„Þeir voru bara betri, það er ekkert flóknara en það“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 6. mars 2024 20:18 Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka. Vísir/Hulda Margrét Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka, var eðlilega súr og svekktur eftir að lið hans féll úr leik í undanúrslitum Powerade-bikars karla í handbolta eftir sex marka tap gegn Haukum í kvöld, 33-27. „Þetta var bara svolítil brekka allan leikinn. Þeir mættu bara miklu betur gíraðir og voru miklu betri fyrstu tíu mínúturnar og þá líður manni eins og maður sé að elta allan leikinn eftir það,“ sagði Ásgeir Örn í leikslok. „Við gerum auðvitað einhverjar atlögur, en það kostar ógeðslega mikinn kraft. Svo verður þetta bara flatt aftur og þeir ná aftur upp fimm marka forskoti. Þeir voru bara betri, það er ekkert flóknara en það.“ Þá segir Ásgeir að slæm byrjun, bæði í fyrri og seinni hálfleik, hafi kostað Haukaliðið mikið. „Já, þá fer leikplanið svolítið út um þúfur þegar maður þarf að vera að elta svona mikið. Mér fannst við samt vera að ná aðeins að breyta taktinum, en það vantaði alltaf þetta smá upp á til að jafna. Þá vorum við að láta verja frá okkur eða skjóta í slána eða missum frákast varnarlega. Þetta er bara dæma um það að ef maður er ekki með kveikt á sér allan tíman þá dettur þetta bara hinum megin.“ Hann bætir þó einnig við að þrátt fyrir að Haukar hafi misst ÍBV langt fram úr sér undir lokinn hafi hann ekki fengið það á tilfinninguna að leikmenn hafi nokkrun tíma misst trú á verkefninu. „Nei alls ekki. Það er þarna 28-26 og við spilum fína vörn þar, höndin komin upp en hægri skyttan kemur upp og skorar. Bara týpískt fyrir það hvernig leikurinn var. Við hefðum getað haldið þessu áhlaupi áfram og minnkað niður í eitt og þá hefði þetta orðið alvöru leikur.“ Að lokum sagði Ásgeir að þrátt fyrir að Haukar hafi unnið tíu marka sigur gegn ÍBV síðast þegar liðin mættust fyrir rétt rúmum mánuði hafi það ekki gefið nein fyrirheit um leik kvöldsins. „Ég held að við þurfum að fara bara mjög varlega í að meta þann leik. Við mættum klárir í þann leik og vorum komnir 8-9 mörkum yfir eftir korter. Augljóslega voru þeir bara mjög þungir og ekki tilbúnir eftir janúarmánuðinn.“ „Þannig að í undirbúningnum fyrir þennan leik fór ég mjög varlega í það að bera þessa leiki eitthvað mikið saman. Ég vissi alveg að þeir myndu mæta með miklu betra lið hingað í dag og sú varð raunin,“ sagði Ásgeir að lokum. Powerade-bikarinn ÍBV Haukar Tengdar fréttir „Þetta er bara geggjað“ „Mér fannst við bara drulluflottir,“ sagði Arnór Viðarsson, leikmaður ÍBV, eftir að liðið tryggði sér sæti í bikarúrslitum karla í handbolta með sex marka sigri gegn Haukum í undanúrslitum í kvöld. 6. mars 2024 20:06 Umfjöllun: ÍBV - Haukar 33-27 | Eyjamenn í bikarúrslit Íslandsmeistarar ÍBV tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitum Powerade-bikars karla í handbolta með sex marka sigri gegn Haukum, 33-27. 6. mars 2024 19:33 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Sjá meira
„Þetta var bara svolítil brekka allan leikinn. Þeir mættu bara miklu betur gíraðir og voru miklu betri fyrstu tíu mínúturnar og þá líður manni eins og maður sé að elta allan leikinn eftir það,“ sagði Ásgeir Örn í leikslok. „Við gerum auðvitað einhverjar atlögur, en það kostar ógeðslega mikinn kraft. Svo verður þetta bara flatt aftur og þeir ná aftur upp fimm marka forskoti. Þeir voru bara betri, það er ekkert flóknara en það.“ Þá segir Ásgeir að slæm byrjun, bæði í fyrri og seinni hálfleik, hafi kostað Haukaliðið mikið. „Já, þá fer leikplanið svolítið út um þúfur þegar maður þarf að vera að elta svona mikið. Mér fannst við samt vera að ná aðeins að breyta taktinum, en það vantaði alltaf þetta smá upp á til að jafna. Þá vorum við að láta verja frá okkur eða skjóta í slána eða missum frákast varnarlega. Þetta er bara dæma um það að ef maður er ekki með kveikt á sér allan tíman þá dettur þetta bara hinum megin.“ Hann bætir þó einnig við að þrátt fyrir að Haukar hafi misst ÍBV langt fram úr sér undir lokinn hafi hann ekki fengið það á tilfinninguna að leikmenn hafi nokkrun tíma misst trú á verkefninu. „Nei alls ekki. Það er þarna 28-26 og við spilum fína vörn þar, höndin komin upp en hægri skyttan kemur upp og skorar. Bara týpískt fyrir það hvernig leikurinn var. Við hefðum getað haldið þessu áhlaupi áfram og minnkað niður í eitt og þá hefði þetta orðið alvöru leikur.“ Að lokum sagði Ásgeir að þrátt fyrir að Haukar hafi unnið tíu marka sigur gegn ÍBV síðast þegar liðin mættust fyrir rétt rúmum mánuði hafi það ekki gefið nein fyrirheit um leik kvöldsins. „Ég held að við þurfum að fara bara mjög varlega í að meta þann leik. Við mættum klárir í þann leik og vorum komnir 8-9 mörkum yfir eftir korter. Augljóslega voru þeir bara mjög þungir og ekki tilbúnir eftir janúarmánuðinn.“ „Þannig að í undirbúningnum fyrir þennan leik fór ég mjög varlega í það að bera þessa leiki eitthvað mikið saman. Ég vissi alveg að þeir myndu mæta með miklu betra lið hingað í dag og sú varð raunin,“ sagði Ásgeir að lokum.
Powerade-bikarinn ÍBV Haukar Tengdar fréttir „Þetta er bara geggjað“ „Mér fannst við bara drulluflottir,“ sagði Arnór Viðarsson, leikmaður ÍBV, eftir að liðið tryggði sér sæti í bikarúrslitum karla í handbolta með sex marka sigri gegn Haukum í undanúrslitum í kvöld. 6. mars 2024 20:06 Umfjöllun: ÍBV - Haukar 33-27 | Eyjamenn í bikarúrslit Íslandsmeistarar ÍBV tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitum Powerade-bikars karla í handbolta með sex marka sigri gegn Haukum, 33-27. 6. mars 2024 19:33 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Sjá meira
„Þetta er bara geggjað“ „Mér fannst við bara drulluflottir,“ sagði Arnór Viðarsson, leikmaður ÍBV, eftir að liðið tryggði sér sæti í bikarúrslitum karla í handbolta með sex marka sigri gegn Haukum í undanúrslitum í kvöld. 6. mars 2024 20:06
Umfjöllun: ÍBV - Haukar 33-27 | Eyjamenn í bikarúrslit Íslandsmeistarar ÍBV tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitum Powerade-bikars karla í handbolta með sex marka sigri gegn Haukum, 33-27. 6. mars 2024 19:33