Fimm leiðir til að kveikja neistann eftir framhjáhald Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 7. mars 2024 13:31 Getty Framhjáhald er með því versta sem getur komið fyrir ástarsambönd. Hvort sem um ræðir líkamlegt eða andlegt framhjáhald. Ef pör ákveða að leggja svikin á bakvið sig og bjarga sambandinu krefst það mikillar einbeitingar og skuldbindingar af hálfu beggja aðila. Á danska lífstílsefnum Alt.dk má finna fimm ráð til fólks í þessari stöðu. 1. Gefið ykkur tíma Í fyrsta lagi er mikilvægt að pör gefi sér góðan tíma í að byggja upp traust, að því er fram kemur í umfjöllun danska miðilsins. Oft er talað um að tíminn lækni öll sár en í þessu tilfelli er mikilvægt að huga að því hvernig tíminnn er nýttur. Sýnið ferlinu og hvort öðru þolinmæði og virðingu. Stundum er sagt að tíminn geti læknað öll sár. Vísir/Getty 2. Leggðu þig fram Sá sem hélt framhjá verður að átta sig á því að svikin geta markað djúp spor í sálarlífið hjá þeim sem varð fyrir því. Það er eitt að viðurkenna mistökin og halda áfram en svo getur það tekið tíma að átta sig á því sem gerðist áður en skrefið er tekið fram á við. Þá er mikilvægt að sá sem hélt framhjá sé tilbúinin að vera á staðnum, láti vita af sér og sýni skilning á því að traustið sé lítið til að byrja með. Stundum þarf að leggja sig fram til að geta treyst aftur. Vísir/Getty 3. Fyrirgefning Samkvæmt alt.dk er það ekki aðeins tíminn sem skiptir máli svo hægt sé að halda sambandinu gangandi. Það krefst fyrirgefningar að halda áfram og vilja til þess að sleppa tökunum, í stað þess að halda áfram að velta sér upp úr því sem gerðist. Þá segir danski miðillinn að traust snúist um val. Val um að trúa á aðra. Að þora að trúa að þau séu að segja satt, vilji okkur það besta og haga sér í samræmi við það. Það getur verið erfitt að trúa því þegar þú hefur upplifað að vera svikin/nn. Það er þó þess virði að æfa sig ef þú vilt eiga gott samband eftir framhjáhald. Slepptu takinu og reyndu að treysta á ný. Fyrirgefningin er mikilvægur hluti af sáttum en að veita hana getur oft verið hægara sagt en gert. Vísir/Getty 4. Þiggja sambandsráðgjöf Sambandsráðgjöf eftir erfið tímabil getur reynst pörum vel til að byggja upp góðan grunn í sambandinu. Slík vinna getur fært pör nær hvort öðru og veitt þeim tækifæri á að byrja nýjan kafla. Fyrir mörgum getur reynst erfitt að viðurkenna að utanaðkomandi aðstoðar sé þörf. Vísir/Getty 5. Ég elska þig (kannski) skilyrðislaust Öll pör fara í gegnum mis erfið tímabil í lífinu. Erfiðleikarnir þurfa þó ekki endilega að vera neikvæðir fyrir sambandið. Þeir geta þvert á móti sýnt pörum hversu lánsöm þau eru að eiga hvort annað í raun og veru. Mundu að það erfiðasta í lífnu er ekki alltaf endirinn. Þó svo að þú standir einn í myrkrinu er ljós við enda ganganna. Stundum erum við bara ekki opin fyrir því að sjá það. Erfiðleikar einkenna öll sambönd. Vísir/Getty Ástin og lífið Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun „Hann var bara draumur“ Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Fleiri fréttir „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Sjá meira
1. Gefið ykkur tíma Í fyrsta lagi er mikilvægt að pör gefi sér góðan tíma í að byggja upp traust, að því er fram kemur í umfjöllun danska miðilsins. Oft er talað um að tíminn lækni öll sár en í þessu tilfelli er mikilvægt að huga að því hvernig tíminnn er nýttur. Sýnið ferlinu og hvort öðru þolinmæði og virðingu. Stundum er sagt að tíminn geti læknað öll sár. Vísir/Getty 2. Leggðu þig fram Sá sem hélt framhjá verður að átta sig á því að svikin geta markað djúp spor í sálarlífið hjá þeim sem varð fyrir því. Það er eitt að viðurkenna mistökin og halda áfram en svo getur það tekið tíma að átta sig á því sem gerðist áður en skrefið er tekið fram á við. Þá er mikilvægt að sá sem hélt framhjá sé tilbúinin að vera á staðnum, láti vita af sér og sýni skilning á því að traustið sé lítið til að byrja með. Stundum þarf að leggja sig fram til að geta treyst aftur. Vísir/Getty 3. Fyrirgefning Samkvæmt alt.dk er það ekki aðeins tíminn sem skiptir máli svo hægt sé að halda sambandinu gangandi. Það krefst fyrirgefningar að halda áfram og vilja til þess að sleppa tökunum, í stað þess að halda áfram að velta sér upp úr því sem gerðist. Þá segir danski miðillinn að traust snúist um val. Val um að trúa á aðra. Að þora að trúa að þau séu að segja satt, vilji okkur það besta og haga sér í samræmi við það. Það getur verið erfitt að trúa því þegar þú hefur upplifað að vera svikin/nn. Það er þó þess virði að æfa sig ef þú vilt eiga gott samband eftir framhjáhald. Slepptu takinu og reyndu að treysta á ný. Fyrirgefningin er mikilvægur hluti af sáttum en að veita hana getur oft verið hægara sagt en gert. Vísir/Getty 4. Þiggja sambandsráðgjöf Sambandsráðgjöf eftir erfið tímabil getur reynst pörum vel til að byggja upp góðan grunn í sambandinu. Slík vinna getur fært pör nær hvort öðru og veitt þeim tækifæri á að byrja nýjan kafla. Fyrir mörgum getur reynst erfitt að viðurkenna að utanaðkomandi aðstoðar sé þörf. Vísir/Getty 5. Ég elska þig (kannski) skilyrðislaust Öll pör fara í gegnum mis erfið tímabil í lífinu. Erfiðleikarnir þurfa þó ekki endilega að vera neikvæðir fyrir sambandið. Þeir geta þvert á móti sýnt pörum hversu lánsöm þau eru að eiga hvort annað í raun og veru. Mundu að það erfiðasta í lífnu er ekki alltaf endirinn. Þó svo að þú standir einn í myrkrinu er ljós við enda ganganna. Stundum erum við bara ekki opin fyrir því að sjá það. Erfiðleikar einkenna öll sambönd. Vísir/Getty
Ástin og lífið Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun „Hann var bara draumur“ Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Fleiri fréttir „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Sjá meira