Markmiðin góð í fjölmiðlastefnu en segir fjárhæð styrkja of lága Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. mars 2024 19:17 Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, fagnar því að drög að fjölmiðlastefnu liggi nú fyrir. Vísir/Vilhelm Í drögum að fyrstu opinberu fjölmiðlastefnu landsins er lagt upp með að hefðbundin auglýsingasala hjá RÚV verði óheimil og styrkir til einkarekinna fjölmiðla festir í sessi. Formaður Blaðamannafélags Íslands fagnar markmiðinu en segir fjárhæð styrkja of lága sé miðað við Norðurlöndin. Fjölmiðlastefnan er til ársins 2030 en drögin hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda og miða m.a. að því að efla fjölbreytni, fagmennsku og rekstur innlendra fjölmiðla. Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélagsins, fagnar þessu skrefi en finnst um leið umhugsunarvert að fjölmiðlastefna hafi ekki þegar verið í gildi. „Það hefur alltaf verið tekið sem sjálfsögðum hlut að hér séu frjálsir fjölmiðlar og að tjáningarfrelsi sé virt og að það þurfi ekki að gera neitt mikið til þess að passa upp á það en það er bara alls ekki þannig. Við sjáum það bara í kringum okkur að þar sem er ekki passað upp á fjölmiðlafrelsið þá fjarar undan því,“ segir Sigríður Dögg. Lægri ritstjórnarkostnaður Í drögunum eru settar fram 29 skilgreindar aðgerðir til að stuðla að fjölmiðlastefnunni. Ein þeirra er að veita einkareknum fjölmiðlum tímabundna undanþágu frá greiðslu 70% tryggingagjalds af launum fjölmiðlafólks. Sigríður segir þennan lið aðgerðaáætlunarinnar vera fagnaðarefni en kallar eftir því að prósentutalan verði hækkuð. Í drögum að fjölmiðlastefnunni er lagt til að opinberar stofnanir, sem verja meira en tíu milljónum árlega í auglýsingar, geri grein fyrir viðskiptunum. Sigríður Dögg vill ekki hafa neina viðmiðunarfjárhæð og að fullkomið gagnsæi ríki. „Það ætti líka að setja skýrar reglur um að það eigi eingöngu að kaupa auglýsingar af þeim sem borga til samfélagsins; þeim sem borga hér skatta og gjöld.“ Stuðningskerfi að norrænni fyrirmynd fest í sessi Í fjölmiðlastefnudrögunum segir að áfram verði stutt við rekstur einkarekinna fjölmiðla með stuðningskerfi að norrænni fyrirmynd. Grafík/Sara „Það er náttúrulega mjög áhugavert að sjá þarna samanburðinn á milli Norðurlandaþjóðanna en við erum í langfámennasta ríkinu með fámennistungumál og mestu samkeppnisskekkjuna en samt sem áður eru styrkir til einkarekinna miðla lægstir hér,“ segir Sigríður sem bætir við að styrkjakerfi til einkarekinna fjölmiðla sé ekki við lýði í Finnlandi. Fyrirkomulag auglýsingamála RÚV enn of óljóst Í skýrslu starfshóps um málefni Ríkisútvarpsins koma fram þrjár leiðir til breytinga og svokölluð stafræn leið talin ákjósanlegust en hún hefur verið kynnt í ríkisstjórn. Hún gerir ráð fyrir að hefðbundin sala á auglýsingum hjá stofnuninni verði óheimil en auglýsingahólf séu þess í stað seld á vefnum en að vefpantanir séu án aðkomu sölufólks. Sigríði finnst þessi angi málsins aðeins of óljós á þessu stingi máls. „Ég sé ekki alveg hvernig það á að ganga upp. Mjög auðvelt að það komi þarna einhverjir milliliðir þarna inn á markaðinn og ég myndi vilja sjá betri útskýringar á því hvernig ráðherra hefur hugsað útfærslu á þessum hlutum.“ Fjölmiðlar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Lagt til að auglýsingasala RÚV verði stafræn Starfshópur menningar- og viðskiptaráðuneytisins leggur til að stafræn leið verði farin til að minnka umsvif RÚV á auglýsingamarkaði. Sala og markaðssetning á auglýsingum verði óheimil hjá RÚV en hægt sé að kaupa auglýsingahólf samkvæmt verðskrá á vefnum. 6. mars 2024 14:38 Leggja til ýmsar breytingar á auglýsingasölu RÚV Dregið verður úr umsvifum Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði og unnið að því að hefðbundin sala og markaðsetning á auglýsingum hjá RÚV verði gerð óheimil, ef tillögur um stefnu um málefni fjölmiðla til ársins 2030 ná fram að ganga. 6. mars 2024 11:23 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa U-beygja ekki fram undan Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Sjá meira
