Oddur frá Þýskalandi heim í Þór: „Sýnir ótrúlega tryggð“ Sindri Sverrisson skrifar 5. mars 2024 12:03 Oddur Gretarsson hefur spilað sem atvinnumaður í rúman áratug en snýr heim í sumar. Getty/Tom Weller Hornamaðurinn og fyrrverandi landsliðsmaðurinn Oddur Gretarsson snýr aftur heim til Þórs á Akureyri næsta sumar og mun spila með liðinu á næstu leiktíð. Oddur hefur spilað sem atvinnumaður í Þýskalandi síðustu ellefu ár eða frá því að hann fór frá Akureyri til Emsdetten sumarið 2013. Hann hefur leikið með Balingen frá árinu 2017 en í gær tilkynnti félagið að hann væri á förum í sumar. Nú er orðið ljóst að hann mun spila með Þór, þar sem hann er uppalinn. Ekki er þó ljóst í hvaða deild það verður en Þórsarar spila í Grill 66 deildinni í vetur og eiga fyrir höndum harða baráttu um að komast upp í Olís-deildina. ÍR-ingar eru í bestri stöðu, með 22 stig og þrjá leiki eftir, en eitt þessara liða fer beint upp í Olís-deildina. Hin fara í þriggja liða umspil. Fjölnir er með 21 stig og tvo leiki eftir, og Þór og Hörður með 18 stig en Þór á tvo leiki eftir en Hörður þrjá. Það eru því allar líkur á að Þórsarar fari í umspilið og líklegt að þeir þurfi að slá út tvö lið, til að komast í Olís-deildina. Oddur, sem verður 34 ára á árinu, á að baki 30 A-landsleiki og var til að mynda í hópnum sem fór á HM í Egyptalandi fyrir þremur árum. „Hlakka til að horfa á fleiri fara að fordæmi Odds“ Halldór Örn Tryggvason, þjálfari Þórs, er gríðarlega ánægður með að fá Odd heim og segir það hvalreka fyrir félagið. „Hann er reynslumikill leikmaður með ótrúlegan feril að baki. Þetta er það sem við stefnum að auðvitað, að reyna að búa til umgjörð og lið sem uppalda Þórsara langi til og vilji snúa heim í og er Oddur stórt skref í þá átt,“ segir Halldór Örn á heimasíðu Þórs. „Oddur er ekki bara mikilvægur fyrir meistaraflokkinn heldur líka yngri flokka félagsins. Hann sýnir ótrúlega tryggð við uppeldisfélagið með því að koma heim í Þorpið. Mikil vinna er að baki og sýnir að Þór er í sókn í öllum deildum félagsins. Ég hlakka mikið til að vinna með Oddi og erum við mjög spenntir að fá hann inn með alla hans reynslu. Hann vill ná árangri með sínu félagi og við munum vinna áfram að þeirri stefnu sem við höfum mótað. Ég hlakka til að horfa á fleiri fara að fordæmi Odds, að koma heim og sýna þessa tryggð,“ segir Halldór Örn. Oddur er uppalinn Þórsari og spilaði með yngri flokkum og meistaraflokki félagsins. Hann spilaði fyrsta leikinn með meistaraflokki Þórs 15 ára gamall og í framhaldi af því með Akureyri handboltafélagi frá tímabilinu 2007/2008, og var valinn íþróttamaður ársins árið 2010 hjá félaginu. Þór Akureyri Handbolti Mest lesið Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Sjá meira
Oddur hefur spilað sem atvinnumaður í Þýskalandi síðustu ellefu ár eða frá því að hann fór frá Akureyri til Emsdetten sumarið 2013. Hann hefur leikið með Balingen frá árinu 2017 en í gær tilkynnti félagið að hann væri á förum í sumar. Nú er orðið ljóst að hann mun spila með Þór, þar sem hann er uppalinn. Ekki er þó ljóst í hvaða deild það verður en Þórsarar spila í Grill 66 deildinni í vetur og eiga fyrir höndum harða baráttu um að komast upp í Olís-deildina. ÍR-ingar eru í bestri stöðu, með 22 stig og þrjá leiki eftir, en eitt þessara liða fer beint upp í Olís-deildina. Hin fara í þriggja liða umspil. Fjölnir er með 21 stig og tvo leiki eftir, og Þór og Hörður með 18 stig en Þór á tvo leiki eftir en Hörður þrjá. Það eru því allar líkur á að Þórsarar fari í umspilið og líklegt að þeir þurfi að slá út tvö lið, til að komast í Olís-deildina. Oddur, sem verður 34 ára á árinu, á að baki 30 A-landsleiki og var til að mynda í hópnum sem fór á HM í Egyptalandi fyrir þremur árum. „Hlakka til að horfa á fleiri fara að fordæmi Odds“ Halldór Örn Tryggvason, þjálfari Þórs, er gríðarlega ánægður með að fá Odd heim og segir það hvalreka fyrir félagið. „Hann er reynslumikill leikmaður með ótrúlegan feril að baki. Þetta er það sem við stefnum að auðvitað, að reyna að búa til umgjörð og lið sem uppalda Þórsara langi til og vilji snúa heim í og er Oddur stórt skref í þá átt,“ segir Halldór Örn á heimasíðu Þórs. „Oddur er ekki bara mikilvægur fyrir meistaraflokkinn heldur líka yngri flokka félagsins. Hann sýnir ótrúlega tryggð við uppeldisfélagið með því að koma heim í Þorpið. Mikil vinna er að baki og sýnir að Þór er í sókn í öllum deildum félagsins. Ég hlakka mikið til að vinna með Oddi og erum við mjög spenntir að fá hann inn með alla hans reynslu. Hann vill ná árangri með sínu félagi og við munum vinna áfram að þeirri stefnu sem við höfum mótað. Ég hlakka til að horfa á fleiri fara að fordæmi Odds, að koma heim og sýna þessa tryggð,“ segir Halldór Örn. Oddur er uppalinn Þórsari og spilaði með yngri flokkum og meistaraflokki félagsins. Hann spilaði fyrsta leikinn með meistaraflokki Þórs 15 ára gamall og í framhaldi af því með Akureyri handboltafélagi frá tímabilinu 2007/2008, og var valinn íþróttamaður ársins árið 2010 hjá félaginu.
Þór Akureyri Handbolti Mest lesið Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Sjá meira