„Ekki alltaf gott að prjóna yfir sig“ Valur Páll Eiríksson skrifar 7. mars 2024 13:31 Hlynur Bæringsson, leikmaður Stjörnunnar, er klár í slaginn í kvöld. Vísir/Arnar Hlynur Bæringsson er fullmeðvitaður um mikilvægi leiks liðs hans Stjörnunnar gegn Hetti í Subway-deild karla í kvöld. Stjarnan þarf sigur í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni. Höttur er í áttunda sæti deildarinnar, neðsta sætinu sem veitir keppnisrétt í úrslitakeppninni, en Stjarnan er sæti neðar og hefur unnið einum leik minna. Stjarnan getur því jafnað Hött að stigum með sigri. „Þetta er bara augljóslega risaleikur. Þetta er ekkert búið þó við töpum, það eru alveg þrír leikir eftir fyrir liðið. Við yrðum samt fjórum stigum á eftir þeim og undir á innbyrðis viðureignum. Þannig að við erum alveg meðvitaðir um það að þetta er mikilvægur leikur og við ætlum að vinna hann,“ segir Hlynur. Búnir að hreinsa út Stjarnan hefur tapað fjórum leikjum í röð í deildinni en mæta nú til leiks eftir þriggja vikna pásu vegna landsleikja. Hlynur segir að Stjörnumenn hafi nýtt þann tíma vel. „Við förum í einhverjar smá taktískar breytingar og við höfðum haft ágætis tíma. Það er bara sama gamla, lykilmenn hjá okkur þurfa að eiga góðan leik og það er pressa á okkur öllum. Við þurfum að spila af aðeins meiri krafti og aðeins meira áhyggjuleysi heldur en við höfum gert, það hefur eitthvað legið á okkur og ég held við séum búnir að hreinsa ýmislegt,“ „Við vorum dálítið þungir fyrir hléið en ég held við mætum sprækari,“ segir Hlynur. Frítt á völlinn Frítt er á völlinn í kvöld í boði vængjastaðarins Just Wingin' It og má því búast við fjölmenni á þessum mikilvæga leik. „Ég held það verði fjölmennt og verði góð stemning og mikið undir hjá báðum liðum.“ Mætið þið þá ekki dýrvitlausir til leiks? „Dýrvitlausir, já, já. Vonandi rétt stemmdir, það er ekki alltaf gott að prjóna yfir sig. Bara rétt stemmdir, eigum við ekki orða það þannig frekar.“ Leikur Stjörnunnar og Hattar hefst klukkan 19:15 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Hægt er að fylgjast með öllum fimm leikjum kvöldsins samtímis í Subway Skiptiborðinu á Stöð 2 Sport klukkan 19:10. Subway-deild karla Stjarnan Höttur Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Fleiri fréttir „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Sjá meira
Höttur er í áttunda sæti deildarinnar, neðsta sætinu sem veitir keppnisrétt í úrslitakeppninni, en Stjarnan er sæti neðar og hefur unnið einum leik minna. Stjarnan getur því jafnað Hött að stigum með sigri. „Þetta er bara augljóslega risaleikur. Þetta er ekkert búið þó við töpum, það eru alveg þrír leikir eftir fyrir liðið. Við yrðum samt fjórum stigum á eftir þeim og undir á innbyrðis viðureignum. Þannig að við erum alveg meðvitaðir um það að þetta er mikilvægur leikur og við ætlum að vinna hann,“ segir Hlynur. Búnir að hreinsa út Stjarnan hefur tapað fjórum leikjum í röð í deildinni en mæta nú til leiks eftir þriggja vikna pásu vegna landsleikja. Hlynur segir að Stjörnumenn hafi nýtt þann tíma vel. „Við förum í einhverjar smá taktískar breytingar og við höfðum haft ágætis tíma. Það er bara sama gamla, lykilmenn hjá okkur þurfa að eiga góðan leik og það er pressa á okkur öllum. Við þurfum að spila af aðeins meiri krafti og aðeins meira áhyggjuleysi heldur en við höfum gert, það hefur eitthvað legið á okkur og ég held við séum búnir að hreinsa ýmislegt,“ „Við vorum dálítið þungir fyrir hléið en ég held við mætum sprækari,“ segir Hlynur. Frítt á völlinn Frítt er á völlinn í kvöld í boði vængjastaðarins Just Wingin' It og má því búast við fjölmenni á þessum mikilvæga leik. „Ég held það verði fjölmennt og verði góð stemning og mikið undir hjá báðum liðum.“ Mætið þið þá ekki dýrvitlausir til leiks? „Dýrvitlausir, já, já. Vonandi rétt stemmdir, það er ekki alltaf gott að prjóna yfir sig. Bara rétt stemmdir, eigum við ekki orða það þannig frekar.“ Leikur Stjörnunnar og Hattar hefst klukkan 19:15 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Hægt er að fylgjast með öllum fimm leikjum kvöldsins samtímis í Subway Skiptiborðinu á Stöð 2 Sport klukkan 19:10.
Subway-deild karla Stjarnan Höttur Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Fleiri fréttir „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Sjá meira