Það var napurt á Samsung-vellinum í Garðabæ þegar flautað var til leiks í kvöld og bæði lið eflaust verið til í að spila inni frekar en úti. Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleik en það breyttist snemma í þeim síðari.
Svavar Örn Þórðarson kom gestunum frá Njarðvík yfir þegar fimm mínútur voru liðnar en tíu mínútum síðar jafnaði Hilmar Árni Halldórsson metin fyrir Stjörnuna. Ekki urðu mörkin fleiri að þessu sinni og lokatölur 1-1 í Garðabæ.
Eftir leik kvöldsins sitja liðin á botni riðilsins. Njarðvík hefur lokið leik og endar með 2 stig á meðan Stjarnan er með jafn mörg stig en á eftir að mæta KR á föstudaginn kemur.