Væntingar á Íslandi geti verið „út úr korti“ Valur Páll Eiríksson skrifar 8. mars 2024 08:01 Alfreð Gíslason verður með Þýskaland á heimavelli á EM í janúar. Getty/Maja Hitij Handboltagoðsögnin Alfreð Gíslason hrífst af því sem Snorri Steinn Guðjónsson er að gera með íslenska karlalandsliðið í handbolta. Hann segir hins vegar kröfur íslensks almennings til liðsins hvern janúar vera út úr korti. Miklar væntingar voru gerðar til íslenska karlalandsliðsins fyrir EM í janúar en liðið endaði í tíunda sæti mótsins og missti af sæti í Ólympíuumspili. Þrátt fyrir vonbrigðaárangur segir Alfreð mikið búa í íslenska hópnum. „Ég verð að segja eins og er að íslenska liðið er með mikla breidd í heildina. Við [íslenska landsliðið] höfum verið með svolitla veikleika á línunni og í marki en það hefur alltaf lagast. Það var mjög góð markvarsla hjá Íslandi í þessari keppni,“ „Útispilaralínan hjá Íslandi er náttúrulega virkilega góð í breiddina og mun meiri heldur en hjá okkur [þýska landsliðinu], til dæmis,“ segir Alfreð. Hrifinn af Snorra sem nýtir breiddina betur en Gummi Snorri Steinn Guðjónsson var að stýra Íslandi í fyrsta sinn á stórmóti en Alfreði líst vel á Snorra og segir hann einmitt nýta umrædda breidd betur en forveri hans í starfi. „Snorri, sem nýr þjálfari, kom inn með aðra línu. Ég verð að segja að mér fannst Snorri gera mjög vel. Hann rúllar mun meira á breiddinni heldur en Gummi [Guðmundur Þ. Guðmundsson, fyrrum landsliðsþjálfari] gerði til dæmis. En það tekur smá tíma fyrir alla að stilla sig inn á þetta,“ segir Alfreð. Stutt á milli í þessu Það er stutt á milli á stórmótum sem þessum og kröfur almennings er á meðal þátta sem geta haft áhrif á gengi liðsins. Það hafi þó ekki mikið þurft til að Ísland færi lengra á mótinu. Alfreð líst vel á Snorra Stein sem var á sínu fyrsta stórmóti með landsliðið.VÍSIR/VILHELM „Kröfurnar á Íslandi hafa alltaf verið svolítið út úr kortinu. En maður sér það í þessari keppni að það eru bara smáatriði. Það munar einum leik. ísland var nálægt því að vinna leik á móti okkur, til dæmis. Einn svoleiðis leikur getur snúið svona móti. Og það voru aðrir svona leikir hjá Íslandi,“ „Ég hefði alveg getað spáð Íslandi, og gerði það held ég meira að segja, að þeir ættu góðan séns í undanúrslitin. Það var ekkert svo langt frá því,“ segir Alfreð. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan. Landslið karla í handbolta Íslendingar erlendis Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Svona var þing KKÍ Körfubolti Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Handbolti Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Handbolti Fleiri fréttir Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið „Betri ára yfir okkur“ „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Haukar fóru illa með botnliðið „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Lærisveinar Alfreðs að stinga af Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Dana Björg með níu mörk í stórsigri Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt „Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Aron verður heldur ekki með í dag „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik Sjá meira
Miklar væntingar voru gerðar til íslenska karlalandsliðsins fyrir EM í janúar en liðið endaði í tíunda sæti mótsins og missti af sæti í Ólympíuumspili. Þrátt fyrir vonbrigðaárangur segir Alfreð mikið búa í íslenska hópnum. „Ég verð að segja eins og er að íslenska liðið er með mikla breidd í heildina. Við [íslenska landsliðið] höfum verið með svolitla veikleika á línunni og í marki en það hefur alltaf lagast. Það var mjög góð markvarsla hjá Íslandi í þessari keppni,“ „Útispilaralínan hjá Íslandi er náttúrulega virkilega góð í breiddina og mun meiri heldur en hjá okkur [þýska landsliðinu], til dæmis,“ segir Alfreð. Hrifinn af Snorra sem nýtir breiddina betur en Gummi Snorri Steinn Guðjónsson var að stýra Íslandi í fyrsta sinn á stórmóti en Alfreði líst vel á Snorra og segir hann einmitt nýta umrædda breidd betur en forveri hans í starfi. „Snorri, sem nýr þjálfari, kom inn með aðra línu. Ég verð að segja að mér fannst Snorri gera mjög vel. Hann rúllar mun meira á breiddinni heldur en Gummi [Guðmundur Þ. Guðmundsson, fyrrum landsliðsþjálfari] gerði til dæmis. En það tekur smá tíma fyrir alla að stilla sig inn á þetta,“ segir Alfreð. Stutt á milli í þessu Það er stutt á milli á stórmótum sem þessum og kröfur almennings er á meðal þátta sem geta haft áhrif á gengi liðsins. Það hafi þó ekki mikið þurft til að Ísland færi lengra á mótinu. Alfreð líst vel á Snorra Stein sem var á sínu fyrsta stórmóti með landsliðið.VÍSIR/VILHELM „Kröfurnar á Íslandi hafa alltaf verið svolítið út úr kortinu. En maður sér það í þessari keppni að það eru bara smáatriði. Það munar einum leik. ísland var nálægt því að vinna leik á móti okkur, til dæmis. Einn svoleiðis leikur getur snúið svona móti. Og það voru aðrir svona leikir hjá Íslandi,“ „Ég hefði alveg getað spáð Íslandi, og gerði það held ég meira að segja, að þeir ættu góðan séns í undanúrslitin. Það var ekkert svo langt frá því,“ segir Alfreð. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan.
Landslið karla í handbolta Íslendingar erlendis Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Svona var þing KKÍ Körfubolti Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Handbolti Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Handbolti Fleiri fréttir Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið „Betri ára yfir okkur“ „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Haukar fóru illa með botnliðið „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Lærisveinar Alfreðs að stinga af Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Dana Björg með níu mörk í stórsigri Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt „Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Aron verður heldur ekki með í dag „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik Sjá meira