Leit að miðjumanni stendur yfir Valur Páll Eiríksson skrifar 6. mars 2024 14:00 Arnar Grétarsson (t.v.) ásamt Sigurði Heiðari Höskuldssyni. Sigurður var aðstoðarþjálfari Arnars með Val í fyrra en er nú þjálfari Þórs og fékk Birki til liðs við félagið. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Arnar Grétarsson, þjálfari karlaliðs Vals í fótbolta, segir félagið vera að leita að miðjumanni eftir brotthvarf Birkis Heimissonar á dögunum. Það sé ekki gengið að því að finna mann í hans stað. Athygli vakti þegar Birkir skipti úr Val yfir í Lengjudeildarlið Þórs í vikunni. Arnar segir Valsmenn ekki hafa ætlað sér að selja leikmenn en tilboð Þórs hafi verið þess eðlis að ákveðið var að standa ekki í vegi fyrir Birki. „Við vorum í raun búnir að taka ákvörðun um það að það væri enginn að fara. Við vorum búnir að fá fyrirspurnir í hann en ætluðum ekki að neinum í burtu en þegar kemur þetta tilboð frá Þór, er það þess eðlis, þá lögðum við spilin í hendurnar á honum,“ segir Arnar í samtali við Vísi. Erfitt að finna leikmenn Valsmenn höfðu þegar misst tvo miðjumenn í Hauki Páli Sigurðssyni, sem hætti til að verða aðstoðarþjálfari liðsins, og Hlyn Frey Karlsson sem samdi við Haugesund í Noregi, sem stýrt er af Óskari Hrafni Þorvaldssyni. Elfar Freyr Helgason, sem hefur leikið sem miðvörður allan sinn feril, hefur leyst stöðu djúps miðjumanns í síðustu leikjum liðsins. „Við höfum verið að leita að miðjumanni en við tökum ekki hvern sem er. Við þurfum að taka helvíti góðan gæja ef við ætlum að fá einhvern inn. Við erum að skoða þetta en við erum með góðan hóp og góða leikmenn. Það þarf að vera maður sem er að fara að spila,“ „Það er ekkert létt að finna leikmenn sem við getum borgað og eru eins góðir og við viljum að þeir séu. Það er bara erfitt,“ segir Arnar. Æfir áfram með Val Birkir er að stíga upp úr meiðslum og er með gifs á hendinni næstu tvær vikur eða svo. Þá á hann von á barni á næstu dögum og mun því ekki fara norður í bráð. Þegar hann stígur upp úr meiðslunum mun hann æfa áfram með Valsmönnum þrátt fyrir að hafa samið við annað félag. Arnar segir sjálfsagt að hann sé í æfingahópi Valsmanna. „Við vorum bara spurðir hvort hann mætti vera á æfingum og það var alveg sjálfsagt. Hann er búinn að vera hérna í nokkur ár og orðinn Valsari. Þeir eru í annarri deild en við og það er bara sjálfsagður hlutur,“ segir Arnar. Besta deild karla Valur Lengjudeild karla Þór Akureyri Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Fótbolti Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira
Athygli vakti þegar Birkir skipti úr Val yfir í Lengjudeildarlið Þórs í vikunni. Arnar segir Valsmenn ekki hafa ætlað sér að selja leikmenn en tilboð Þórs hafi verið þess eðlis að ákveðið var að standa ekki í vegi fyrir Birki. „Við vorum í raun búnir að taka ákvörðun um það að það væri enginn að fara. Við vorum búnir að fá fyrirspurnir í hann en ætluðum ekki að neinum í burtu en þegar kemur þetta tilboð frá Þór, er það þess eðlis, þá lögðum við spilin í hendurnar á honum,“ segir Arnar í samtali við Vísi. Erfitt að finna leikmenn Valsmenn höfðu þegar misst tvo miðjumenn í Hauki Páli Sigurðssyni, sem hætti til að verða aðstoðarþjálfari liðsins, og Hlyn Frey Karlsson sem samdi við Haugesund í Noregi, sem stýrt er af Óskari Hrafni Þorvaldssyni. Elfar Freyr Helgason, sem hefur leikið sem miðvörður allan sinn feril, hefur leyst stöðu djúps miðjumanns í síðustu leikjum liðsins. „Við höfum verið að leita að miðjumanni en við tökum ekki hvern sem er. Við þurfum að taka helvíti góðan gæja ef við ætlum að fá einhvern inn. Við erum að skoða þetta en við erum með góðan hóp og góða leikmenn. Það þarf að vera maður sem er að fara að spila,“ „Það er ekkert létt að finna leikmenn sem við getum borgað og eru eins góðir og við viljum að þeir séu. Það er bara erfitt,“ segir Arnar. Æfir áfram með Val Birkir er að stíga upp úr meiðslum og er með gifs á hendinni næstu tvær vikur eða svo. Þá á hann von á barni á næstu dögum og mun því ekki fara norður í bráð. Þegar hann stígur upp úr meiðslunum mun hann æfa áfram með Valsmönnum þrátt fyrir að hafa samið við annað félag. Arnar segir sjálfsagt að hann sé í æfingahópi Valsmanna. „Við vorum bara spurðir hvort hann mætti vera á æfingum og það var alveg sjálfsagt. Hann er búinn að vera hérna í nokkur ár og orðinn Valsari. Þeir eru í annarri deild en við og það er bara sjálfsagður hlutur,“ segir Arnar.
Besta deild karla Valur Lengjudeild karla Þór Akureyri Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Fótbolti Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira