Þórir og Mörk sammála um skort á heiðarleika Sindri Sverrisson skrifar 5. mars 2024 14:02 Nora Mörk og Þórir Hergeirsson hafa fagnað fjölda verðlauna saman á stórmótum í gegnum tíðina en urðu að sætta sig við silfur á HM í desember. EPA Ein af helstu stjörnum norska kvennalandsliðsins í handbolta, Nora Mörk, leyndi því fyrir þjálfaranum Þóri Hergeirssyni hve alvarleg meiðsli hennar væru, á HM í desember. Þau eru sammála um skort á heiðarleika af hennar hálfu. Mörk glímdi við meiðsli í fæti í aðdraganda mótsins og á mótinu sjálfu. Norski ríkismiðillinn NRK segir að mögulega hafi það kostað Noreg gullverðlaun að hún skyldi ekki halda þjálfara sínum betur upplýstum. Noregur tapaði nefnilega úrslitaleik mótsins, 31-28 fyrir Frökkum í Herning í Danmörku, og var Mörk aðeins skugginn af sjálfri sér í leiknum. „Nora hefði átt að vera heiðarlegri gagnvart mér og ég hefði átt að hvíla hana meira í leikjunum. Þá hefði hún alveg örugglega verið orkumeiri um úrslitahelgina,“ segir Þórir við NRK. Ræddi við Þóri og ætlar að gera betur Mörk viðurkennir að meiðslin hafi verið alvarlegri en hún sagði norskum almenningi og Þóri: „Þetta var aðeins umfangsmeira í þeim skilningi að þau [meiðslin] voru hastarlegri, en núna eru þau farin. En þau voru svo slæm að þetta var mjög vont í þessa 48 tíma sem við vorum í Herning,“ sagði Mörk en þar fóru undanúrslit og úrslit HM fram. Það vakti mikla athygli að Mörk skyldi ekkert spila í fyrsta leik Noregs á HM, gegn Grænlandi, en þá sagði Þórir á blaðamannafundi að hún væri í stórgóðu ásigkomulagi og góðu formi. Mótið væri hins vegar langt og óþarfi að láta Mörk spila þann leik. Mörk spilaði lítið í riðlakeppni mótsins en var svo með af fullum krafti í milliriðlakeppninni. Þegar komið var að úrslitahelginni var hún hins vegar bara á annarri löppinni, eins og hún lýsti sjálf. Hún hafði vonast til þess að hrista smám saman af sér meiðslin en í staðinn versnuðu þau. Þau Mörk og Þórir hafa síðan rætt um það að hún verði að vera heiðarlegri varðandi sín meiðsli. „Við erum búin að ræða þetta og ég hef sjálf sagt að það þurfi ég að vera, og það var ég ekki. Ég er búin að viðurkenna það. Við erum sammála um að ég þurfi að vera heiðarlegri í framtíðinni,“ sagði Mörk. HM kvenna í handbolta 2023 Handbolti Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Handbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Sjá meira
Mörk glímdi við meiðsli í fæti í aðdraganda mótsins og á mótinu sjálfu. Norski ríkismiðillinn NRK segir að mögulega hafi það kostað Noreg gullverðlaun að hún skyldi ekki halda þjálfara sínum betur upplýstum. Noregur tapaði nefnilega úrslitaleik mótsins, 31-28 fyrir Frökkum í Herning í Danmörku, og var Mörk aðeins skugginn af sjálfri sér í leiknum. „Nora hefði átt að vera heiðarlegri gagnvart mér og ég hefði átt að hvíla hana meira í leikjunum. Þá hefði hún alveg örugglega verið orkumeiri um úrslitahelgina,“ segir Þórir við NRK. Ræddi við Þóri og ætlar að gera betur Mörk viðurkennir að meiðslin hafi verið alvarlegri en hún sagði norskum almenningi og Þóri: „Þetta var aðeins umfangsmeira í þeim skilningi að þau [meiðslin] voru hastarlegri, en núna eru þau farin. En þau voru svo slæm að þetta var mjög vont í þessa 48 tíma sem við vorum í Herning,“ sagði Mörk en þar fóru undanúrslit og úrslit HM fram. Það vakti mikla athygli að Mörk skyldi ekkert spila í fyrsta leik Noregs á HM, gegn Grænlandi, en þá sagði Þórir á blaðamannafundi að hún væri í stórgóðu ásigkomulagi og góðu formi. Mótið væri hins vegar langt og óþarfi að láta Mörk spila þann leik. Mörk spilaði lítið í riðlakeppni mótsins en var svo með af fullum krafti í milliriðlakeppninni. Þegar komið var að úrslitahelginni var hún hins vegar bara á annarri löppinni, eins og hún lýsti sjálf. Hún hafði vonast til þess að hrista smám saman af sér meiðslin en í staðinn versnuðu þau. Þau Mörk og Þórir hafa síðan rætt um það að hún verði að vera heiðarlegri varðandi sín meiðsli. „Við erum búin að ræða þetta og ég hef sjálf sagt að það þurfi ég að vera, og það var ég ekki. Ég er búin að viðurkenna það. Við erum sammála um að ég þurfi að vera heiðarlegri í framtíðinni,“ sagði Mörk.
HM kvenna í handbolta 2023 Handbolti Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Handbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Sjá meira