Fjölmiðlastefnan er til ársins 2030 en drögin hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda og miða m.a. að því að efla fjölbreytni, fagmennsku og rekstur innlendra fjölmiðla. Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélagsins, fagnar þessu skrefi en finnst um leið umhugsunarvert að fjölmiðlastefna hafi ekki þegar verið í gildi. „Það hefur alltaf verið tekið sem sjálfsögðum hlut að hér séu frjálsir fjölmiðlar og að tjáningarfrelsi sé virt og að það þurfi ekki að gera neitt mikið til þess að passa upp á það en það er bara alls ekki þannig. Við sjáum það bara í kringum okkur að þar sem er ekki passað upp á fjölmiðlafrelsið þá fjarar undan því,“ segir Sigríður Dögg. Lægri ritstjórnarkostnaður Í drögunum eru settar fram 29 skilgreindar aðgerðir til að stuðla að fjölmiðlastefnunni. Ein þeirra er að veita einkareknum fjölmiðlum tímabundna undanþágu frá greiðslu 70% tryggingagjalds af launum fjölmiðlafólks. Sigríður segir þennan lið aðgerðaáætlunarinnar vera fagnaðarefni en kallar eftir því að prósentutalan verði hækkuð. Í drögum að fjölmiðlastefnunni er lagt til að opinberar stofnanir, sem verja meira en tíu milljónum árlega í auglýsingar, geri grein fyrir viðskiptunum. Sigríður Dögg vill ekki hafa neina viðmiðunarfjárhæð og að fullkomið gagnsæi ríki. „Það ætti líka að setja skýrar reglur um að það eigi eingöngu að kaupa auglýsingar af þeim sem borga til samfélagsins; þeim sem borga hér skatta og gjöld.“ Stuðningskerfi að norrænni fyrirmynd fest í sessi Í fjölmiðlastefnudrögunum segir að áfram verði stutt við rekstur einkarekinna fjölmiðla með stuðningskerfi að norrænni fyrirmynd. Grafík/Sara „Það er náttúrulega mjög áhugavert að sjá þarna samanburðinn á milli Norðurlandaþjóðanna en við erum í langfámennasta ríkinu með fámennistungumál og mestu samkeppnisskekkjuna en samt sem áður eru styrkir til einkarekinna miðla lægstir hér,“ segir Sigríður sem bætir við að styrkjakerfi til einkarekinna fjölmiðla sé ekki við lýði í Finnlandi. Fyrirkomulag auglýsingamála RÚV enn of óljóst Í skýrslu starfshóps um málefni Ríkisútvarpsins koma fram þrjár leiðir til breytinga og svokölluð stafræn leið talin ákjósanlegust en hún hefur verið kynnt í ríkisstjórn. Hún gerir ráð fyrir að hefðbundin sala á auglýsingum hjá stofnuninni verði óheimil en auglýsingahólf séu þess í stað seld á vefnum en að vefpantanir séu án aðkomu sölufólks. Sigríði finnst þessi angi málsins aðeins of óljós á þessu stingi máls. „Ég sé ekki alveg hvernig það á að ganga upp. Mjög auðvelt að það komi þarna einhverjir milliliðir þarna inn á markaðinn og ég myndi vilja sjá betri útskýringar á því hvernig ráðherra hefur hugsað útfærslu á þessum hlutum.“
Fjölmiðlar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Lagt til að auglýsingasala RÚV verði stafræn Starfshópur menningar- og viðskiptaráðuneytisins leggur til að stafræn leið verði farin til að minnka umsvif RÚV á auglýsingamarkaði. Sala og markaðssetning á auglýsingum verði óheimil hjá RÚV en hægt sé að kaupa auglýsingahólf samkvæmt verðskrá á vefnum. 6. mars 2024 14:38 Leggja til ýmsar breytingar á auglýsingasölu RÚV Dregið verður úr umsvifum Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði og unnið að því að hefðbundin sala og markaðsetning á auglýsingum hjá RÚV verði gerð óheimil, ef tillögur um stefnu um málefni fjölmiðla til ársins 2030 ná fram að ganga. 6. mars 2024 11:23 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa U-beygja ekki fram undan Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Sjá meira
Lagt til að auglýsingasala RÚV verði stafræn Starfshópur menningar- og viðskiptaráðuneytisins leggur til að stafræn leið verði farin til að minnka umsvif RÚV á auglýsingamarkaði. Sala og markaðssetning á auglýsingum verði óheimil hjá RÚV en hægt sé að kaupa auglýsingahólf samkvæmt verðskrá á vefnum. 6. mars 2024 14:38
Leggja til ýmsar breytingar á auglýsingasölu RÚV Dregið verður úr umsvifum Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði og unnið að því að hefðbundin sala og markaðsetning á auglýsingum hjá RÚV verði gerð óheimil, ef tillögur um stefnu um málefni fjölmiðla til ársins 2030 ná fram að ganga. 6. mars 2024 11:23
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?