeir settu bara allt í þetta. Siggi er bara eins og hann er, toppþjálfari, þannig mér fannst þetta bara vera skothelt,“ sagði Birkir í samtali við Stöð 2 í dag. „Ég var í besta klúbbnum á Íslandi, finnst mér, en stundum verður maður bara að breyta til og mér fannst bara vera kominn tími á það. Ég er bara spenntur fyrir þessu.“ Valur hafnaði lánstilboði Þórs í Birki en tóku kauptilboði frá félaginu. Birkir mun þó ekki fara beint norður þar sem hann er bæði að jafna sig á brotnu beini í hönd og þá er unnusta hans Petra Jasonardóttir á steypinum og eiga þau von á sínu fyrsta barni á allra næstu dögum. Birkir mun því búa áfram á höfuðborgarsvæðinu fyrstu vikurnar í það minnsta en líklega æfa áfram með Völsurum samhliða Þór þegar tímabilið er komið af stað. „Við verðum hér og barnið fæðist í Reykjavík. Ég fæ að æfa áfram með Völsurunum og það er náttúrulega frábært að æfa þar. Þannig að ég verð í toppstandi þegar tímabilið byrjar.“ Þá segir hann enga pressu frá Þórsurum að hann komi sem fyrst norður. „Þetta fer náttúrulega bara allt eftir því hvernig gengur með barnið og svo tökum við stöðuna þegar að því kemur,“ sagði Birkir, en viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Þór Akureyri Besta deild karla Valur Lengjudeild karla Mest lesið Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Dagskráin í dag: KR-ingar vilja slíta sig frá fallbaráttunni Sport „Við vorum skíthræddir“ Sport Fleiri fréttir Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sjá meira